Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Breiðablik 120-86 | Heimamenn flugu upp í 2. sætið Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. mars 2024 22:00 Njarðvík vann þægilegan sigur í kvöld. Vísir/Diego Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. Það voru gestirnir úr Breiðablik sem byrjuðu leikinn af krafti og settu niður þrist í fyrstu sókn til að taka forystuna. Það var mikill kraftur í gestunum í byrjun sem létu Njarðvíkinga hafa vel fyrir sér á fyrstu mínútunum. Liðin skiptust á því að taka forystuna fyrst um sinn og spiluðu bæði lið frábæran körfubolta. Menn voru óhræddir við að keyra á körfuna í báðum liðum var mikið jafnræði með liðunum alveg þar til um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Njarðvíkingar tóku þá yfir leikinn og komust í frábært áhlaup þar sem allt virtist detta fyrir þá og varnarlega voru þeir að halda aftur af sprækum Blikum. Njarðvík settu síðustu tíu stigin í leikhlutanum og þar á meðal alvöru flautukörfu þar sem Snjólfur Stefánsson setti niður frábæran þrist úr horninu fyrir Njarðvík og heimamenn leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta 42-32. Dwayne Lautier-Ogunleye byrjaði annan leikhluta á því að komast á vítalínuna og setja niður eitt vítaskot. Arnar Tandrason svaraði með þrist fyrir gestina. Njarðvíkingar komust þá í annað áhlaup og settu niður átján stig áður en næsta karfa kom frá gestunum. Það var allt að falla með heimamönnum sem voru búnir að setja 50 stig á töfluna þegar um 13 mínútur voru búnar af leiknum. Heimamenn héldu áfram að negla stigum á töfluna þar sem allt virtist vera að falla fyrir þá. Njarðvík endaði á að setja niður 73 stig í fyrri hálfleik og leiddu í hlé með 25 stig mun, 73-48. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og settu niður fyrstu sex stigin áður en Breiðablik komst á blað. Þriðji leikhlutinn spilaðist svolítið eins og við var að búast. Njarðvíkingar höfðu öll völd og nánast gátu skorað af vild. Breiðablik kom þó með fínt áhlaup á þá seinni hlutan á leikhlutanum en það var fyrir löngu orðið of seint fyrir gestina. Njarðvíkingar kláruðu leikhlutann sterkt og náðu að koma 100 stigum á töfluna áður en leikhlutanum lauk. Njarðvík leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 37 stigum, 100-63. Í fjórða leikhluta fóru Njarðvíkingar að rúlla á liðinu sínu og gefa leikmönnum mikilvægar mínútur fyrir framhaldið. Breiðablik reyndu að saxa á forskot heimamanna en allt kom fyrir ekki og Njarðvíkingar fóru að lokum með gríðarleg öruggan 34 stiga sigur af hólmi 120-86. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar sigldu fram úr undir lok fyrsta leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. Það fór allt ofan í fyrir heimamenn sem kafsigldu gestina úr Kópavogi og sigurinn aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Chaz Williams stýrði þessum leik eins og kóngur. Skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Dwayne Lautier-Ogunleye var einnig frábær í liði heimamanna. Var stigahæstur á vellinum með 27 stig og gaf að auki fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Vörn Breiðabliks gekk ekkert sérstaklega. Fá á sig 50 stig eftir 13 mín og 100 stig eftir þrjá leikhluta svo eitthvað sé nefnt. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir nágranna sína í Keflavík í stórleik næstu umferðar. Breiðablik heimsækir Val á hlíðarenda. „Get ekki skammað þá í kvöld“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink „Njarðvíkingar voru bara frábærir og hittu alveg svakalega svo það var erfitt að eiga við þá. Þeir eru með góða menn sem að við ráðum illa við einn á einn eins og Dwayne og Chaz, þegar hinir eru svo farnir að hitta fyrir utan þá er þetta orðið gríðarlega erfitt fyrir okkur. Sérstaklega þegar við missum Sölva út í upphitun og svo meiðist Árni strax í byrjun og Keith var veikur og náði sér aldrei á strik. Þá eru þrír farnir úr byrjunarliðinu og það er ekki hægt að segja að við séum með einhverja svakalega reynslu á bekknum. Það er erfitt og sérstaklega þegar Njarðvík spilar svona vel,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Breiðabliks eftir leik. „Það sem mér fannst þó við okkur var að mér fannst við vera leggja okkur betur fram í kvöld heldur en á móti Keflavík. Mér fannst við vera miklu duglegri í dag heldur en við vorum í síðasta leik og það finnst mér jákvætt en Njarðvíkingarnir voru bara mjög góðir.“ Breiðablik héldu vel í við Njarðvíkingana í upphafi leiks en svo misstu þeir öll tök á leiknum þegar inn í annan leikhluta var komið. „Við skorum fjögur stig held ég fyrstu sjö mínúturnar í öðrum leikhluta og þá náttúrulega ná þeir þessum mun og þá er þetta komið. Það var alveg ljóst að við héldum í við þá með því að hitta vel og sóknarleikurinn var góður í fyrsta leikhluta en það var alveg ljóst að við vorum ekki að fara skora 30 stig í öllum leikhlutum. Ef við ætlum að hleypa þeim í 30 stig í öllum leikhlutum þá myndum við tapa sem varð raunin. Það var alveg ljóst að við myndum aldrei vinna Njarðvík í einhverjum ‘scoring game’. Við réðum illa við þá varnarlega. Við vorum að reyna að loka teig en þá hittu þeir fyrir utan og þá er þetta bara erfitt.“ Ívari fannst sitt lið sýna betri frammistöðu í kvöld heldur en í síðustu umferð gegn Keflavík og var ánægður með dugnaðinn í sínum mönnum. „Við hefðum þurft að vera með fullt lið til þess að geta staðið eitthvað í Njarðvík það var alveg ljóst. Njarðvík eru bara að spila vel og eru með bullandi sjálfstraust og við erum kannski ekkert með bullandi sjálfstraust. Sem ungt lið þá hefðum við þurft að vera með meira sjálfstraust og hefðum þurft að vera með fullt lið en við vorum bara að spila á móti liði sem spilaði gríðarlega vel í kvöld. Ég sagði við strákana inni í klefa að ég var hundfúll eftir leikinn á móti Keflavík af því mér fannst við ekki vera nógu duglegir en ég get ekki skammað þá í kvöld af því mér fannst þeir alveg vega duglegir. Njarðvík voru bara frábærir.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Breiðablik
Njarðvík tyllti sér upp í 2. sæti Subway-deildar karla í körfubolta með því að kjöldraga fallna Blika 120-86. Um var að ræða leik sem var frestað vegna skorts á heitu vatni, í kjölfar eldgoss á Reykjanesskaga í síðasta mánuði. Það voru gestirnir úr Breiðablik sem byrjuðu leikinn af krafti og settu niður þrist í fyrstu sókn til að taka forystuna. Það var mikill kraftur í gestunum í byrjun sem létu Njarðvíkinga hafa vel fyrir sér á fyrstu mínútunum. Liðin skiptust á því að taka forystuna fyrst um sinn og spiluðu bæði lið frábæran körfubolta. Menn voru óhræddir við að keyra á körfuna í báðum liðum var mikið jafnræði með liðunum alveg þar til um tvær mínútur voru eftir af leikhlutanum. Njarðvíkingar tóku þá yfir leikinn og komust í frábært áhlaup þar sem allt virtist detta fyrir þá og varnarlega voru þeir að halda aftur af sprækum Blikum. Njarðvík settu síðustu tíu stigin í leikhlutanum og þar á meðal alvöru flautukörfu þar sem Snjólfur Stefánsson setti niður frábæran þrist úr horninu fyrir Njarðvík og heimamenn leiddu með tíu stigum eftir fyrsta leikhluta 42-32. Dwayne Lautier-Ogunleye byrjaði annan leikhluta á því að komast á vítalínuna og setja niður eitt vítaskot. Arnar Tandrason svaraði með þrist fyrir gestina. Njarðvíkingar komust þá í annað áhlaup og settu niður átján stig áður en næsta karfa kom frá gestunum. Það var allt að falla með heimamönnum sem voru búnir að setja 50 stig á töfluna þegar um 13 mínútur voru búnar af leiknum. Heimamenn héldu áfram að negla stigum á töfluna þar sem allt virtist vera að falla fyrir þá. Njarðvík endaði á að setja niður 73 stig í fyrri hálfleik og leiddu í hlé með 25 stig mun, 73-48. Njarðvíkingar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og settu niður fyrstu sex stigin áður en Breiðablik komst á blað. Þriðji leikhlutinn spilaðist svolítið eins og við var að búast. Njarðvíkingar höfðu öll völd