Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2024 14:01 Aldís og Bára eru á meðal þeirra sem vilja halda i hefðina í Karphúsinu. stöð 2 Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Sjá meira
Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent