Þróa lestarkerfi fyrir tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2024 10:47 Tölvuteiknuð mynd af bækistöðvum á tunglinu. Getty Forsvarsmenn DARPA, rannsóknarstofnunar varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hafa leitað til fyrirtækisins Northrop Grumman varðandi þróunarvinnu fyrir mögulegt lestarkerfi á tunglinu. Kerfi þetta ætti að vera hægt að nota til að flytja menn og birgðir milli staða á tunglinu í framtíðinni. Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum. Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira
Rannsóknarvinna NG mun snúast um að þróa mögulegt lestarkerfi og frumgerðir, finna út hvað slíkt lestarkerfi myndi kosta, hvernig tækni þarf að þróa, hvaða auðlindir þarf og þróa mögulegar leiðir til að byggja lestarkerfið og viðhalda því með þjörkum. Með þessu er vonast til að betrumbæta innviðabyggingu á tunglinu í framtíðinni og auðvelda fyrirtækjum og öðrum að nýta auðlindir tunglsins. Þróa innviði fyrir menn á tunglinu Stórveldi heimsins vinna mörg hver að því að senda menn aftur til tunglsins og koma þar upp bækistöðvum og varanlegri viðveru. Í Bandaríkjunum kallast þetta verkefni Artemis-áætlunin. Hún snýr að því að nota tunglið sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: Ætla sér að reisa geimstöð á tunglinu Til stendur að skjóta geimförum á braut um tunglið í september á næsta ári og ári eftir það eiga fyrstu geimfararnir að lenda á tunglinu frá árinu 1972, þegar geimfarar Apollo 17 sneru aftur til jarðar. Í grískri goðafræði er Artemis systir Apollo. Sjá einnig: Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn DARPA kynntu í ágúst í fyrra að á næstu tíu árum ætti að leita til ýmissa fyrirtækja varðandi mögulega innviðaþróun á tunglinu. Þessari vinnu væri ætlað að þróa nýja tækni og kerfi til innviðauppbyggingar og auðvelda ferðir til tunglsins og veru manna þar. Markmiðið er að koma upp sjálfbærum iðnaði í geimnum. Innviðir þurfa orku en á undanförnum árum hefur NASA auglýst eftir nýrri gerð kjarnakljúfur sem hægt verði að senda til tunglsins og nýta þar í orkuver. Þessari innviðauppbyggingu er ætlað að styðja við einkaaðila sem hafa hug á því að vera með starfsemi á tunglinu. Margir eru um þessar mundir að þróa eldflaugar fyrir tunglið og jafnvel þróa leiðir til að nota þjarka til að reisa hús á tunglinu. Sjá einnig: Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Enn sem komið er hefur þó lítið verið um ætlanir til að nýta auðlindir tunglsins. Vilja vinna helíum-3 á tunglinu Fyrr í þessum mánuði stigu tveir af fyrstu starfsmönnum fyrirtækisins Blue Origin, geimferðafyrirtæki auðjöfursinns Jeff Bezos, fram með fyrirtæki þeirra sem þeir vonast til að muni vinna helíum-3 úr tunglryki. Helíumið á svo að senda aftur til jarðar og selja það. Fyrirtæki þetta ber nafnið Interlune. Eins og fram kemur í frétt Ars Technica er helíum-3 sjaldgæft og í takmörkuðu magni hér á jörðinni. Helíum-3 er stöðugur ísótópi með tveimur róteindum og einni nifteind. Það verður til í takmörkuðu magni í kjarnakljúfum og við kjarnorkutilraunir á jörðinni en í kjarnasamruna í sólinni og berst með sólarvindum út í sólkerfið. Þar sem tunglið er ekki með segulsvið til að tala um er talið að mikið magn helíum-3 megi finna í tunglryki. Vegna þess hve sjaldgæft það er er helíum-3 mjög verðmætt og er jafnvel talið að það gæti verið notað til hreinni kjarnorkuvera, þar sem helíum-3 er ekki geislavirkt og myndi ekki skapa geislavirkan úrgang. Samkvæmt upplýsingum á vef Geimvísindastofnunar Evrópu hafa lengi verið uppi hugmyndir um að vinna helíum-3 á tunglinu. Þjarkar Interlune þyrftu að moka upp gífurlegt magn tunglryks til að vinna úr því helíum-3.Interlune Rob Meyerson, forstjóri Interlune, segir helíum-3 vera það eina verðmæta sem réttlæti að sækja það til tunglsins. Það séu þegar viðskiptavinir tilbúnir til að kaupa það hér á jörðinni. Ljóst er að mikla þróunarvinnu þarf til að hefja vinnslu á tunglinu en forsvarsmenn Interlune vonast til að senda fyrsta farminn til tunglsins árið 2026. Það á að vera geimfar sem nota á til að mæla magn helíum-3 í tunglryki og reyna að vinna efnið úr rykinu. Gangi ætlanir forsvarsmanna Interlune eftir, stendur til að nota hagnaðinn af sölu helíum-3 til að þróa frekari tækni og byggja upp frekari námugröft í geimnum.
Bandaríkin Tunglið Artemis-áætlunin Geimurinn Tækni Mest lesið „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Innlent Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Fleiri fréttir Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Sjá meira