Hvítþvottur á fótboltavellinum – leikur Íslands við Ísrael í undankeppni EM 2024 Hrönn G. Guðmundsdóttir skrifar 18. mars 2024 14:30 Fimmtudaginn nk. 21. mars leikur íslenska karlalandsliðið í fótbolta við karlalandslið Ísraels í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í skugga árása Ísraels á Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher myrt að minnsta kosti 31 þúsund manns á Gaza og sært 73 þúsund og hundruð þúsunda íbúa svæðisins standa frammi fyrir manngerðri hungursneyð af völdum umsáturs Ísraelshers. Ákall hefur borist víða að um að FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) og UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) víki Ísrael úr keppni á alþjóðavettvangi vegna árásanna á Gaza, rétt eins og Rússum var vikið úr keppni árið 2022 vegna innrásarinnar í Úkraínu. Alþjóðlega BDS hreyfingin er ein þeirra sem hafa sent út slíkt ákall sem og jórdanski prinsinn Ali bin Hussein, fyrrum frambjóðandi til formanns FIFA. Tólf fótboltasambönd í Mið-Austurlöndum hafa kallað eftir því sama, auk þrettán þingmanna á Evrópuþinginu en í þeirra erindi til FIFA og UEFA segir að „íþróttir geti ekki þjónað sem vettvangur þeirra sem brjóta grundvallarréttindi heils samfélags.“ Bæði UEFA og FIFA hafa að mestu svarað þessu ákalli með þögninni, en UEFA hefur þó gefið út að sambandið hafi alls ekki í hyggju að vísa Ísrael frá keppni og að málið sé alls ekki hliðstætt innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur ekki á óvart, en FIFA hefur um árabil virt að vettugi ákall alþjóðlegra mannréttindasamtaka um að banna liðum frá ólöglegum landtökubyggðum Ísraela að spila í deildum í Ísrael. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) beitir svipuðum þegjandahætti um leikinn og FIFA og UEFA. Fulltrúar KSÍ segja ekki hafa komið til umræðu innan sambandsins að sniðganga leikinn og vísa í raun ábyrgðinni alfarið til UEFA. KSÍ hefur hins vegar hvorki kallað eftir því að Ísraelum verði vikið úr keppni né gagnrýnt UEFA fyrir að grípa ekki til aðgerða. Það er því ljóst að það er enginn raunverulegur vilji hjá KSÍ, UEFA eða FIFA til að beita Ísraelsríki þrýstingi á vettvangi fótboltans. Eini maðurinn úr röðum KSÍ sem hefur opinberlega haft uppi efasemdir um leikinn er Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska liðsins. Í viðtali við Vísi lét Hareide hafa eftir sér að „við ættum ekki að vera að spila þennan leik“ vegna stöðunnar á Gaza og að hann myndi „hika við að spila við Ísrael ... vegna þess sem þeir hafa gert við konur, börn og aðra saklausa borgara.“ (Sindri Sverrisson, Vísir.is, 2. mars). Hann hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því hvernig leikurinn leggist í leikmenn íslenska liðsins. Hareide segir samt að „við verðum að skipta um hugarfar“ og muna að ísraelsku leikmennirnir séu ekki hermenn og að „ef þeir yrðu spurðir þá horfir eðlilegt fólk á myndirnar frá Gaza og veit að þetta er ekki rétt.“ Það sem Hareide er í raun að biðja um er að við einbeitum okkur bara að fótboltanum, leggjum ásakanir um þjóðarmorð til hliðar og aðskiljum ísraelsku leikmennina frá verkum Ísraels þó þeir séu fulltrúar þjóðarinnar. En er raunsætt að gera ráð fyrir því að ísraelsku leikmennirnir hljóti að sjá að það sem er að gerast á Gaza sé „ekki rétt“? Í hópnum sem á að spila á móti Íslandi á fimmtudaginn er framherjinn Shon Weissman. Hann var kærður fyrir hatursorðræðu á Spáni í kjölfar tísta sem hann sendi frá sér og deildi á X (áður Twitter) í kjölfar árása Hamas 7. október. Weissman deildi þá færslum á borð við “Af hverju í ósköpunum er ekki nú þegar búið að varpa 200 tonnum af sprengjum á Gaza?“, „Allir á Gaza styðja hryðjuverk. Allir á Gaza eru dauðans matur“ og „Af hverju skýtur Ezael hann ekki í hausinn?“[1]. Þessu síðasta fylgdi mynd af ísraelskum hermanni með tvo fáklædda Palestínumenn í haldi. Horfir Shon Weissman á myndir frá Gaza og veit að það sem þær sýna er „ekki rétt“? Er enginn sem þarf að segja honum það? Er engin þörf fyrir Ísland að andmæla? Ísraelska fótboltasambandið tekur þetta mál greinilega ekki nærri sér en svo að Weissman er á blaði fyrir leikinn við Ísland – ætli hann skori kannski mark á móti Íslandi, eins og hann gerði þegar Ísland lék við Ísrael í þjóðadeildinni 2022? UEFA og KSÍ hafa sett leikmenn íslenska liðsins í þá ömurlegu stöðu að spila gegn fulltrúum ríkis sem stundar ógeðfelldar og ofsafengnar árásir á almenna borgara og þverbrýtur alþjóðleg mannréttindalög. Ísraelsríki hefur vegna framgöngu sinnar verið ákært fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og samkvæmt bráðabirgðaúrskurði telur dómstóllinn trúlegt að um þjóðarmorð sé að ræða. Alþjóðadómstóllinn í Haag er æðsti dómstóll veraldar og þjóðarmorð er alvarlegasti glæpur sem fyrirfinnst. Kjarninn í þessu máli er sá að þátttaka í alþjóðlegum keppnum og viðburðum, hvort sem það er á sviði íþrótta eða menningar, veitir Ísraelsríki vettvang til að hvítþvo sig af glæpum sínum. Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar við landslið Ísraels sendum við íbúum Palestínu og öllum heiminum þau skilaboð að við teljum glæpi Ísraelsríkis ekki svo alvarlega að þeir hafi nokkur áhrif á samskipti þjóðanna. Þvert á yfirlýsingar um að fótbolti sé bara fótbolti hefur sagan margoft sýnt okkur að á fótboltavellinum er tækifæri til að taka siðferðilega afstöðu gegn óréttlæti, aðskilnaðarstefnu, mannréttindabrotum og ofbeldi. UEFA og KSÍ velja að líta fram hjá þessu og leggja þannig blessun sína yfir glæpi Ísraelsríkis. Síðan árásir Ísraelsríkis hófust hefur herinn drepið að meðaltali eitt barn á 15 mínútna fresti, sem þýðir að það má áætla að sex börn verði drepin þær 90 mínútur sem leikur Ísraels og Íslands stendur yfir. Þátttaka Íslands í þessum landsleik er smánarblettur sem seint verður hægt að afmá af íslenskri knattspyrnu. Það skiptir engu máli hvernig þessi leikur endar. Ísland hefur beygt sig. Ísrael er búið að sigra. Höfundur er umhverfisfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi. [1] Þýðingar á íslensku úr ensku en tístin voru upphaflega á hebresku. https://eu.usatoday.com/story/sports/soccer/2023/10/20/israel-forward-shon-weissman-to-sit-out-spanish-league-game-over-security-concerns/71253419007/ https://getfootballnewsspain.com/agent-of-granada-forward-shon-weissman-responds-to-alleged-anti-palestinian-hate-crime/?expand_article=1 https://www.ilmattino.it/en/shon_weissman_from_spain_to_italy_amid_controversies-7910502.html?refresh_ce Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landslið karla í fótbolta KSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fimmtudaginn nk. 21. mars leikur íslenska karlalandsliðið í fótbolta við karlalandslið Ísraels í undankeppni EM 2024. Leikurinn fer fram í skugga árása Ísraels á Gaza. Þegar þetta er skrifað hefur Ísraelsher myrt að minnsta kosti 31 þúsund manns á Gaza og sært 73 þúsund og hundruð þúsunda íbúa svæðisins standa frammi fyrir manngerðri hungursneyð af völdum umsáturs Ísraelshers. Ákall hefur borist víða að um að FIFA (Alþjóða knattspyrnusambandið) og UEFA (Knattspyrnusamband Evrópu) víki Ísrael úr keppni á alþjóðavettvangi vegna árásanna á Gaza, rétt eins og Rússum var vikið úr keppni árið 2022 vegna innrásarinnar í Úkraínu. Alþjóðlega BDS hreyfingin er ein þeirra sem hafa sent út slíkt ákall sem og jórdanski prinsinn Ali bin Hussein, fyrrum frambjóðandi til formanns FIFA. Tólf fótboltasambönd í Mið-Austurlöndum hafa kallað eftir því sama, auk þrettán þingmanna á Evrópuþinginu en í þeirra erindi til FIFA og UEFA segir að „íþróttir geti ekki þjónað sem vettvangur þeirra sem brjóta grundvallarréttindi heils samfélags.“ Bæði UEFA og FIFA hafa að mestu svarað þessu ákalli með þögninni, en UEFA hefur þó gefið út að sambandið hafi alls ekki í hyggju að vísa Ísrael frá keppni og að málið sé alls ekki hliðstætt innrás Rússa í Úkraínu. Þetta kemur ekki á óvart, en FIFA hefur um árabil virt að vettugi ákall alþjóðlegra mannréttindasamtaka um að banna liðum frá ólöglegum landtökubyggðum Ísraela að spila í deildum í Ísrael. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) beitir svipuðum þegjandahætti um leikinn og FIFA og UEFA. Fulltrúar KSÍ segja ekki hafa komið til umræðu innan sambandsins að sniðganga leikinn og vísa í raun ábyrgðinni alfarið til UEFA. KSÍ hefur hins vegar hvorki kallað eftir því að Ísraelum verði vikið úr keppni né gagnrýnt UEFA fyrir að grípa ekki til aðgerða. Það er því ljóst að það er enginn raunverulegur vilji hjá KSÍ, UEFA eða FIFA til að beita Ísraelsríki þrýstingi á vettvangi fótboltans. Eini maðurinn úr röðum KSÍ sem hefur opinberlega haft uppi efasemdir um leikinn er Åge Hareide, landsliðsþjálfari íslenska liðsins. Í viðtali við Vísi lét Hareide hafa eftir sér að „við ættum ekki að vera að spila þennan leik“ vegna stöðunnar á Gaza og að hann myndi „hika við að spila við Ísrael ... vegna þess sem þeir hafa gert við konur, börn og aðra saklausa borgara.“ (Sindri Sverrisson, Vísir.is, 2. mars). Hann hefur einnig lýst yfir áhyggjum sínum af því hvernig leikurinn leggist í leikmenn íslenska liðsins. Hareide segir samt að „við verðum að skipta um hugarfar“ og muna að ísraelsku leikmennirnir séu ekki hermenn og að „ef þeir yrðu spurðir þá horfir eðlilegt fólk á myndirnar frá Gaza og veit að þetta er ekki rétt.“ Það sem Hareide er í raun að biðja um er að við einbeitum okkur bara að fótboltanum, leggjum ásakanir um þjóðarmorð til hliðar og aðskiljum ísraelsku leikmennina frá verkum Ísraels þó þeir séu fulltrúar þjóðarinnar. En er raunsætt að gera ráð fyrir því að ísraelsku leikmennirnir hljóti að sjá að það sem er að gerast á Gaza sé „ekki rétt“? Í hópnum sem á að spila á móti Íslandi á fimmtudaginn er framherjinn Shon Weissman. Hann var kærður fyrir hatursorðræðu á Spáni í kjölfar tísta sem hann sendi frá sér og deildi á X (áður Twitter) í kjölfar árása Hamas 7. október. Weissman deildi þá færslum á borð við “Af hverju í ósköpunum er ekki nú þegar búið að varpa 200 tonnum af sprengjum á Gaza?“, „Allir á Gaza styðja hryðjuverk. Allir á Gaza eru dauðans matur“ og „Af hverju skýtur Ezael hann ekki í hausinn?“[1]. Þessu síðasta fylgdi mynd af ísraelskum hermanni með tvo fáklædda Palestínumenn í haldi. Horfir Shon Weissman á myndir frá Gaza og veit að það sem þær sýna er „ekki rétt“? Er enginn sem þarf að segja honum það? Er engin þörf fyrir Ísland að andmæla? Ísraelska fótboltasambandið tekur þetta mál greinilega ekki nærri sér en svo að Weissman er á blaði fyrir leikinn við Ísland – ætli hann skori kannski mark á móti Íslandi, eins og hann gerði þegar Ísland lék við Ísrael í þjóðadeildinni 2022? UEFA og KSÍ hafa sett leikmenn íslenska liðsins í þá ömurlegu stöðu að spila gegn fulltrúum ríkis sem stundar ógeðfelldar og ofsafengnar árásir á almenna borgara og þverbrýtur alþjóðleg mannréttindalög. Ísraelsríki hefur vegna framgöngu sinnar verið ákært fyrir þjóðarmorð fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og samkvæmt bráðabirgðaúrskurði telur dómstóllinn trúlegt að um þjóðarmorð sé að ræða. Alþjóðadómstóllinn í Haag er æðsti dómstóll veraldar og þjóðarmorð er alvarlegasti glæpur sem fyrirfinnst. Kjarninn í þessu máli er sá að þátttaka í alþjóðlegum keppnum og viðburðum, hvort sem það er á sviði íþrótta eða menningar, veitir Ísraelsríki vettvang til að hvítþvo sig af glæpum sínum. Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta spilar við landslið Ísraels sendum við íbúum Palestínu og öllum heiminum þau skilaboð að við teljum glæpi Ísraelsríkis ekki svo alvarlega að þeir hafi nokkur áhrif á samskipti þjóðanna. Þvert á yfirlýsingar um að fótbolti sé bara fótbolti hefur sagan margoft sýnt okkur að á fótboltavellinum er tækifæri til að taka siðferðilega afstöðu gegn óréttlæti, aðskilnaðarstefnu, mannréttindabrotum og ofbeldi. UEFA og KSÍ velja að líta fram hjá þessu og leggja þannig blessun sína yfir glæpi Ísraelsríkis. Síðan árásir Ísraelsríkis hófust hefur herinn drepið að meðaltali eitt barn á 15 mínútna fresti, sem þýðir að það má áætla að sex börn verði drepin þær 90 mínútur sem leikur Ísraels og Íslands stendur yfir. Þátttaka Íslands í þessum landsleik er smánarblettur sem seint verður hægt að afmá af íslenskri knattspyrnu. Það skiptir engu máli hvernig þessi leikur endar. Ísland hefur beygt sig. Ísrael er búið að sigra. Höfundur er umhverfisfræðingur og í BDS sniðgönguhreyfingunni á Íslandi. [1] Þýðingar á íslensku úr ensku en tístin voru upphaflega á hebresku. https://eu.usatoday.com/story/sports/soccer/2023/10/20/israel-forward-shon-weissman-to-sit-out-spanish-league-game-over-security-concerns/71253419007/ https://getfootballnewsspain.com/agent-of-granada-forward-shon-weissman-responds-to-alleged-anti-palestinian-hate-crime/?expand_article=1 https://www.ilmattino.it/en/shon_weissman_from_spain_to_italy_amid_controversies-7910502.html?refresh_ce
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar