Dómarinn gerði ekki mistök í lokin á Liverpool-City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 09:31 Alexis Mac Allister liggur í grasinu eftir tæklinguna frá Jérémy Doku. Getty/Robbie Jay Barratt Yfirmaður dómaranna í ensku úrvalsdeildinni segir að tækling Jérémy Doku á Alexis Mac Allister á lokasekúndum Liverpool og Manchester City hafi verið lögleg. Howard Webb hefur nú tjáð sig um frammistöðu dómarans á þessum umdeildu lokasekúndum leiksins en úrslit hans gæti gert útslagið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í vor. Liverpool stuðningsmenn sem og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp voru æfir yfir því að Doku væri ekki refsað fyrir það að fara með takkana í brjóstkassa Mac Allister. Atvikið gerðist innan vítateigs, í stöðunni 1-1 og rétt áður en leikurinn var flautaður af. Webb fór yfir málið í hinum reglubunda VAR-þætti þar sem er farið yfir þá dóma sem myndbandsdómarar hafa tekið fyrir. Webb segir samt að ef dómarinn hefði dæmt víti þá hefði því ekki verið breytt. Þetta var því dæmi um dóm sem er réttur hvorum megin við línuna sem hann endaði. Howard Webb explains the following decisions on Match Officials Mic'd Up:Liverpool's penalty appeal v Man CityWest Ham's overturned goal v Aston VillaVilla's penalty appeal v West HamMcGinn's red card v SpursWest Ham's penalty appeal v BurnleyBrownhill's red card v Palace pic.twitter.com/q6yjCx66WA— Premier League (@premierleague) March 19, 2024 „Ef dómarinn hefði dæmt þetta á vellinum þá hefði Varsjáin staðfest þann dóm og alveg eins ef hann hefði ekki dæmt það,“ sagði Howard Webb. „Við heyrum í Michael Oliver sem segir að boltinn hafi verið á milli manna sem voru að fara í tæklingu. Boltinn er of lágt til að skalla hann. Doku lyftir fætinum til að sparka í boltann og hann kemur við boltann,“ sagði Webb. „Já hann kemur aðeins við MacAllister líka. Mac Allister kemur inn í hann og hann nær ekki að fara í boltann. Ég skil samt vel að menn séu ósammála um þennan dóm,“ sagði Webb. „Varsjáin á ekki að breyta hlutum nema að það séu góðar sannanir fyrir þeim breytingum. Þú verður að vera alveg viss að þú sért að breyta rétt. Oft hafa menn ekki nægar sannanir til að breyta eða sjá hlutina nægilega vel til að dæma,“ sagði Webb. „Augljóslega var Michael [Oliver] í þeirri stöðu þarna. Svo fer Varsjáin að skoða þetta og sér heldur ekki þetta skýrt eða skorinort. Þarna er atvik sem kallar á huglægt mat og Varsjáin heldur sig frá slíku. Menn eru klofnir í afstöðu sinni til þessa dóms,“ sagði Webb. Are we surprised? Howard Webb has lost all credibility now. Why not just admit that this was a foul? Try reading law 12 Howard. No-one @FA_PGMOL has got the bollocks to take Michael Oliver on. That in itself is dangerous. pic.twitter.com/ufaq8Zb9zI— Richard Keys (@richardajkeys) March 20, 2024 Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Howard Webb hefur nú tjáð sig um frammistöðu dómarans á þessum umdeildu lokasekúndum leiksins en úrslit hans gæti gert útslagið í baráttunni um Englandsmeistaratitilinn í vor. Liverpool stuðningsmenn sem og knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp voru æfir yfir því að Doku væri ekki refsað fyrir það að fara með takkana í brjóstkassa Mac Allister. Atvikið gerðist innan vítateigs, í stöðunni 1-1 og rétt áður en leikurinn var flautaður af. Webb fór yfir málið í hinum reglubunda VAR-þætti þar sem er farið yfir þá dóma sem myndbandsdómarar hafa tekið fyrir. Webb segir samt að ef dómarinn hefði dæmt víti þá hefði því ekki verið breytt. Þetta var því dæmi um dóm sem er réttur hvorum megin við línuna sem hann endaði. Howard Webb explains the following decisions on Match Officials Mic'd Up:Liverpool's penalty appeal v Man CityWest Ham's overturned goal v Aston VillaVilla's penalty appeal v West HamMcGinn's red card v SpursWest Ham's penalty appeal v BurnleyBrownhill's red card v Palace pic.twitter.com/q6yjCx66WA— Premier League (@premierleague) March 19, 2024 „Ef dómarinn hefði dæmt þetta á vellinum þá hefði Varsjáin staðfest þann dóm og alveg eins ef hann hefði ekki dæmt það,“ sagði Howard Webb. „Við heyrum í Michael Oliver sem segir að boltinn hafi verið á milli manna sem voru að fara í tæklingu. Boltinn er of lágt til að skalla hann. Doku lyftir fætinum til að sparka í boltann og hann kemur við boltann,“ sagði Webb. „Já hann kemur aðeins við MacAllister líka. Mac Allister kemur inn í hann og hann nær ekki að fara í boltann. Ég skil samt vel að menn séu ósammála um þennan dóm,“ sagði Webb. „Varsjáin á ekki að breyta hlutum nema að það séu góðar sannanir fyrir þeim breytingum. Þú verður að vera alveg viss að þú sért að breyta rétt. Oft hafa menn ekki nægar sannanir til að breyta eða sjá hlutina nægilega vel til að dæma,“ sagði Webb. „Augljóslega var Michael [Oliver] í þeirri stöðu þarna. Svo fer Varsjáin að skoða þetta og sér heldur ekki þetta skýrt eða skorinort. Þarna er atvik sem kallar á huglægt mat og Varsjáin heldur sig frá slíku. Menn eru klofnir í afstöðu sinni til þessa dóms,“ sagði Webb. Are we surprised? Howard Webb has lost all credibility now. Why not just admit that this was a foul? Try reading law 12 Howard. No-one @FA_PGMOL has got the bollocks to take Michael Oliver on. That in itself is dangerous. pic.twitter.com/ufaq8Zb9zI— Richard Keys (@richardajkeys) March 20, 2024
Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira