Adam hafi nánast þvingað treyjuna upp á Gylfa: „Minn er heiðurinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. mars 2024 12:01 Adam ásamt Gylfa með nýju treyjuna. Instagram/@adampalsson Gylfi Þór Sigurðsson þakkar Adam Ægi Pálssyni fyrir að afhenda sér treyjunúmerið 23 hjá Val. Adam skipti um númer svo Gylfi gæti borið sömu tölu á bakinu og hann gerði á sínum bestu árum hjá Swansea í ensku úrvalsdeildinni. Tían er oft tengt við Gylfa enda bar hann þá tölu á bakinu alla sína tíð með landsliðinu. Kristinn Freyr Sigurðsson var hins vegar ekki tilbúin að láta hana af hendi hjá Val, eitthvað sem Gylfi hefur skilning á. „Ég skil það alveg. Ég grennslaðist aðeins fyrir og vissi að tían hafði mikla þýðingu fyrir hann. Ég skil það persónulega mjög vel,“ segir Gylfi. Klippa: Adam þvingaði treyjuna upp á Gylfa Þá virðist sem talan 23, sem Michael Jordan gerði ódauðlega á tíma sínum með Chicago Bulls, hafa verið næst á óskalistanum. Gylfi bar þá tölu á síðari tíma sínum með velska liðinu Swansea, sem lék þá í ensku úrvalsdeildinni. Adam Ægir Pálsson var númer 23 fyrir en skipti glaður upp í 24. „Minn er heiðurinn“ sagði Adam á samfélagsmiðlinum Instagram við mynd af þeim Gylfa með treyjuna. „Þá hafði ég smá samband við Adam og það var eiginlega frekar hann sem vildi þvinga 23 upp á mig en að ég væri að eltast við það,“ „Þetta sýnir bara hvernig stemningin er í hópnum. Þeir vilja allir láta manni líða eins og ég sé velkominn og líða vel. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég valdi Val,“ segir Gylfi. View this post on Instagram A post shared by Adam Ægir Pa lsson (@adampalsson) Gylfi getur þreytt frumraun sína í efstu deild hér á landi þegar Valur hefur leik í Bestu deildinni með leik við ÍA á Hlíðarenda þann 7. apríl. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Besta deild karla Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Tían er oft tengt við Gylfa enda bar hann þá tölu á bakinu alla sína tíð með landsliðinu. Kristinn Freyr Sigurðsson var hins vegar ekki tilbúin að láta hana af hendi hjá Val, eitthvað sem Gylfi hefur skilning á. „Ég skil það alveg. Ég grennslaðist aðeins fyrir og vissi að tían hafði mikla þýðingu fyrir hann. Ég skil það persónulega mjög vel,“ segir Gylfi. Klippa: Adam þvingaði treyjuna upp á Gylfa Þá virðist sem talan 23, sem Michael Jordan gerði ódauðlega á tíma sínum með Chicago Bulls, hafa verið næst á óskalistanum. Gylfi bar þá tölu á síðari tíma sínum með velska liðinu Swansea, sem lék þá í ensku úrvalsdeildinni. Adam Ægir Pálsson var númer 23 fyrir en skipti glaður upp í 24. „Minn er heiðurinn“ sagði Adam á samfélagsmiðlinum Instagram við mynd af þeim Gylfa með treyjuna. „Þá hafði ég smá samband við Adam og það var eiginlega frekar hann sem vildi þvinga 23 upp á mig en að ég væri að eltast við það,“ „Þetta sýnir bara hvernig stemningin er í hópnum. Þeir vilja allir láta manni líða eins og ég sé velkominn og líða vel. Það er ein af stóru ástæðunum fyrir því að ég valdi Val,“ segir Gylfi. View this post on Instagram A post shared by Adam Ægir Pa lsson (@adampalsson) Gylfi getur þreytt frumraun sína í efstu deild hér á landi þegar Valur hefur leik í Bestu deildinni með leik við ÍA á Hlíðarenda þann 7. apríl. Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Besta deild karla Valur Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Þóttist vera látinn yngri bróður sinn Fótbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Sport Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira