Kúvending eftir grjótkastið við Stjórnarráðshúsið Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 21. mars 2024 06:25 Staðan í efnahagslífinu olli mörgum áhyggjum. Sumir misstu stjórn á sér og lögregla þurfti í nokkrum tilfellum að handtaka fólk sem talið var hafa gengið of langt. Getty/Hari „Það er auðvitað ekkert sérstaklega góð tilfinning að hafa ekki fullkomna stjórn á aðstæðum. En það er hlutverk lögreglu að koma inn í aðstæður þar sem ekki er stjórn á hlutunum, og reyna með einhverjum tiltækum ráðum að ná þeirri stjórn. Og við litum á það sem verkefnið, í öllum þessum tilvikum, að ná þessari stjórn.“ Þetta segir Stefán Eiríksson, sem starfaði sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma þegar búsáhaldabyltingin svokallaða braust út í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 Óhætt er að segja að búshaldabyltingin sé ein af afdrifaríkustu atburðum Íslandssögunnar. Byltingin var röð mótmæla, yfir þrjátíu, sem haldin voru á Austurvelli í kjölfarið á falli íslensku bankanna haustið 2008. Allt byrjaði þetta friðsamlega en mótmælin stigmögnuðust samhliða reiði og ólgu í samfélaginu. Á endanum sauð upp úr og upplausnarástand ríkti á Austurvelli, þar sem eldur logaði víðs vegar, mótmælendur köstuðu skyri, eggjum og grjóti í lögreglumenn og reyndu að brjóta sér leið inn í Alþingishúsið. Stefán Eiríksson rifjar upp erfiða tíma þegar alda mótmæla gekk yfir í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Í nýjasta þættinum af Eftirmálum rifjar Stefán upp hvernig var að vera staddur í hringiðunni á þessum fordæmalausu atburðum. Um er að ræða lokaþáttinn í sex þátta seríu af hlaðvarpsþáttunum sem eru í umsjón fyrrum fréttakvennanna Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur. „Guð blessi Ísland“ Í september og október 2008 féllu íslensku bankarnir þrír; Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn. Stemningin sem myndast hafði í íslensku samfélagi á undanförnum árum var ansi sérstök orð eins og útrás og góðæri voru einkennandi fyrir þennan tíma. Íslenskt viðskiptalíf á þessum tíma og bankarnir þrír voru eins og blaðra sem sprakk. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu, þar sem þúsundir komu saman til að láta í sér heyra. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða laugardagsfundi á Austurvelli, auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Talið er að á áttunda þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í október 2010 þegar Jóhanna Sigurðardóttur forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Þá voru liðin tvö ár frá falli bankanna.Getty/Hari Og mótmælin urðu fjölmennari og fjölmennari og áttu eftir að fara úr böndunum. Nokkrum sinnum brutust út óeirðir sem urðu meðal annars til þess að lögreglan sá sig knúna til að beita táragasi - í fyrsta skipti í hálfa öld. Fólk var verulega reitt og treysti ekki yfirvöldum. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll. Í þætti Eftirmála er meðal annars vitnað í sögufrægt ávarp Geir H.Haarde og hin eftirminnilegu orð „Guð Blessi Ísland.“ Áhyggjur höfðu skapast um sumarið Í þættinum rifjar Stefán upp hvernig lögregluyfirvöld fengu veður af því frá stjórnvöldum, um sumarið 2008,að ófremdarástand gæti verið í upsiglingu. „Lögreglan fékk upplýsingar um það á haustmánuðum, síðla sumars, að það gæti dregið til alvarlegra tíðinda í íslensku samfélagi, og það væri raunveruleg hætta á því að stóru bankarnir færu á hausinn, eins og auðvitað gerðist. Þetta var mjög alvarlegt. Þetta var ekki til umræðu á opinberum vettvangi. Áhyggjur stjórnvalda voru það miklar að þau töldu að ef þetta myndi gerast þá gæti skapast alvarlegt ástand í samfélaginu. Þá erum við bara að tala um það ástand að bankarnir myndu ekki virka. Það var möguleg röð atburða sem hefði geta leitt til akkúrat þessa. Þess vegna var talið eðlilegt að lögreglan væri upplýst um þessa mögulegu stöðu, þannig hún gæti hafið undirbúning undir það að eitthvað í þessa veru myndi gerast,“ segir Stefán og bætir við: „Það sem ég gerði eftir að hafa talað við mína samstarfsmenn var að taka öll verkefni af borðinu. Það blasti við að það var ekkert annað, eins og kom á daginn.” Stefán segir að þarna hafi hann strax hafist handa við að undirbúa viðbragðsáætlun og teikna upp ákveðna sviðsmynd. „Þar sem að við veltum fyrir okkur hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér ef fólk gæti ekki farið út í búð og keypt vörur sem voru þar voru. Þær björgunaraðgerðir sem unnar voru í ráðuneytunum og Seðlabankanum til að tryggja að greiðslukerfið okkar virkaði, gengu fullkomlega upp í mínum huga og það er eitt af afrekunum í Búsáhaldabyltingunni.“ Stefán segir fyrrnefnda ræðu Geir H. Haarde hafa markað upphafið. „En við vorum búnir að undirbúa okkur undir það að það gæti töluvert meira komið í kjölfarið. Fólk var að reyna átta sig á því hvað hefði gerst.“ Líkt og Stefán bendir á þá var það í raun ekki fyrr en mánuði seinna að reiðin blossaði upp í samfélaginu, í nóvember 2008, eftir neyðarlögin höfðu verið sett á. „Þá fórum við mjög skipulega gagnvart öllum starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hver staðan væri og hvað væri framundan,“ segir hann. „Það var lagt upp með það fyrsta degi að mæta þessum aðstæðum af mildi, en festu, og skilningi gagnvart fólkinu í landinu, á sama tíma og við reyndum að standa vörð um stofnanir samfélagsins.“ Eftirminnilegur Kryddsíldarþáttur Í kvöldfréttum Stöðvar þann 1. nóvember árið 2008 er greint frá fyrstu mótmælunum á Austurvelli. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum, þar sem Hörður Torfason var upphafsmaðurinn, var farið að skipuleggja svokallaða laugardagsfundi á Austurvelli, auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. „Þessi mótmæli byrja tiltölulega rólega,“ segir Stefán. „Rétturinn til þess að mótmæla er í mínum huga ákaflega mikilvægur og hlutverk lögreglu er að tryggja það að fólk hafi tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri innan eðlilegra marka. Lögreglan þarf auðvitað að sjá til þess að fólk hafi slík tækifæri. Og við töluðum skýrt á þeim nótum að við vildum gefa fólki tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, en alltaf innan eðlilegra marka.“ Mótmælin áttu hins vegar eftir stigmagnast svo um munaði. Í frétt Stöðvar 2 frá 8. nóvember 2008 má sjá mótmælendur henda skyri og eggjum í Alþingishúsið, og slást við lögregluna. Ljóst var að mikil óvissa og reiði hafi grafið um sig í samfélaginu. Stefán rifjar upp hvernig ástandið var orðið í byrjun nóvember þetta ár þegar töluverður hiti var farinn að færast í leikinn. Steinar Bragi rithöfundur skrifaði fræga bloggfærslu þar sem hann hvatti fólk til að fara niður í bæ, vopnað pottum og pönnum, og láta í sér heyra. „Og við veltum því auðvitað fyrir okkur, hvernig við ættum að takast á við þetta. Eigum við að fara út í það að handtaka fólk? En við tókum ákvörðun um það að bíða aðeins og gættum vel að því að láta ekki mótmælendur eða einstaka aðila koma okkur úr jafnvægi, láta lögregluna missa stjórn á skapi sínu.“ Í þættinum rifjar Stefán upp tímann í kringum jól og áramót þetta ár. Menn töldu að ástandið væri að róast, en annað kom á daginn. Á gamlársdag árið 2008 var Kryddsíldarþáttur Stöðvar 2 sendur út af Hótel Borg líkt og venjan var. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna komu saman og rifja upp tíðindi ársins. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman við hótelið þar sem þeir börðu á rúðurnar, hrópuðu og reyndu svo á endanum á brjóta sér leið inn í húsið. Æsingurinn varð gífurlegur, og útsending rofnaði þegar mótmælendur náðu að brjótast inn í húsið og kippa vélunum úr sambandi. Árinu 2008 lauk með slagsmálum og skemmdarverkum. „Þá gerðum við okkur grein fyrir að þetta var hægt og bítandi að færast upp á alvarlega stig,“ segir Stefán í þætti Eftirmála. Umsátursástand skapaðist Ákveðnum hápunkti var náð þann 20. janúar 2009 þegar fólk safnaðist saman við þinghúsið og hópurinn var sífellt stærri. Barið á glugga Alþingishússins með sleifum og pottlokum. Daginn eftir urðu mótmælin sífellt fjölmennari eftir því sem á leið. Þegar viðbrögð stjórnvalda létu á sér standa varð staðan smám saman viðkvæmari, þar til á endanum sauð upp úr og óeirðir brutst út við Alþingi Íslendinga. Lögregluþjónar sem reyndu að hafa hemil á mannskapnum voru útataðir í skyri, og hótuðu reglulega að beita táragasi á mótmælendur ef þess þyrfti. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 skapaðist algjört umsátursástand við Alþingishúsið þennan dag. Líkt og Stefán bendir á þá raunverulega sauð upp úr á þessum tímapunkti. Fólk var ekki lengur að kasta grjóti eða landbúnaðaafurðum í Alþingishúsið og á lögreglumennina, heldur var það farið að kasta pokum með þvagi og saur. „Þá bættust inn í þennan hóp einstaklingar sem töldu sig hafa harm að hefna gagnvart lögreglunni. Þeir töldu að þarna væri komið leyfi, eða tækifæri fyrir þá til að hefna sín, eða haga sér eins og fífl við þessar aðstæður.“ Mótmælendur fóru í lið með lögreglunni Í þætti Eftirmála er jafnframt rifjuð ein ljótasta birtingarmynd óeirðanna sem átti sér stað aðfaranótt 22. janúar, en þá slösuðust sjö lögreglumenn þegar þeir urðu fyrir grjótkasti. En líkt og Stefán lýsir í þættinum varð ákveðinn vendipunktur á þessum tímapunkti, þegar fólk fór að átta sig á því að reiðin var farin að beinast í ranga átt- að lögreglunni. Mótmælendur grýttu alls konar hlutum að lögreglu og Alþingishúsinu.Getty/Hari „Þar gerist þessi merkilegi atburður í Búsáhaldabyltingunni, þegar einhverjir úr mótmælendahópnum byrjuðu að kasta grjóti að lögreglumönnunum, sem stóðu þarna við Stjórnaráðið. Þá kom hópur mótmælenda og tók sér stöðu við hliðina á lögreglumönnunum og sögðu: Ekki kasta grjóti í lögregluna. Við erum ekki á móti lögreglunni. Ég held að þessi vinna og nálgun okkar alveg frá upphafi, að taka á þessu af mildi en festu, sýna hvar línan lægi, sýna fólki skilning, tryggja að fólk hefði tækifæri til að mótmæla og koma sínum sjónvarmiðum á framfæri- allir þessir fundir sem við áttum með fólkinu til að skýra okkar afstöðu- það hafi skilað sér í því að fólk var ekki tilbúið í einhverskonar ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Þetta er vendipunktur í þessari frásögn,“ segir hann og bætir við á öðrum stað: „Það var áþreifanleg breyting. Þarna ákvað íslenska þjóðin að hún væri ekki í stríði við lögregluna, og að þetta væri of langt gengið.“ Þjóðin var í áfalli Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála voru þessi mótmæli í kjölfar bankahrunsins þau mestu á Íslandi frá árinu 1949, þegar inngöngu Íslands í Nató var mótmælt. Búsáhaldabyltingin voru fjölmennustu mótmæli í sextíu ár. Um er að ræða ógleymanlegan kafla í Íslandsögunni. „Fólk var auðvitað bara að ganga fyrst í gegnum það áfall að íslensku bankarnir fóru á hausinn,“ segir Stefán. „Fjárhagsleg staða margra var í fullkominni óvissu og fólk tapaði gífurlegum fjármunum. Fyrstu dagana og fyrstu vikurnar var fólk bara að reyna að átta sig á því hvað hafði gerst; fólk var í slysinu miðju. Og viðbrögðin sem koma í kjölfarið eru bara hefðbundin viðbrögð við alvarlegu áfalli. Þú ert að reyna að bjarga því sem bjargað verður og átta þig á hver staðan er og síðan koma upp allar þessar tilfinningar; reiði og sorg og þú reynir að finna sökudólga og svo framvegis og framvegis.“ Hrunið Eftirmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira
Þetta segir Stefán Eiríksson, sem starfaði sem lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma þegar búsáhaldabyltingin svokallaða braust út í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 Óhætt er að segja að búshaldabyltingin sé ein af afdrifaríkustu atburðum Íslandssögunnar. Byltingin var röð mótmæla, yfir þrjátíu, sem haldin voru á Austurvelli í kjölfarið á falli íslensku bankanna haustið 2008. Allt byrjaði þetta friðsamlega en mótmælin stigmögnuðust samhliða reiði og ólgu í samfélaginu. Á endanum sauð upp úr og upplausnarástand ríkti á Austurvelli, þar sem eldur logaði víðs vegar, mótmælendur köstuðu skyri, eggjum og grjóti í lögreglumenn og reyndu að brjóta sér leið inn í Alþingishúsið. Stefán Eiríksson rifjar upp erfiða tíma þegar alda mótmæla gekk yfir í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Í nýjasta þættinum af Eftirmálum rifjar Stefán upp hvernig var að vera staddur í hringiðunni á þessum fordæmalausu atburðum. Um er að ræða lokaþáttinn í sex þátta seríu af hlaðvarpsþáttunum sem eru í umsjón fyrrum fréttakvennanna Nadine Guðrún Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur. „Guð blessi Ísland“ Í september og október 2008 féllu íslensku bankarnir þrír; Glitnir, Kaupþing og Landsbankinn. Stemningin sem myndast hafði í íslensku samfélagi á undanförnum árum var ansi sérstök orð eins og útrás og góðæri voru einkennandi fyrir þennan tíma. Íslenskt viðskiptalíf á þessum tíma og bankarnir þrír voru eins og blaðra sem sprakk. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu, þar sem þúsundir komu saman til að láta í sér heyra. Í kjölfarið á þeim mótmælum var farið að skipuleggja svokallaða laugardagsfundi á Austurvelli, auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. Talið er að á áttunda þúsund manns hafi safnast saman á Austurvelli í október 2010 þegar Jóhanna Sigurðardóttur forsætisráðherra flutti stefnuræðu sína. Þá voru liðin tvö ár frá falli bankanna.Getty/Hari Og mótmælin urðu fjölmennari og fjölmennari og áttu eftir að fara úr böndunum. Nokkrum sinnum brutust út óeirðir sem urðu meðal annars til þess að lögreglan sá sig knúna til að beita táragasi - í fyrsta skipti í hálfa öld. Fólk var verulega reitt og treysti ekki yfirvöldum. Mótmælin náðu hámarki í janúar 2009 og lyktaði með því að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar féll. Í þætti Eftirmála er meðal annars vitnað í sögufrægt ávarp Geir H.Haarde og hin eftirminnilegu orð „Guð Blessi Ísland.“ Áhyggjur höfðu skapast um sumarið Í þættinum rifjar Stefán upp hvernig lögregluyfirvöld fengu veður af því frá stjórnvöldum, um sumarið 2008,að ófremdarástand gæti verið í upsiglingu. „Lögreglan fékk upplýsingar um það á haustmánuðum, síðla sumars, að það gæti dregið til alvarlegra tíðinda í íslensku samfélagi, og það væri raunveruleg hætta á því að stóru bankarnir færu á hausinn, eins og auðvitað gerðist. Þetta var mjög alvarlegt. Þetta var ekki til umræðu á opinberum vettvangi. Áhyggjur stjórnvalda voru það miklar að þau töldu að ef þetta myndi gerast þá gæti skapast alvarlegt ástand í samfélaginu. Þá erum við bara að tala um það ástand að bankarnir myndu ekki virka. Það var möguleg röð atburða sem hefði geta leitt til akkúrat þessa. Þess vegna var talið eðlilegt að lögreglan væri upplýst um þessa mögulegu stöðu, þannig hún gæti hafið undirbúning undir það að eitthvað í þessa veru myndi gerast,“ segir Stefán og bætir við: „Það sem ég gerði eftir að hafa