Íslendingurinn var handtekinn í Baltimore Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. mars 2024 12:33 Flugvöllurinn í Maryland í Baltimore séð úr lofti. Getty/Greg Pease Íslenskur karlmaður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi í Bandaríkjunum eftir að hafa verið handtekinn á flugvellinum í Baltimore í Bandaríkjunum í síðustu viku með skotvopn í farangri sínum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili mannsins eftir tilkynningu frá bandarískum löggæsluyfirvöldum. Hjördís Sigurbjörnsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að farið hafi verið í eina húsleit og það á heimili mannsins. Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með skotvopnaleyfum hér á landi, segir að lagt hafi verið hald á öll vopn sem fundust á heimilinu. Þannig sé verklagið í slíkum málum. Almennt segir Þórir að þegar svona mál séu til rannsóknar sé fólk svipt tímabundið leyfi áður og vopn fjarlægð af heimili fólks. Í framhaldinu sé tekin ákvörðun til lengri tíma. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að lagt hafi verið hald á mörg skotvopn, bæði skammbyssur og vélbyssur, og íhluti ásamt mikið magn skotfæra. Vel staðið að geymslu Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis eða í eigu annarra. „Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum,“ sagði í tilkynningunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn á sextugsaldri og var handtekinn á flugvellinum í Baltimore. Þórir segir að vel hafi verið staðið að geymslu vopnanna á heimili karlmannsins. Ólöglegur útflutningur litinn alvarlegum augum Fram kom í tilkynningu lögreglu að í flugfarangri karlmannsins hefðu fundist skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku.“ Þórir segir þann anga málsins alfarið til rannsóknar vestan hafs. Almennt sé það þó þannig að til að flytja inn vopn til Íslands þurfi að sækja um innflutningsleyfi. Það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. Þá þurfi eftir því sem hann kemst næst einnig að sækja um útflutningsleyfi í Bandaríkjunum. „Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Strangar kröfur um geymslu Þórir segir aðspurður miklu fleiri með mikinn fjölda vopna á heimili sínu en almenning grunar. Stífar reglur séu þó um skráningu, tiltekin skotvopn séu leyfileg og fari leyfi til innflutnings eftir því hvaða leyfi viðkomandi hafi. „Það eru alltaf nokkur hundruð einstaklinga með sem eiga tugi vopna. En þegar fólk er með safnararéttindi eru gerðar miklu meiri kröfur um geymslu á vopnunum,“ segir Þórir. Nýsamþykkt vopnalög krefjist þess meðal annars að við fyrsta vopn þurfi eigendur vopna að notast við viðurkenndan skotvopnaskáp. Það hafi áður verið við fjórða vopn. Til að hafa safnaraleyfi þarf umsækjandi að ráða yfir byssuskáp og að auki þarf að vera öryggiskerfi í því húsnæði sem byssuskápurinn er staðsettur í. Þá þarf úttekt og samþykki lögreglustjóra sem og slökkviliðsstjóra. Sé þetta ekki til staðar fær viðkomandi ekki safnaraleyfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þann anga málsins sem snýr að vopnum og íhlutum sem fundust hér á landi sem ekki var leyfi fyrir. Tilkynningu lögreglu má sjá í heild að neðan. Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum. Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins. Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng. Fréttastofa tekur við ábendingum um þetta mál sem önnur á netfangið ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Lögreglumál Skotvopn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Hjördís Sigurbjörnsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að farið hafi verið í eina húsleit og það á heimili mannsins. Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem hefur yfirumsjón með skotvopnaleyfum hér á landi, segir að lagt hafi verið hald á öll vopn sem fundust á heimilinu. Þannig sé verklagið í slíkum málum. Almennt segir Þórir að þegar svona mál séu til rannsóknar sé fólk svipt tímabundið leyfi áður og vopn fjarlægð af heimili fólks. Í framhaldinu sé tekin ákvörðun til lengri tíma. Fram kom í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að lagt hafi verið hald á mörg skotvopn, bæði skammbyssur og vélbyssur, og íhluti ásamt mikið magn skotfæra. Vel staðið að geymslu Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis eða í eigu annarra. „Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum,“ sagði í tilkynningunni. Samkvæmt heimildum fréttastofu er karlmaðurinn á sextugsaldri og var handtekinn á flugvellinum í Baltimore. Þórir segir að vel hafi verið staðið að geymslu vopnanna á heimili karlmannsins. Ólöglegur útflutningur litinn alvarlegum augum Fram kom í tilkynningu lögreglu að í flugfarangri karlmannsins hefðu fundist skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. „Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku.