Segja Rafah síðasta virki Hamas og eru staðráðnir í að fara inn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2024 07:06 Netanyahu segist staðráðinn í að ráðast inn í Rafah en hefur þó samþykkt að senda fulltrúa til Washington til að ræða fyrirætlanirnar. AP/Leo Correa Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, ávarpaði þingmenn í gær og sagðist enn staðráðinn í því að ráðast inn í Rafah þrátt fyrir viðvaranir Bandaríkjanna og fleiri ríkja. Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna. Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Netanyahu sagðist hafa gert Joe Biden Bandaríkjaforseta grein fyrir því að Ísraelsmenn væru staðráðnir í að ljúka því sem þeir hefðu hafið, þar á meðal að útrýma þeim bardagasveitum Hamas sem hefðust við í Rafah. Það væri ekki hægt að gera nema með því að fara inn á svæðið. Netanyahu og Biden ræddu saman í síma á mánudag og er Biden sagður hafa ítrekað við Netanyahu að það væru mistök að ráðast inn á Rafah; Ísraelsmenn gætu náð markmiðum sínum með öðrum leiðum og þá væri hætta á að þeir einangruðust algjörlega á alþjóðasviðinu ef aðgerðirnar myndu valda frekara mannfalli og neyð. Forsætisráðherrann sagðist bíða eftir tillögum frá Bandaríkjunum um hvernig mætti verja almenna borgara á Rafah, af virðingu við Biden. Hann sagðist hins vegar ekki sjá neina aðra leið til að útrýma Hamas en að ráðast gegn bardagasveitunum þar sem þær héldu sig. Yfirvöld í Ísrael segja Rafah nú eina svæðið á Gasa þar sem umsvif Hamas eru veruleg en greint hefur verið frá því í erlendum miðlum að þar sé að finna fjórar bardagasveitir samtakanna. Á sama tíma dvelur 1,5 milljón manna þar, eftir að hafa flúið árásir Ísraels annars staðar á svæðinu. Hvíta húsið hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael og aðgerðir Ísraelsmanna gegn Hamas en segist ekki munu styðja innrás í Rafah nema að Ísraelsmenn leggi fram trúverðuga áætlun um hvernig þeir hyggjast ná markmiðum sínum án þess að það komi niður á almennum borgurum. Von er á sendinefnd háttsettra embættismanna frá Ísrael til Washington í byrjun næstu viku, þar sem fundað verður um áætlanir Ísraelsmanna.
Ísrael Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Palestína Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira