Innlent

Á­rásir með eggvopni og hamri á Akur­eyri

Jón Þór Stefánsson skrifar
Árásirnar áttu sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni.
Árásirnar áttu sér stað á Akureyri. Myndin er úr safni. Vísir/Arnar

Stunguárás og árás með hamri voru framdar á Akureyri aðfaranótt síðastliðins laugardags. Áverkar þeirra sem urðu fyrir árásunum voru minni háttar og hafa þeir verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þar segir að lögreglu hafi borist tilkynning um árásirnar um fimmleytið um nóttina.

„Í ljós kom að einn aðili hafði verið stunginn með hnífi og annar sleginn í höfuðið með hamri. Óljóst var um málsatvik í fyrstu en hinir slösuðu voru fluttir á Sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar,“ segir í tilkynningunni.

Þrír einstaklingar koma að málinu, en í tilkynningu lögreglu segir að þeir hafi allir verið í annarlegu ástandi. Þeir gistu fangageymslur, en var sleppt að loknum skýrslutökum samdægurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×