Birna Lárusdóttir, upplýsingafulltrúi HS Orku, segir gasmæla hafa pípað vegna mikillar brennisteinsmengunar. RÚV greindi fyrst frá.
Fimm starfsmenn voru við störf hjá HS Orku þegar ákvörðunin var tekin.
Birna segir veðurspána eftir hádegi vera hagstæðari og tekin verði ákvörðun um hvort starfsfólk geti snúið aftur til starfa.
Fréttin er í vinnslu.