„Það er verið að rýma Grindavík“ Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 21:08 Skjáskot af gosinu úr vefmyndavél Vísis. Vísir Þyrla Landhelgisgæslunnar er á leið í loftið yfir gossvæðið á Reykjanesi til að afla upplýsinga um eldgosið sem hófst á níunda tímanum. Verið er að lýsa yfir neyðarstigi á svæðinu. Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“ Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Að sögn Hjördísar Guðmundsdóttur hjá Almannavörnum er verið að lýsa yfir neyðarstigi og hún vissi ekki betur en að rýming hafi gengið vel í Grindavík. „Það er verið að aðstoða við rýmingu og á Svartsengissvæðinu. Maður sér á vefmyndavélum þar sem fólk er að keyra í burtu. Það er meiri fjöldi á Svarstengissvæðinu en í Grindavík,“ sagði Hjördís í samtali við Vísi en hún sagði óljóst hversu margir hafi verið í Grindavík. „Við vitum ekki nákvæmlega hvað margir. Það er verið að rýma Grindavík núna en síðustu nætur hefur verið gist í 5-10 húsum.“ Að sögn Hjördísar er þyrla Landhelgisgæslunnar komin í loftið með starfsmenn Almannavarna. Hún sagði ekki miklar upplýsingar að hafa um gosið enn sem komið er en í tilkynningu Almannavarna kemur fram að það sé á svæðinu á milli Stóra-Skógfells og Hagafells. „Ekki nema bara það sem við horfum á. Þyra gæslunnar með okkar fólk er að fara í loftið og þá fáum við nákvæmari upplýsingar. Hve stór spurngan er, hversu mikið umfangið er og hvert hraunið flæðir. Þetta snýst mikið um hjá okkur hvert hraunið er að renna og hvert líklegast er að það renni.“ Í kjölfarið verði byrjað á að greina hvert hraun muni líklegast renna. „Það er byrjað á því þegar upplýsingarnar koma úr þyrlunni. Það má búast við upplýsingum á næsta klukkutíma en þetta gerist allt saman mjög hratt. Vefmyndavélar gefa okkur ansi góða sýn og öllum hinum sem fylgjast með í beinni útsendingu.“
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Almannavarnir Grindavík Tengdar fréttir Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Eldgos er hafið Eldgos hófst við Sundhnúka milli Stóra-Skógfells og Hagafells klukkan 20:23 í kvöld. Aðdragandinn var stuttur. Hraun rennur í tvær áttir og ógnar bæði Grindavíkurvegi og Suðurstrandarvegi. 16. mars 2024 20:27