Telur að Kvika greiði út um fimmtán milljarða við söluna á TM
![Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, og Ármann Þorvaldsson, bankastjóri Kviku,](https://www.visir.is/i/540D607DB22FB4CB5A375D0F6596018DBD556EE10B76B76E3A6830735EEB616C_713x0.jpg)
Söluverð Kviku á TM var í samræmi við væntingar hlutabréfagreinenda sem telur að Kvika verði „sterkari“ eftir söluna en segir slæmt að fjárþurfa ríkissjóður sé með þessum kaupum Landsbankans að „dæla peningum inn í hagkerfið með vinstri hendinni.“ Sjóðstjóri reiknar með að Kvika muni greiða út um fimmtán milljarða samhliða sölunni í formi arðgreiðslna eða endurkaupum á eigin bréfum og hluthafar fái því ríflegan hluta söluverðsins til sín.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/DCD95AC8B36883130A8FC302ABBA9DD903672639C9B3F5C76F3DF354A902CEC9_308x200.jpg)
Undantekning að samspil trygginga- og fjármálastarfsemi „gangi ekki vel“
Forstjóri Skaga, móðurfélag tryggingafélagsins VÍS, Fossa fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar, segist sjá mikil tækifæri í samþættingu í tryggingafélagsins við fjármálstarfsemi. Reynslan hérlendis og alþjóðlega sýni að slíkt samspil sé farsælt. „Það heyrir heldur til undantekninga að slíkt samspil gangi ekki vel.“