Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi.
Hann segir að lögregla hafi um nokkurt skeið viljað ná sambandi við Stefán Ingimar í tengslum við innflutning á amefetamíni með Norrænu í apríl í fyrra, innflutning á fíkniefnum með burðardýrum og eitt mál til.
Lögregla hafi verið í sambandi við Stefán Ingimar en hann hafi ekki sinnt því að koma heim til yfirheyrslu. Þannig sé það oftast með menn sem lýst er eftir með aðstoð Interpol, en það sé síðasta úrræði lögreglunnar.
Þá hafi lögreglu borist ábendingar um Stefán Ingimar eftir að lýst var eftir honum en hann geti ekki sagt til um efni ábendinganna.