Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Njarðvík 86-72 | Keflavík í bikarúrslit annað árið í röð Andri Már Eggertsson skrifar 20. mars 2024 20:09 Keflvíkingar fögnuðu sigri Vísir/Pawel Cieslikiewicz Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Njarðvík í undanúrslitum VÍS-bikarsins 86-72. Þetta verður annað árið í röð sem Keflavík verður í úrslitum VÍS-bikarsins. Suðurnesjarslagurinn fór vel af stað og bæði lið skiptust á körfum. Selena Lott byrjaði af krafti og gerði fyrstu þrjár körfur Njarðvíkur. Eftir fyrstu þrjár mínúturnar fór að ganga betur og betur hjá Keflavík. Daniela Wallen í baráttunni við Ísabellu Ósk SigurðardótturVísir/Pawel Cieslikiewicz Keflvíkingar fóru að spila þéttari vörn sem gerði Njarðvík gríðarlega erfitt fyrir. Eftir að Keflavík hafði gert sjö stig gegn aðeins tveimur hjá Njarðvík tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, viðstöðulaust leikhlé beint eftir að þriggja stiga skot Birnu Benónýsdóttur fór ofan í. Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflavíkur, endaði fyrsta leikhluta á að setja niður flautuþrist og kom Keflavík tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 24-14. Daniela Wallen fór á kostum í undanúrslitum VÍS-bikarsins gegn NjarðvíkVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa ekki gert körfu síðustu eina og hálfa mínútuna í fyrsta leikhluta byrjaði Njarðvík annan leikhluta afar illa. Keflavík gerði fyrstu sex stigin og fyrsta karfa Njarðvíkur kom eftir þrjár mínútur. Það voru fyrstu stig liðsins í fjórar og hálfa mínútu. Staðan fór úr því að vera 18-14 yfir í 30-16. Keflavík yfirspilaði Njarðvík í fyrri hálfleik og var verðskuldað 15 stigum yfir 51-36. Það var svakalegur munur á þriggja stiga nýtingu liðanna. Keflavík tók 14 þriggja stiga skot og hitti úr 7 á meðan Njarðvík tók 11 þriggja stiga skot og hitti aðeins úr einu. Keflavík - Njarðvík VÍS bikar kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var allt annað að sjá til Njarðvíkur í síðari hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu á að setja niður tvo þrista og þegar munurinn var kominn undir tíu stig tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé. Njarðvík tókst að saxa forskot Keflavík niður í sex stig en þá bitu deildarmeistararnir frá sér. Keflavík læsti vörninni og gerði hverja auðveldu körfuna á fætur annarri. Staðan fór úr því að verða 53-47 yfir í 66-47. Sara Rún Hinriksdóttir gerði 14 stig í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Anna Lára Vignisdóttir endaði þriðja leikhluta á flautuþrist og Keflavík var nítján stigum yfir 71-52 þegar haldið var í fjórða leikhluta. Njarðvík náði aldrei að ógna forskoti Keflavíkur í fjórða leikhluta og Keflavík vann að lokum fjórtán stiga sigur 86-72. Keflavík - Njarðvík VÍS bikar kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði afar vel í fyrri hálfleik. Góð vörn Keflvíkinga gerði Njarðvík erfitt fyrir og liðið hitti afar illa. Keflavík svaraði áhlaupi Njarðvíkur í þriðja leikhluta þegar forskot Keflavíkur fór niður í sex stig. Þá kom 13 stiga áhlaup og Njarðvík átti aldrei möguleika eftir það. Hverjar stóðu upp úr? Eins og svo oft áður var Daniela Wallen allt í öllu hjá Keflavík. Hún var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Daniela gerði 17 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Birna Benónýsdóttir var einnig með 17 stig. Birna setti þrjá þrista ofan í úr fimm skotum. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Njarðvíkur í fyrri hálfleik var ömurleg. Liðið tók ellefu þriggja stiga skot og hitti aðeins úr einu. Angela Strize tók sex skot og klikkaði á þeim öllum. Með hana inn á vellinum tapaði Njarðvík með 22 stigum. Hvað gerist næst? Njarðvík er úr leik í bikarnum en Keflavík mætir annað hvort Þór Akureyri eða Grindavík í úrslitum á laugardaginn klukkan 19:00. „Við gerðum allt fyrir Keflavík svo þær gátu nýtt sína styrkleika“ Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir í leik kvöldsins í HöllinniVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins þar sem Njarðvík er úr leik í VÍS-bikarnum. „Þetta var allt of stórt tap. Frammistaða okkar í fyrri hálfleik bjó þetta til fyrir Keflavík. Ég tel mig og mitt lið þekkja þetta lið mjög vel og við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. Þegar þær skoruðu fórum við að svara með fljótum körfum og vorum að reyna erfið skot. Keflavík er besta liðið í deildinni í að keyra í bakið á þér,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við gerðum allt fyrir Keflavík svo þær gátu nýtt styrkleikana sína og það er okkur að kenna.“ Njarðvík náði að minnka forskot Keflavíkur niður í sex stig í þriðja leikhluta en eftir það gerði Keflavík þrettán stig í röð og leit ekki um öxl.“ „Þegar þetta var leikur og augnablikið með okkur þá vorum við ekki nógu agaðar til að stjórna því sem við vildum gera. Við áttum að vera með fleiri svör og skilja réttu leikmennina eftir. „Keflavík gerði vel í að svara og þá fórum við út úr því sem við vildum gera og því fór sem fór.“ Þrátt fyrir að hafa dottið út úr VÍS-bikarnum var Rúnar sannfærður um að hann myndi mæta Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins. „Það eru tæplega tveir mánuðir í að við þurfum að mæta Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins og þar ætlum við að vinna þær. Við höfum tvo mánuði til að finna taktinn aftur og sjálftraustið,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF UMF Njarðvík
Keflavík vann sannfærandi sigur gegn Njarðvík í undanúrslitum VÍS-bikarsins 86-72. Þetta verður annað árið í röð sem Keflavík verður í úrslitum VÍS-bikarsins. Suðurnesjarslagurinn fór vel af stað og bæði lið skiptust á körfum. Selena Lott byrjaði af krafti og gerði fyrstu þrjár körfur Njarðvíkur. Eftir fyrstu þrjár mínúturnar fór að ganga betur og betur hjá Keflavík. Daniela Wallen í baráttunni við Ísabellu Ósk SigurðardótturVísir/Pawel Cieslikiewicz Keflvíkingar fóru að spila þéttari vörn sem gerði Njarðvík gríðarlega erfitt fyrir. Eftir að Keflavík hafði gert sjö stig gegn aðeins tveimur hjá Njarðvík tók Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, viðstöðulaust leikhlé beint eftir að þriggja stiga skot Birnu Benónýsdóttur fór ofan í. Anna Ingunn Svansdóttir, fyrirliði Keflavíkur, endaði fyrsta leikhluta á að setja niður flautuþrist og kom Keflavík tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta 24-14. Daniela Wallen fór á kostum í undanúrslitum VÍS-bikarsins gegn NjarðvíkVísir/Pawel Cieslikiewicz Eftir að hafa ekki gert körfu síðustu eina og hálfa mínútuna í fyrsta leikhluta byrjaði Njarðvík annan leikhluta afar illa. Keflavík gerði fyrstu sex stigin og fyrsta karfa Njarðvíkur kom eftir þrjár mínútur. Það voru fyrstu stig liðsins í fjórar og hálfa mínútu. Staðan fór úr því að vera 18-14 yfir í 30-16. Keflavík yfirspilaði Njarðvík í fyrri hálfleik og var verðskuldað 15 stigum yfir 51-36. Það var svakalegur munur á þriggja stiga nýtingu liðanna. Keflavík tók 14 þriggja stiga skot og hitti úr 7 á meðan Njarðvík tók 11 þriggja stiga skot og hitti aðeins úr einu. Keflavík - Njarðvík VÍS bikar kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Það var allt annað að sjá til Njarðvíkur í síðari hálfleik. Njarðvíkingar byrjuðu á að setja niður tvo þrista og þegar munurinn var kominn undir tíu stig tók Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, leikhlé. Njarðvík tókst að saxa forskot Keflavík niður í sex stig en þá bitu deildarmeistararnir frá sér. Keflavík læsti vörninni og gerði hverja auðveldu körfuna á fætur annarri. Staðan fór úr því að verða 53-47 yfir í 66-47. Sara Rún Hinriksdóttir gerði 14 stig í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Anna Lára Vignisdóttir endaði þriðja leikhluta á flautuþrist og Keflavík var nítján stigum yfir 71-52 þegar haldið var í fjórða leikhluta. Njarðvík náði aldrei að ógna forskoti Keflavíkur í fjórða leikhluta og Keflavík vann að lokum fjórtán stiga sigur 86-72. Keflavík - Njarðvík VÍS bikar kvenna vor 2024Vísir/Pawel Cieslikiewicz Af hverju vann Keflavík? Keflavík spilaði afar vel í fyrri hálfleik. Góð vörn Keflvíkinga gerði Njarðvík erfitt fyrir og liðið hitti afar illa. Keflavík svaraði áhlaupi Njarðvíkur í þriðja leikhluta þegar forskot Keflavíkur fór niður í sex stig. Þá kom 13 stiga áhlaup og Njarðvík átti aldrei möguleika eftir það. Hverjar stóðu upp úr? Eins og svo oft áður var Daniela Wallen allt í öllu hjá Keflavík. Hún var aðeins einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu. Daniela gerði 17 stig, tók 15 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Birna Benónýsdóttir var einnig með 17 stig. Birna setti þrjá þrista ofan í úr fimm skotum. Hvað gekk illa? Þriggja stiga nýting Njarðvíkur í fyrri hálfleik var ömurleg. Liðið tók ellefu þriggja stiga skot og hitti aðeins úr einu. Angela Strize tók sex skot og klikkaði á þeim öllum. Með hana inn á vellinum tapaði Njarðvík með 22 stigum. Hvað gerist næst? Njarðvík er úr leik í bikarnum en Keflavík mætir annað hvort Þór Akureyri eða Grindavík í úrslitum á laugardaginn klukkan 19:00. „Við gerðum allt fyrir Keflavík svo þær gátu nýtt sína styrkleika“ Rúnar Ingi Erlingsson og Jana Falsdóttir í leik kvöldsins í HöllinniVísir/Pawel Cieslikiewicz Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins þar sem Njarðvík er úr leik í VÍS-bikarnum. „Þetta var allt of stórt tap. Frammistaða okkar í fyrri hálfleik bjó þetta til fyrir Keflavík. Ég tel mig og mitt lið þekkja þetta lið mjög vel og við spiluðum þetta upp í hendurnar á þeim. Þegar þær skoruðu fórum við að svara með fljótum körfum og vorum að reyna erfið skot. Keflavík er besta liðið í deildinni í að keyra í bakið á þér,“ sagði Rúnar Ingi í samtali við Vísi og hélt áfram. „Við gerðum allt fyrir Keflavík svo þær gátu nýtt styrkleikana sína og það er okkur að kenna.“ Njarðvík náði að minnka forskot Keflavíkur niður í sex stig í þriðja leikhluta en eftir það gerði Keflavík þrettán stig í röð og leit ekki um öxl.“ „Þegar þetta var leikur og augnablikið með okkur þá vorum við ekki nógu agaðar til að stjórna því sem við vildum gera. Við áttum að vera með fleiri svör og skilja réttu leikmennina eftir. „Keflavík gerði vel í að svara og þá fórum við út úr því sem við vildum gera og því fór sem fór.“ Þrátt fyrir að hafa dottið út úr VÍS-bikarnum var Rúnar sannfærður um að hann myndi mæta Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins. „Það eru tæplega tveir mánuðir í að við þurfum að mæta Keflavík í úrslitum Íslandsmótsins og þar ætlum við að vinna þær. Við höfum tvo mánuði til að finna taktinn aftur og sjálftraustið,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti