Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 23:19 Frá gosstöðvunum í kvöld. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. „Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi. Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira
„Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi.
Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Innlent Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Innlent Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Innlent „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Innlent Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Erlent Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Innlent Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Innlent Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Innlent Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Erlent Fleiri fréttir Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Færeyingar leita til Íslands að útvarpsstjóra Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Fleiri ótímabundin verkföll boðuð Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Langflestir hafa minnsta trú á Ingu „Maður úr innsta hring íslenskrar stjórnsýslu“ reyni að afvegaleiða umræðuna Örn skipaður landsbókavörður Boðar samninganefndir kennara á fund í dag Styrkir, kílómetragjald og biðin eftir gosi „Þessi aðgangur hefur bara víst valdið tjóni“ Þingið kafi í styrkveitingarnar Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Tveir sérlega hættulegir gómaðir á Íslandi og gríðarleg fjölgun verkefna Ráðist á bifreiðar með spörkum og hamri Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Sjá meira