og nánast gátu skorað af vild. Breiðablik kom þó með fínt áhlaup á þá seinni hlutan á leikhlutanum en það var fyrir löngu orðið of seint fyrir gestina. Njarðvíkingar kláruðu leikhlutann sterkt og náðu að koma 100 stigum á töfluna áður en leikhlutanum lauk. Njarðvík leiddi fyrir síðasta leikhlutann með 37 stigum, 100-63. Í fjórða leikhluta fóru Njarðvíkingar að rúlla á liðinu sínu og gefa leikmönnum mikilvægar mínútur fyrir framhaldið. Breiðablik reyndu að saxa á forskot heimamanna en allt kom fyrir ekki og Njarðvíkingar fóru að lokum með gríðarleg öruggan 34 stiga sigur af hólmi 120-86. Af hverju vann Njarðvík? Njarðvíkingar sigldu fram úr undir lok fyrsta leikhluta og litu aldrei um öxl eftir það. Það fór allt ofan í fyrir heimamenn sem kafsigldu gestina úr Kópavogi og sigurinn aldrei í hættu. Hverjir stóðu upp úr? Chaz Williams stýrði þessum leik eins og kóngur. Skoraði 24 stig og gaf tíu stoðsendingar. Dwayne Lautier-Ogunleye var einnig frábær í liði heimamanna. Var stigahæstur á vellinum með 27 stig og gaf að auki fjórar stoðsendingar. Hvað gekk illa? Vörn Breiðabliks gekk ekkert sérstaklega. Fá á sig 50 stig eftir 13 mín og 100 stig eftir þrjá leikhluta svo eitthvað sé nefnt. Hvað gerist næst? Njarðvík heimsækir nágranna sína í Keflavík í stórleik næstu umferðar. Breiðablik heimsækir Val á hlíðarenda. „Get ekki skammað þá í kvöld“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. Vísir/Anton Brink „Njarðvíkingar voru bara frábærir og hittu alveg svakalega svo það var erfitt að eiga við þá. Þeir eru með góða menn sem að við ráðum illa við einn á einn eins og Dwayne og Chaz, þegar hinir eru svo farnir að hitta fyrir utan þá er þetta orðið gríðarlega erfitt fyrir okkur. Sérstaklega þegar við missum Sölva út í upphitun og svo meiðist Árni strax í byrjun og Keith var veikur og náði sér aldrei á strik. Þá eru þrír farnir úr byrjunarliðinu og það er ekki hægt að segja að við séum með einhverja svakalega reynslu á bekknum. Það er erfitt og sérstaklega þegar Njarðvík spilar svona vel,“ sagði Ívar Ásgrímsson þjálfari Breiðabliks eftir leik. „Það sem mér fannst þó við okkur var að mér fannst við vera leggja okkur betur fram í kvöld heldur en á móti Keflavík. Mér fannst við vera miklu duglegri í dag heldur en við vorum í síðasta leik og það finnst mér jákvætt en Njarðvíkingarnir voru bara mjög góðir.“ Breiðablik héldu vel í við Njarðvíkingana í upphafi leiks en svo misstu þeir öll tök á leiknum þegar inn í annan leikhluta var komið. „Við skorum fjögur stig held ég fyrstu sjö mínúturnar í öðrum leikhluta og þá náttúrulega ná þeir þessum mun og þá er þetta komið. Það var alveg ljóst að við héldum í við þá með því að hitta vel og sóknarleikurinn var góður í fyrsta leikhluta en það var alveg ljóst að við vorum ekki að fara skora 30 stig í öllum leikhlutum. Ef við ætlum að hleypa þeim í 30 stig í öllum leikhlutum þá myndum við tapa sem varð raunin. Það var alveg ljóst að við myndum aldrei vinna Njarðvík í einhverjum ‘scoring game’. Við réðum illa við þá varnarlega. Við vorum að reyna að loka teig en þá hittu þeir fyrir utan og þá er þetta bara erfitt.“ Ívari fannst sitt lið sýna betri frammistöðu í kvöld heldur en í síðustu umferð gegn Keflavík og var ánægður með dugnaðinn í sínum mönnum. „Við hefðum þurft að vera með fullt lið til þess að geta staðið eitthvað í Njarðvík það var alveg ljóst. Njarðvík eru bara að spila vel og eru með bullandi sjálfstraust og við erum kannski ekkert með bullandi sjálfstraust. Sem ungt lið þá hefðum við þurft að vera með meira sjálfstraust og hefðum þurft að vera með fullt lið en við vorum bara að spila á móti liði sem spilaði gríðarlega vel í kvöld. Ég sagði við strákana inni í klefa að ég var hundfúll eftir leikinn á móti Keflavík af því mér fannst við ekki vera nógu duglegir en ég get ekki skammað þá í kvöld af því mér fannst þeir alveg vega duglegir. Njarðvík voru bara frábærir.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum