Við heyrum í forstjóra Samkeppniseftirlitsins sem segir líklegt að lagabreytingin muni leiða til hærra verðs á landbúnaðarvörum og lakari stöðu bænda.
Einnig verður rætt við formann fjárlaganefndar um söluna á TM til Landsbankans en nefndin ætlar að óska eftir upplýsingum frá Bankasýslunni vegna málsins.
Að auki heyrum við í Byggingartæknifræðingi hjá Verkís en athuga á í dag hvort hægt sé að sækja áfram efni í varnargarðana við Grindavík úr námunni sem fylltist af hrauni í gær.
Íþróttirnar munu svo að sjálfsögðu taka fyrir glæstan sigur Íslands á Ísrael frá því í gær.