Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 11:38 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra og ber honum að taka skýra forystu í málinu samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. „Enginn hefur fulla yfirsýn um þann fjölda sem glímir við ópíóíðavanda og misræmis gætir í upplýsingum. Þótt ekki sé rétt að tala um faraldur ópíóíðafíknar er ljóst að vandinn fer vaxandi,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um nýja skýrslu stofnunarinnar um ópíóðíavanda á Íslandi en þar er fjallað um stöðu, stefnu og úrræði. Ekki hefur verið í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum frá því að eldri stefna rann sitt skeið árið 2020.Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmdar. Ríkisendurskoðun beinir í skýrslunni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Framboð meðferðar mótast í grasrót Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu heldur hafi hún að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Ákveðnir hópar fá ekki þjónustu við hæfi, m.a. vegna þess að bráðaþjónusta fyrir fíknisjúka er af skornum skammti, og ýmsar hindranir koma í veg fyrir að einstaklingar fái tímanlega aðstoð við aðkallandi fíknivanda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að skýrari ramma vanti um viðhaldsmeðferð og skaðaminnkandi þjónustu vegna ópíóíðafíknar. Þá ríkir ágreiningur milli SÁÁ og SÍ um túlkun og skilgreiningar í samningi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn en ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samningurinn gerir ráð fyrir. Skýrslan kom út í dag og var samhliða því kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Skýrslan er svokölluð hraðúttekt og er í heildina 41 síða. Hraðúttektir Ríkisendurskoðunar eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa þingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinargóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu. Skýrslan er hér. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49 Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
„Enginn hefur fulla yfirsýn um þann fjölda sem glímir við ópíóíðavanda og misræmis gætir í upplýsingum. Þótt ekki sé rétt að tala um faraldur ópíóíðafíknar er ljóst að vandinn fer vaxandi,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um nýja skýrslu stofnunarinnar um ópíóðíavanda á Íslandi en þar er fjallað um stöðu, stefnu og úrræði. Ekki hefur verið í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum frá því að eldri stefna rann sitt skeið árið 2020.Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmdar. Ríkisendurskoðun beinir í skýrslunni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Framboð meðferðar mótast í grasrót Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu heldur hafi hún að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Ákveðnir hópar fá ekki þjónustu við hæfi, m.a. vegna þess að bráðaþjónusta fyrir fíknisjúka er af skornum skammti, og ýmsar hindranir koma í veg fyrir að einstaklingar fái tímanlega aðstoð við aðkallandi fíknivanda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að skýrari ramma vanti um viðhaldsmeðferð og skaðaminnkandi þjónustu vegna ópíóíðafíknar. Þá ríkir ágreiningur milli SÁÁ og SÍ um túlkun og skilgreiningar í samningi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn en ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samningurinn gerir ráð fyrir. Skýrslan kom út í dag og var samhliða því kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Skýrslan er svokölluð hraðúttekt og er í heildina 41 síða. Hraðúttektir Ríkisendurskoðunar eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa þingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinargóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu. Skýrslan er hér.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49 Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30
Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44
Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49
Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15