Magnaður leikmaður með mikið vopnabúr: „Ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 15:30 Dúi fékk verðskuldaða vatnsgusu frá félögunum eftir leik vísir / anton brink Dúi Þór Jónsson átti hreint út sagt magnaðar lokamínútur þegar hann tryggði Álftanesi sigur gegn uppeldisfélagi sínu, Stjörnunni, síðastliðinn fimmtudag. Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Álftanes vann 86-77 eftir æsispennandi leik þar sem Stjarnan leiddi nær allan tímann. Dúi tók við taumunum þegar Álftanes jafnaði leikinn um miðjan fjórða leikhluta kom að 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, dekkaður af Ægi Þór landsliðsfyrirliða. „Þeir mega þakka Stjörnumanninum sem er alinn upp í Ásgarði, Dúa Þóri Jónssyni, fyrir þennan sigur. Síðustu þrjár mínúturnar í þessum leik, það eru bara einhverjar bestu þrjár mínútur hjá leikmanni á tímabilinu“ sagði þáttastjórnandinn Stefán Árni Pálsson. „Tók yfir leikinn. Kemur að öllum körfunum frá 73-74, öllum körfum Álftaness. Hann skorar, gefur stoðsendingu, stelur boltanum, meira að segja með frákast á einhverjum tímapunkti. Tekur ruðning líka. Kemur að öllu“ sagði Ómar Örn Sævarsson“ „Gott að nefna það fyrir unga leikmenn, hann er náttúrulega uppalinn í Stjörnunni, er að spila fyrir þá en fær eiginlega ekki tækifæri. Fer á Akureyri, spilar svo með Álftanesi í 1. deildinni og kemur tilbúinn. Í staðinn fyrir að vera lítill í sér því hann fær ekki tækifæri með sínum uppeldisklúbb fer hann bara og öðlast reynslu Þið sáuð bara þarna, hann var ekki lítill, hann var ekki hræddur og ekki eins og það sé einhver aukvisi að dekka hann, Ægir Þór Steinarsson, landsliðsfyrirliði, var með hann“ hélt Ómar svo áfram. „Hann er vanur að skjóta fleiri þriggja stiga skotum en hann gerði í gær. Hann er með ansi mikið vopnabúr, getur farið að körfunni og klárað með hægri eða vinstri. Að gera þetta á móti Ægi, sem er einn okkar ef ekki bara albesti varnarbakvörður á landinu, það er bara magnað“ bætti Teitur Örlygsson þá við. Þá var dregin upp mögnuð tölfræði af lokamínútum Dúa í leiknum en hann bjó til 14 af síðustu 19 stigum Álftaness, stal bolta, greip frákast og tók ruðning þar að auki. Sjón er sögu líkust og innslagið allt má sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Magnaðar lokamínútur Dúa Þórs
Subway-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum