Hraunið rennur hratt og stefnir á Suðurstrandarveg Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2024 23:19 Frá gosstöðvunum í kvöld. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson sviðsstjóri hjá Almannavörnum segir að hrauntungurnar tvær frá gosinu við Grindavík valdi mönnum áhyggjum. Stutt er í að hraun renni bæði yfir Grindavíkur- og Suðurstrandaveg. „Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi. Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Titringur á Alþingi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
„Þetta er sennilega að minnsta kosti jafn stórt ef ekki stærra en þau gos sem hafa verið stærst hingað til. Við erum með mikið hraunrennsli í tvær áttir,“ sagði Víðir Reynisson í samtali við Vísi nú rétt í þessu. „Annars vegar er hraunrennsli sem rennur svipað eins og gerðist í febrúar og á mjög stutt eftir í Grindavíkurveginn. Síðan er hin tungan sem er stærri og fer lengra og hún rennur í suður og er komin að varnargörðunum sem eru austan megin við Grindavík.“ Hann segir að síðarnefnda hrauntungan stefni á Suðurstrandaveginn og að hann giski á að hún eigi um kílómeter eftir að veginum. „Hún rennur meðfram þeim og stefnir á Suðurstrandaveginn. Næstu innviðir sem eru í hættu eru Grindavíkurvegurinn og Suðurstrandavegurinn. Við erum ekki með þyrluna á loftinu í augnablikinu. Það sem við sáum áðan þá var það kannski kílómeter og hraunið rennur mjög hratt.“ Víðir segir að þyrla Landhelgisgæslunnar fari í loftið aftur á eftir þegar búið sé að fara yfir stöðu mála. „Það er bara verið að taka eldsneyti og undirbúa næsta flug. Vísindamenn eru að fara yfir stöðuna og gefa skýrslur áður en þeir fara aftur í loftið.“ Þá segir hann að gossprungan virðist ekki hafa lengst en að magn kviku valdi áhyggjum. „Talan er um þrír kílómetrar og ég hef ekki heyrt að hún hafi lengst. Magnið sem kemur upp er það mikið og þessar tvær hrauntungur eru að valda okkur áhyggjum.“ Í vefmyndavélinni hér fyrir neðan sést hrauntungan sem stefnir í átt að varnargörðum austan við Grindavík. Hér má svo sjá vefmyndavél sem snýr að Grindavíkurvegi.
Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Titringur á Alþingi Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira