Albert fyrstur til að skora tvær þrennur fyrir Ísland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2024 10:01 Albert Guðmundsson fagnar fyrsta marki sínu sem hann skoraði beint úr aukaspyrnu. AP/Darko Vojinovic Albert Guðmundsson varð í gær fyrsti leikmaðurinn í sögu karlalandsliðsins í fótbolta sem nær að skora tvær þrennur fyrir Ísland. Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira
Albert skoraði þrjú mörk í 4-1 sigri á Ísrael en með honum komu íslensku strákarnir sér í hreinan úrslitaleik um laust sæti á EM í Þýskalandi í sumar. Fyrsta markið skoraði Albert beint úr aukaspyrnu, næsta mark eftir einleik í gegnum vörnina og það þriðja með því að vera réttur maður á réttum stað eftir frákast. Aðeins ellefu leikmenn höfðu náð því að skora þrennu fyrir leikinn í gærkvöldi og Albert var einn af þeim. Engum þeirra hafði tekist að skora tvær þrennur. Albert skoraði fyrri þrennu sína í vináttulandsleik á móti Indónesíu á Jakarta í janúar 2018. Það var jafnframt næstsíðasta þrennan fyrir landsliðið en í millitíðinni hafði Aron Einar Gunnarsson skorað þrennur í sigri á Liechtenstein í undankeppni EM í fyrra. Albert er aðeins þriðji leikmaðurinn til að skora þrennu í keppnisleik en fyrstu átta þrennur íslenska landsliðsins litu dagsins ljós í vináttulandsleikjum. Sá fyrsti til að skora þrennu í keppnislandsleik var Jóhann Berg Guðmundsson þegar hann skoraði þrennu í 4-4 jafntefli á móti Sviss í undankeppni HM í Bern í september 2013. Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Þrennur fyrir íslenska landsliðið: Albert Guðmundsson - 2 2018 á móti Indónesíu í vináttulandsleik 2024 á móti Ísrael í umspili um sæti á EM Ríkharður Jónsson - 1 1951 á móti Svíþjóð í vináttulandsleik (ferna) Teitur Þórðarson - 1 1975 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Ragnar Margeirsson - 1 1985 á móti Færeyjum í vináttulandsleik Arnór Guðjohnsen - 1 1991 á móti Tyrkjum í vináttulandsleik (ferna) Þorvaldur Örlygsson - 1 1994 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Bjarki Gunnlaugsson - 1 1996 á móti Eistlandi í vináttulandsleik Helgi Sigurðsson - 1 2000 á móti Möltu í vináttulandsleik Tryggvi Guðmundsson - 1 2001 á móti Indlandi í vináttulandsleik (æfingamót) Jóhann Berg Guðmundsson - 1 2013 á móti Sviss í undankeppni HM Aron Einar Gunnarsson - 1 2023 á móti Liechtenstein í undankeppni EM
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Sjá meira