“ Þórir segir þann anga málsins alfarið til rannsóknar vestan hafs. Almennt sé það þó þannig að til að flytja inn vopn til Íslands þurfi að sækja um innflutningsleyfi. Það hafi ekki verið gert í þessu tilfelli. Þá þurfi eftir því sem hann kemst næst einnig að sækja um útflutningsleyfi í Bandaríkjunum. „Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Strangar kröfur um geymslu Þórir segir aðspurður miklu fleiri með mikinn fjölda vopna á heimili sínu en almenning grunar. Stífar reglur séu þó um skráningu, tiltekin skotvopn séu leyfileg og fari leyfi til innflutnings eftir því hvaða leyfi viðkomandi hafi. „Það eru alltaf nokkur hundruð einstaklinga með sem eiga tugi vopna. En þegar fólk er með safnararéttindi eru gerðar miklu meiri kröfur um geymslu á vopnunum,“ segir Þórir. Nýsamþykkt vopnalög krefjist þess meðal annars að við fyrsta vopn þurfi eigendur vopna að notast við viðurkenndan skotvopnaskáp. Það hafi áður verið við fjórða vopn. Til að hafa safnaraleyfi þarf umsækjandi að ráða yfir byssuskáp og að auki þarf að vera öryggiskerfi í því húsnæði sem byssuskápurinn er staðsettur í. Þá þarf úttekt og samþykki lögreglustjóra sem og slökkviliðsstjóra. Sé þetta ekki til staðar fær viðkomandi ekki safnaraleyfi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þann anga málsins sem snýr að vopnum og íhlutum sem fundust hér á landi sem ekki var leyfi fyrir. Tilkynningu lögreglu má sjá í heild að neðan. Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum. Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins. Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng. Fréttastofa tekur við ábendingum um þetta mál sem önnur á netfangið ritstjorn@visir.is. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mikið af skotvopnum, m.a. skammbyssur og vélbyssur, og íhlutum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Megnið af þeim vopnum sem fundust við leitina eru í eigu húsráðanda enda skráð á hann í skotvopnaskrá. Þó er ljóst að hluti vopnanna er það ekki og viðkomandi vopn ekki skráð hérlendis. Auk þessa var haldlagt nokkuð af skotgeymum sem ekki eru löglegir til innflutnings hérlendis, hljóðdeyfar og fleira smálegt. Húsráðandinn sem um ræðir er með skotvopnaleyfi og er með leyfi fyrir öllum þeim flokkum skotvopna sem í boði eru hérlendis, þ.m.t. safnvopnum. Tilurð málsins er að húsráðandi, sem er íslenskur karlmaður, var handtekinn á flugvelli í Bandaríkjunum í síðustu viku. Hann var á leið sinni til Íslands, en í flugfarangri hans fundust skotvopn, íhlutir skotvopna og skotfæri. Ólöglegur útflutningur skotvopna og tengdra hluta er litinn mjög alvarlegum augum vestanhafs og hefur maðurinn því setið í varðhaldi allt frá handtöku. Íslensk lögregla fékk í kjölfarið greinargóða tilkynningu um málið frá bandarískum löggæsluyfirvöldum og í framhaldinu fékk Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu húsleitarheimild á heimili mannsins. Lögreglan hvetur alla þá sem hyggjast flytja til landsins skotvopn, skotfæri eða tengda hluti að gera slíkt á löglegan hátt. Í öllum tilvikum þarf að liggja fyrir innflutningsleyfi lögreglu áður en slíkt er flutt til Íslands og í mörgum tilvikum þarf líka útflutningsleyfi frá brottfararlandinu. Vopnasmygl er víða um heim lagt að jöfnu við skipulagða brota- eða hryðjuverkastarfsemi og viðurlög við slíku því jafnan mjög ströng.
Bandaríkin Lögreglumál Skotvopn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Stefnir í smölun og mannmergð á fundi Heimdallar Sjá meira
Haldlögðu mikið magn skotvopna á höfuðborgarsvæðinu Mikið af skotvopnum, meðal annars skammbyssur og vélbyssur, og íhlututum skotvopna, ásamt miklu magni af skotfærum var haldlagt við húsleit lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. 18. mars 2024 11:34