talað við mína samstarfsmenn var að taka öll verkefni af borðinu. Það blasti við að það var ekkert annað, eins og kom á daginn.” Stefán segir að þarna hafi hann strax hafist handa við að undirbúa viðbragðsáætlun og teikna upp ákveðna sviðsmynd. „Þar sem að við veltum fyrir okkur hvaða afleiðingar það gæti haft í för með sér ef fólk gæti ekki farið út í búð og keypt vörur sem voru þar voru. Þær björgunaraðgerðir sem unnar voru í ráðuneytunum og Seðlabankanum til að tryggja að greiðslukerfið okkar virkaði, gengu fullkomlega upp í mínum huga og það er eitt af afrekunum í Búsáhaldabyltingunni.“ Stefán segir fyrrnefnda ræðu Geir H. Haarde hafa markað upphafið. „En við vorum búnir að undirbúa okkur undir það að það gæti töluvert meira komið í kjölfarið. Fólk var að reyna átta sig á því hvað hefði gerst.“ Líkt og Stefán bendir á þá var það í raun ekki fyrr en mánuði seinna að reiðin blossaði upp í samfélaginu, í nóvember 2008, eftir neyðarlögin höfðu verið sett á. „Þá fórum við mjög skipulega gagnvart öllum starfsmönnum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hver staðan væri og hvað væri framundan,“ segir hann. „Það var lagt upp með það fyrsta degi að mæta þessum aðstæðum af mildi, en festu, og skilningi gagnvart fólkinu í landinu, á sama tíma og við reyndum að standa vörð um stofnanir samfélagsins.“ Eftirminnilegur Kryddsíldarþáttur Í kvöldfréttum Stöðvar þann 1. nóvember árið 2008 er greint frá fyrstu mótmælunum á Austurvelli. Boðað var til mótmæla í sömu viku og bankarnir féllu. Í kjölfarið á þeim mótmælum, þar sem Hörður Torfason var upphafsmaðurinn, var farið að skipuleggja svokallaða laugardagsfundi á Austurvelli, auk annarra funda og aðgerða á meðal almennings. „Þessi mótmæli byrja tiltölulega rólega,“ segir Stefán. „Rétturinn til þess að mótmæla er í mínum huga ákaflega mikilvægur og hlutverk lögreglu er að tryggja það að fólk hafi tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri innan eðlilegra marka. Lögreglan þarf auðvitað að sjá til þess að fólk hafi slík tækifæri. Og við töluðum skýrt á þeim nótum að við vildum gefa fólki tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri, en alltaf innan eðlilegra marka.“ Mótmælin áttu hins vegar eftir stigmagnast svo um munaði. Í frétt Stöðvar 2 frá 8. nóvember 2008 má sjá mótmælendur henda skyri og eggjum í Alþingishúsið, og slást við lögregluna. Ljóst var að mikil óvissa og reiði hafi grafið um sig í samfélaginu. Stefán rifjar upp hvernig ástandið var orðið í byrjun nóvember þetta ár þegar töluverður hiti var farinn að færast í leikinn. Steinar Bragi rithöfundur skrifaði fræga bloggfærslu þar sem hann hvatti fólk til að fara niður í bæ, vopnað pottum og pönnum, og láta í sér heyra. „Og við veltum því auðvitað fyrir okkur, hvernig við ættum að takast á við þetta. Eigum við að fara út í það að handtaka fólk? En við tókum ákvörðun um það að bíða aðeins og gættum vel að því að láta ekki mótmælendur eða einstaka aðila koma okkur úr jafnvægi, láta lögregluna missa stjórn á skapi sínu.“ Í þættinum rifjar Stefán upp tímann í kringum jól og áramót þetta ár. Menn töldu að ástandið væri að róast, en annað kom á daginn. Á gamlársdag árið 2008 var Kryddsíldarþáttur Stöðvar 2 sendur út af Hótel Borg líkt og venjan var. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna komu saman og rifja upp tíðindi ársins. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman við hótelið þar sem þeir börðu á rúðurnar, hrópuðu og reyndu svo á endanum á brjóta sér leið inn í húsið. Æsingurinn varð gífurlegur, og útsending rofnaði þegar mótmælendur náðu að brjótast inn í húsið og kippa vélunum úr sambandi. Árinu 2008 lauk með slagsmálum og skemmdarverkum. „Þá gerðum við okkur grein fyrir að þetta var hægt og bítandi að færast upp á alvarlega stig,“ segir Stefán í þætti Eftirmála. Umsátursástand skapaðist Ákveðnum hápunkti var náð þann 20. janúar 2009 þegar fólk safnaðist saman við þinghúsið og hópurinn var sífellt stærri. Barið á glugga Alþingishússins með sleifum og pottlokum. Daginn eftir urðu mótmælin sífellt fjölmennari eftir því sem á leið. Þegar viðbrögð stjórnvalda létu á sér standa varð staðan smám saman viðkvæmari, þar til á endanum sauð upp úr og óeirðir brutst út við Alþingi Íslendinga. Lögregluþjónar sem reyndu að hafa hemil á mannskapnum voru útataðir í skyri, og hótuðu reglulega að beita táragasi á mótmælendur ef þess þyrfti. Líkt og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 skapaðist algjört umsátursástand við Alþingishúsið þennan dag. Líkt og Stefán bendir á þá raunverulega sauð upp úr á þessum tímapunkti. Fólk var ekki lengur að kasta grjóti eða landbúnaðaafurðum í Alþingishúsið og á lögreglumennina, heldur var það farið að kasta pokum með þvagi og saur. „Þá bættust inn í þennan hóp einstaklingar sem töldu sig hafa harm að hefna gagnvart lögreglunni. Þeir töldu að þarna væri komið leyfi, eða tækifæri fyrir þá til að hefna sín, eða haga sér eins og fífl við þessar aðstæður.“ Mótmælendur fóru í lið með lögreglunni Í þætti Eftirmála er jafnframt rifjuð ein ljótasta birtingarmynd óeirðanna sem átti sér stað aðfaranótt 22. janúar, en þá slösuðust sjö lögreglumenn þegar þeir urðu fyrir grjótkasti. En líkt og Stefán lýsir í þættinum varð ákveðinn vendipunktur á þessum tímapunkti, þegar fólk fór að átta sig á því að reiðin var farin að beinast í ranga átt- að lögreglunni. Mótmælendur grýttu alls konar hlutum að lögreglu og Alþingishúsinu.Getty/Hari „Þar gerist þessi merkilegi atburður í Búsáhaldabyltingunni, þegar einhverjir úr mótmælendahópnum byrjuðu að kasta grjóti að lögreglumönnunum, sem stóðu þarna við Stjórnaráðið. Þá kom hópur mótmælenda og tók sér stöðu við hliðina á lögreglumönnunum og sögðu: Ekki kasta grjóti í lögregluna. Við erum ekki á móti lögreglunni. Ég held að þessi vinna og nálgun okkar alveg frá upphafi, að taka á þessu af mildi en festu, sýna hvar línan lægi, sýna fólki skilning, tryggja að fólk hefði tækifæri til að mótmæla og koma sínum sjónvarmiðum á framfæri- allir þessir fundir sem við áttum með fólkinu til að skýra okkar afstöðu- það hafi skilað sér í því að fólk var ekki tilbúið í einhverskonar ofbeldi gagnvart lögreglumönnum. Þetta er vendipunktur í þessari frásögn,“ segir hann og bætir við á öðrum stað: „Það var áþreifanleg breyting. Þarna ákvað íslenska þjóðin að hún væri ekki í stríði við lögregluna, og að þetta væri of langt gengið.“ Þjóðin var í áfalli Líkt og fram kemur í þætti Eftirmála voru þessi mótmæli í kjölfar bankahrunsins þau mestu á Íslandi frá árinu 1949, þegar inngöngu Íslands í Nató var mótmælt. Búsáhaldabyltingin voru fjölmennustu mótmæli í sextíu ár. Um er að ræða ógleymanlegan kafla í Íslandsögunni. „Fólk var auðvitað bara að ganga fyrst í gegnum það áfall að íslensku bankarnir fóru á hausinn,“ segir Stefán. „Fjárhagsleg staða margra var í fullkominni óvissu og fólk tapaði gífurlegum fjármunum. Fyrstu dagana og fyrstu vikurnar var fólk bara að reyna að átta sig á því hvað hafði gerst; fólk var í slysinu miðju. Og viðbrögðin sem koma í kjölfarið eru bara hefðbundin viðbrögð við alvarlegu áfalli. Þú ert að reyna að bjarga því sem bjargað verður og átta þig á hver staðan er og síðan koma upp allar þessar tilfinningar; reiði og sorg og þú reynir að finna sökudólga og svo framvegis og framvegis.“
Hrunið Eftirmál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Fleiri fréttir Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Sjá meira