Heimir Már, Margrét, Jóhannes Kr. og Bjartmar verðlaunuð Eiður Þór Árnason skrifar 15. mars 2024 18:03 Stór áfangi náðist í harðri vinnudeilu í febrúar 2023 þegar Sólveig Anna og Halldór Benjamín lýstu því yfir í beinni útsendingu að þau myndu fresta fyrirhuguðu verkfalli sem og aflýsa fyrirhuguðu verkbanni. Vísir/Arnar Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Margrét Marteinsdóttir, Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason hlutu í dag blaðamannaverðlaun sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Heimir Már, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2023 fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál. Að mati dómnefndar kristallaðist þetta í viðtali við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson, þáverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu í febrúar 2023. Þar féllust þau á að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og verkbanni ef ný miðlunartillaga yrði lögð fram. Verðlaunahafarnir á Kjarvalsstöðum: (f.h.) Margrét Marteinsdóttir, Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Heimir Bjarnason. Á myndina vantar Sævar Guðmundsson.Anton Brink Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður hjá Heimildinni hlaut viðurkenningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2023 fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna. Í rökstuðningi dómnefndar segir að umfjöllunin hafi afhjúpað að fernur, sem fjölmargir Íslendingar hafi flokkað jafnvel áratugum saman í þeirri trú að þær væru endurunnar, væru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Umfjöllun og rannsókn Bjartmars hafi verið umfangsmikil og teygt sig til margra landa og haft margvísleg áhrif, meðal annars þær að breytingar urðu gerðar á stjórnendateymi Úrvinnslusjóðs og nýtt verklag innleitt við endurvinnslu á drykkjarfernum. Við móttöku verðlaunanna þakkaði Bjartmar yfirmönnum sínum og samstarfsfólki á Heimildinni fyrir traustið og sagði mikilvægt að áfram yrði ráðist í þungar rannsóknir á borð við þessa. Alls hlutu sautján frétta- og þáttagerðarmenn tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna árið 2023.Anton Brink Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni fékk verðlaun fyrir viðtal ársins 2023 sem tekið var við Gyrði Elíasson rithöfund. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Gyrðir hafi í gegnum tíðina forðast kastljós fjölmiðla en í viðtalinu rætt í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hafi glímt við í áratugi, og segi það vera vissan þráð í gegnum öll sín verk. Viðtalið er að sögn dómnefndar yndislestur og afar vel unnið, þar sem ljóðlist Gyrðis sé meðal annars listilega fléttað inn í frásögnina. Margrét sagði mikilvægt að menningarumfjöllun væri hampað og margir fjölmiðlar mættu gera listum hærra undir höfði. Listafólk hafi verið í fararbroddi ýmissa byltinga í gegnum tíðina, sett mál á dagskrá og jafnvel kynnt til leiks ný orð þegar þau eldri höfðu runnið sitt skeið. Margrét sagði það skipta máli að rödd listafólks heyrist og á sama tíma sé vönduð menningarumfjöllun í fjölmiðlum mikilvæg. Stærsta verkefni sitt til þessa Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, hjá Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð fengu viðurkenningu fyrir umfjöllun ársins vegna sjónvarpsþáttanna Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mannlegar hliðar faraldursins hafi verið í forgrunni í þáttunum með áhrifamiklum sögum af því hvernig almenningur tókst á við sjúkdóminn og hraða útbreiðslu hans, sem og sögum af þeim sem stóðu í framlínu baráttunnar fjarri ættingjum sínum. Við móttöku verðlaunanna sagði Jóhannes Kr. að Stormur væri stærsta verkefni sem hann hafi tekið þátt í til þessa og að kvikmyndagerð og blaðamennska hafi þarna mæst á miðri leið. Tökudagar hafi verið rúmlega 400 talsins og 160 viðmælendur komið fram í þáttunum. Jóhannes Kr. bætti við að þegar öll vinnan væri tekin saman teldi hann líklegt að tímakaupið væri lægra en það sem unglingar fái í vinnuskólum landsins. Því skipti máli að styrkja vinnu sjálfstætt starfandi blaðamanna. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þakkaði samstarfsfólki sínu og Erlu Björg Gunnarsdóttur ritstjóra við þetta tilefni.Anton Brink Trúnaður skipti blaðamenn öllu Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sagði við móttöku blaðamannaverðlaunnanna að hann hafi stundum hugsað til þess að oft sé talað um kjaraviðræður eins og keppni og áhersla lögð á það hvort fulltrúar launafólks eða atvinnulífs hafi betur í viðræðum. Í stað þess sé um að ræða hluta af okkar lýðræðislega samfélagi og það skipti máli að samskipti atvinnurekenda og launafólks séu eðlileg, fari fram á lýðræðislegum grundvelli og séu samfélaginu til góða. Heimir bætti við að hann hafi starfað lengi í faginu og lært að það sem mestu skipti, fyrir utan að tala sæmilega vandað mál, sé að eiga trúnað þess fólks sem rætt er við: „Því ef maður brýtur þann trúnað þá á maður ekkert eftir sem blaðamaður, þá er maður eiginlega búinn að vera.“ Þetta skipti ekki síst máli þegar kemur að umfjöllun um kjaraviðræður þar sem mikið eigi sér stað bakvið tjöldin. Þá sé mikilvægt að geta talað við aðalleikendur í trúnaði og fengið upplýsingar um hvað eigi sér stað án þess að upplýsa hvaðan þær koma. Heimir hefur rætt við velflesta stjórnmálamenn landsins og segir alltaf gaman að ræða við sína viðmælendur. Markmiðið sé að sýna áhorfendum hvað þessi manneskja standi fyrir. „Það er ekki mitt mál hvaða skoðanir hún hefur heldur að sýna hver þetta er í raun og veru, hvaða skoðun hefur þessi manneskja í raun og veru og hvaða markmið hún hafi í raun og veru.“ Það komi svo í hlut áhorfenda, lesenda og hlustenda að leggja mat á þær upplýsingar og hvort þetta teljist góður málflutningur. Fréttin hefur verið uppfærð . Fjölmiðlar Tengdar fréttir Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 8. mars 2024 14:23 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Heimir Már, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar hlaut blaðamannaverðlaun ársins 2023 fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um kjaramál. Að mati dómnefndar kristallaðist þetta í viðtali við Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson, þáverandi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu í febrúar 2023. Þar féllust þau á að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og verkbanni ef ný miðlunartillaga yrði lögð fram. Verðlaunahafarnir á Kjarvalsstöðum: (f.h.) Margrét Marteinsdóttir, Heimir Már Pétursson, Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Jóhannes Kr. Kristjánsson og Heimir Bjarnason. Á myndina vantar Sævar Guðmundsson.Anton Brink Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, blaðamaður hjá Heimildinni hlaut viðurkenningu fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins 2023 fyrir fréttaskýringar um endurvinnsluferli drykkjarferna. Í rökstuðningi dómnefndar segir að umfjöllunin hafi afhjúpað að fernur, sem fjölmargir Íslendingar hafi flokkað jafnvel áratugum saman í þeirri trú að þær væru endurunnar, væru brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu. Umfjöllun og rannsókn Bjartmars hafi verið umfangsmikil og teygt sig til margra landa og haft margvísleg áhrif, meðal annars þær að breytingar urðu gerðar á stjórnendateymi Úrvinnslusjóðs og nýtt verklag innleitt við endurvinnslu á drykkjarfernum. Við móttöku verðlaunanna þakkaði Bjartmar yfirmönnum sínum og samstarfsfólki á Heimildinni fyrir traustið og sagði mikilvægt að áfram yrði ráðist í þungar rannsóknir á borð við þessa. Alls hlutu sautján frétta- og þáttagerðarmenn tilnefningu til blaðamannaverðlaunanna árið 2023.Anton Brink Margrét Marteinsdóttir, blaðamaður hjá Heimildinni fékk verðlaun fyrir viðtal ársins 2023 sem tekið var við Gyrði Elíasson rithöfund. Í rökstuðningi dómnefndar segir að Gyrðir hafi í gegnum tíðina forðast kastljós fjölmiðla en í viðtalinu rætt í fyrsta sinn opinskátt um þunglyndi sem hann hafi glímt við í áratugi, og segi það vera vissan þráð í gegnum öll sín verk. Viðtalið er að sögn dómnefndar yndislestur og afar vel unnið, þar sem ljóðlist Gyrðis sé meðal annars listilega fléttað inn í frásögnina. Margrét sagði mikilvægt að menningarumfjöllun væri hampað og margir fjölmiðlar mættu gera listum hærra undir höfði. Listafólk hafi verið í fararbroddi ýmissa byltinga í gegnum tíðina, sett mál á dagskrá og jafnvel kynnt til leiks ný orð þegar þau eldri höfðu runnið sitt skeið. Margrét sagði það skipta máli að rödd listafólks heyrist og á sama tíma sé vönduð menningarumfjöllun í fjölmiðlum mikilvæg. Stærsta verkefni sitt til þessa Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson og Heimir Bjarnason, hjá Reykjavík Media og Purkur kvikmyndagerð fengu viðurkenningu fyrir umfjöllun ársins vegna sjónvarpsþáttanna Stormur sem fjölluðu um Covid 19-faraldurinn á Íslandi. Í rökstuðningi dómnefndar segir að mannlegar hliðar faraldursins hafi verið í forgrunni í þáttunum með áhrifamiklum sögum af því hvernig almenningur tókst á við sjúkdóminn og hraða útbreiðslu hans, sem og sögum af þeim sem stóðu í framlínu baráttunnar fjarri ættingjum sínum. Við móttöku verðlaunanna sagði Jóhannes Kr. að Stormur væri stærsta verkefni sem hann hafi tekið þátt í til þessa og að kvikmyndagerð og blaðamennska hafi þarna mæst á miðri leið. Tökudagar hafi verið rúmlega 400 talsins og 160 viðmælendur komið fram í þáttunum. Jóhannes Kr. bætti við að þegar öll vinnan væri tekin saman teldi hann líklegt að tímakaupið væri lægra en það sem unglingar fái í vinnuskólum landsins. Því skipti máli að styrkja vinnu sjálfstætt starfandi blaðamanna. Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þakkaði samstarfsfólki sínu og Erlu Björg Gunnarsdóttur ritstjóra við þetta tilefni.Anton Brink Trúnaður skipti blaðamenn öllu Heimir Már Pétursson, fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, sagði við móttöku blaðamannaverðlaunnanna að hann hafi stundum hugsað til þess að oft sé talað um kjaraviðræður eins og keppni og áhersla lögð á það hvort fulltrúar launafólks eða atvinnulífs hafi betur í viðræðum. Í stað þess sé um að ræða hluta af okkar lýðræðislega samfélagi og það skipti máli að samskipti atvinnurekenda og launafólks séu eðlileg, fari fram á lýðræðislegum grundvelli og séu samfélaginu til góða. Heimir bætti við að hann hafi starfað lengi í faginu og lært að það sem mestu skipti, fyrir utan að tala sæmilega vandað mál, sé að eiga trúnað þess fólks sem rætt er við: „Því ef maður brýtur þann trúnað þá á maður ekkert eftir sem blaðamaður, þá er maður eiginlega búinn að vera.“ Þetta skipti ekki síst máli þegar kemur að umfjöllun um kjaraviðræður þar sem mikið eigi sér stað bakvið tjöldin. Þá sé mikilvægt að geta talað við aðalleikendur í trúnaði og fengið upplýsingar um hvað eigi sér stað án þess að upplýsa hvaðan þær koma. Heimir hefur rætt við velflesta stjórnmálamenn landsins og segir alltaf gaman að ræða við sína viðmælendur. Markmiðið sé að sýna áhorfendum hvað þessi manneskja standi fyrir. „Það er ekki mitt mál hvaða skoðanir hún hefur heldur að sýna hver þetta er í raun og veru, hvaða skoðun hefur þessi manneskja í raun og veru og hvaða markmið hún hafi í raun og veru.“ Það komi svo í hlut áhorfenda, lesenda og hlustenda að leggja mat á þær upplýsingar og hvort þetta teljist góður málflutningur. Fréttin hefur verið uppfærð .
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 8. mars 2024 14:23 Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Heimir Már, Auður Ösp, Sunna og Elísabet tilnefnd til verðlauna Tilnefningar til blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands voru kynntar í dag og verða verðlaunin veitt að viku liðinni á Kjarvalsstöðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar hlaut þrjár tilnefningar til verðlauna en þrjár tilnefningar eru í hverjum flokki sem eru fjórir talsins: Viðtal ársins, umfjöllun ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og Blaðamannaverðlaun ársins. 8. mars 2024 14:23
Sólveig Anna og Halldór Benjamín til í að slíðra sverðin Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri SA lýstu því yfir í Pallborði Vísis að þau væru tilbúin að aflýsa eða fresta bæði boðuðu verkfalli og vinnubanni ef boð komi frá sáttasemjara um að tekinn verði upp þráður í samningaviðræðum. 24. febrúar 2023 15:17