Umfjöllun og viðtöl: Fram - KA/Þór 26 - 23 | Norðankonur fallnar Þorsteinn Hjálmsson skrifar 23. mars 2024 19:00 Vísir/Hulda Margrét Fram tryggði sér í kvöld annað sætið í Olís-deildinni með sigri á KA/Þór í lokaumferð deildarinnar. Lokatölur 26-23 í kaflaskiptum leik þar sem Fram komst tíu mörkum yfir eftir 13 mínútna leik en misstu þá forystu niður í tvö mörk á lokakafla leiksins. Með tapinu varð endanlega ljóst að KA/Þór mun leika í Grill 66-deildinni næsta haust en aðeins þrjú ár eru síðan að liðið varð, í fyrsta og eina skipti í sögu félagsins, Íslandsmeistari. KA/Þór tókst að skora fyrsta mark leiksins eftir að hafa stolið boltanum af heimakonum. Eftir það stigu Framkonur bensínið í botn og skoruðu 11 mörk í röð. Tíu marka munur á liðunum eftir aðeins 13 mínútna leik, 11-1. Á þessum kafla einkenndist sóknarleikur Norðankvenna af hnoði sem skilaði engu nema töpuðum boltum sem heimakonur nýttu sér afskaplega vel. Eftir að hafa komist tíu mörkum yfir hægðist á markaskorun Fram. Raunar kom kafli sem Fram skoraði ekki í fimm mínútur. KA/Þór tókst að skora nokkur mörk á meðan heimakonur höfðu tekið löppina af bensíngjöfinni. Staðan 16-8 í hálfleik. Norðankonur hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiksins. Staðan 16-11. KA/Þór spilaði sjö á sex sóknarlega allan síðari hálfleikinn og saxaði með þeirri spilamennsku hægt og rólega á forystu Fram. Á meðan hófu Framkonur að klikka á dauðafærum í sínum sóknum. Á 47. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í tvö mörk, 20-18, og allur meðbyr með Akureyringum. Heimakonur náðu þó eftir það að halda KA/Þór í hæfilegri fjarlægð þrátt fyrir að Norðankonur höfðu þjarmað vel að forystu Fram. Fram hélt út og bar sigur úr býtum. Af hverju vann Fram? Fyrstu 13 mínútur leiksins var að lokum sá kafli leiksins sem hafði mest áhrif á niðurstöðu hans. Fram skoraði þá 11 mörk í röð þar sem flest mörkin komu úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Ef ekki hefði verið fyrir þann kafla hefði niðurstaðan hæglega getað orðið önnur miðað við góða spilamennsku KA/Þórs í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Isabella Fraga, leikmaður KA/Þórs, var stórkostleg í leiknum og skoraði 13 mörk, þar af fimm úr vítum. Bergrós Ásta Guðmundsdóttir fiskaði fjögur af þeim vítum og skoraði einnig fjögur mörk. Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, varði fimm skot í fyrri hálfleik og svo níu í þeim síðari, þar á meðal víti og dauðafæri úr hraðaupphlaupum og gegnumbrotum. Hjá Fram endaði Steinunn Björnsdóttir markahæst með sjö mörk og stóð einnig vörnina vel í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Upphafskafli leiksins hjá KA/Þór var herfilegur, enda fékk liðið á sig 11 mörk í röð. Færanýting og markvarsla hjá Fram í síðari hálfleik var ekki upp á marga fiska og voru þeir þættir í leik liðsins sem buðu KA/Þór upp í dans á lokakafla leiksins. Hvað gerist næst? Nú er deildarkeppninni í Olís-deild kvenna lokið. Nú tekur við úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem Fram endaði í öðru sæti deildarinnar, þá situr liðið hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og er því með öruggt sæti inn í undanúrslitin. Tímabilinu er endanlega lokið hjá KA/Þór og mun liðið leika í Grill 66-deildinni næsta haust. Einar Jónsson: „Því miður hafði ég rétt fyrir mér“ Einar Jónsson, þjálfari FramVísir/Hulda Margrét „Það má alveg segja að þessi leikur súmmeri upp tímabilið hjá okkur. Við getum verið alveg ógeðslega góðar. Það var á kafla hér í fyrri hálfleik þar sem við bara vorum sturlaðar en svo erum við ógeðslega lélegar í seinni hálfleik, bara því miður,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, beint eftir leik. „Ég hamraði alveg hrikalega á þessu í hálfleik og ég veit bara líka að þetta KA/Þórs lið er bara ólseigar. Þær bara gefast aldrei upp. Ég sagði við þær í hálfleik að þetta snýst um að halda haus og vera agaðar og einbeittar í því sem við erum að gera þá klárum við þetta, ef ekki þá verður þetta algjört vesen. Því miður hafði ég rétt fyrir mér, ég hafði ekkert sérstaklega góða tilfinningu í hálfleik, ég verð bara að viðurkenna það. Ég náði ekki að koma því nægilega vel til skila, það er ljóst.“ Hefur þetta eitthvað að segja upp á framhaldið að gera? „Þetta segir svo sem ekki neitt, ekki annað en það en að svona ákveðnir þættir sem við þurfum að hamra á. Þrátt fyrir að KA/Þór hafi komið mjög sterkt inn í seinni hálfleikinn, ég meina þá förum við með urmul af dauðafærum. Þetta eru ekkert fiffty-fiffty færi, þetta eru bara hundrað prósent dauðafæri. Þetta feldi okkur gegn ÍBV í síðasta leik. Við vorum að spila frábærlega á köflum gegn ÍBV en ef þú klúðrar tíu dauðafærum þá áttu ekkert skilið með að vinna leikinn. Þetta er einn þáttur sem við verðum að laga og við höfum verið að hamra á þessu í allan vetur.“ Fram lýkur tímabilinu í öðru sætinu á eftir deildarmeisturum Vals. „Þetta er stórkostlegur árangur sem við höfum náð í vetur, að ná öðru sætinu. Við erum búin að vera stefna að þessu svona frá áramótum þegar okkur fannst við vera að fara í rétta átt og miklar framfarir á liðinu. Við ætluðum okkur að reyna að berjast um þetta annað sæti og ég er ógeðslega ánægður með liðið að hafa náð að klára það. Það leit ekki út fyrir það að við værum að fara berjast um toppsætin í minnsta kosti í sumar og í haust. Mér finnst þetta stórkostlegur árangur. Nú er úrslitakeppnin eftir og við ætlum okkur að berjast um Íslandsmeistaratitilinn, það er ekkert flóknara en það. En við eigum eftir að mæta frábærum liðum.“ Með því að enda í öðru sæti er Fram laust við að þurfa að leika í umspili um það að komast í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið fær því hvíld, en skiptir það máli? „Ef við hefðum ekki fengið pásu þá hefði ég sagt að þetta væri frábært að fá þessa leiki. En eins og núna þá fáum við pásu þá segi ég að það er frábært að fá pásu og geta bara aðeins blásið. Við erum með nokkra meidda leikmenn sem við getum tjaslað saman og æft vel fyrir þetta. Alveg sama hvað hefði gerst þá hefði ég bara snúið því á jákvæðan hátt. Þetta snýst bara um viðhorf, ekki hvort þetta sé gott eða slæmt,“ sagði Einar að lokum. Olís-deild kvenna Fram KA Þór Akureyri
Fram tryggði sér í kvöld annað sætið í Olís-deildinni með sigri á KA/Þór í lokaumferð deildarinnar. Lokatölur 26-23 í kaflaskiptum leik þar sem Fram komst tíu mörkum yfir eftir 13 mínútna leik en misstu þá forystu niður í tvö mörk á lokakafla leiksins. Með tapinu varð endanlega ljóst að KA/Þór mun leika í Grill 66-deildinni næsta haust en aðeins þrjú ár eru síðan að liðið varð, í fyrsta og eina skipti í sögu félagsins, Íslandsmeistari. KA/Þór tókst að skora fyrsta mark leiksins eftir að hafa stolið boltanum af heimakonum. Eftir það stigu Framkonur bensínið í botn og skoruðu 11 mörk í röð. Tíu marka munur á liðunum eftir aðeins 13 mínútna leik, 11-1. Á þessum kafla einkenndist sóknarleikur Norðankvenna af hnoði sem skilaði engu nema töpuðum boltum sem heimakonur nýttu sér afskaplega vel. Eftir að hafa komist tíu mörkum yfir hægðist á markaskorun Fram. Raunar kom kafli sem Fram skoraði ekki í fimm mínútur. KA/Þór tókst að skora nokkur mörk á meðan heimakonur höfðu tekið löppina af bensíngjöfinni. Staðan 16-8 í hálfleik. Norðankonur hófu síðari hálfleikinn af krafti og skoruðu fyrstu þrjú mörk síðari hálfleiksins. Staðan 16-11. KA/Þór spilaði sjö á sex sóknarlega allan síðari hálfleikinn og saxaði með þeirri spilamennsku hægt og rólega á forystu Fram. Á meðan hófu Framkonur að klikka á dauðafærum í sínum sóknum. Á 47. mínútu leiksins var munurinn kominn niður í tvö mörk, 20-18, og allur meðbyr með Akureyringum. Heimakonur náðu þó eftir það að halda KA/Þór í hæfilegri fjarlægð þrátt fyrir að Norðankonur höfðu þjarmað vel að forystu Fram. Fram hélt út og bar sigur úr býtum. Af hverju vann Fram? Fyrstu 13 mínútur leiksins var að lokum sá kafli leiksins sem hafði mest áhrif á niðurstöðu hans. Fram skoraði þá 11 mörk í röð þar sem flest mörkin komu úr hraðaupphlaupum eða seinni bylgju. Ef ekki hefði verið fyrir þann kafla hefði niðurstaðan hæglega getað orðið önnur miðað við góða spilamennsku KA/Þórs í síðari hálfleik. Hverjar stóðu upp úr? Isabella Fraga, leikmaður KA/Þórs, var stórkostleg í leiknum og skoraði 13 mörk, þar af fimm úr vítum. Bergrós Ásta Guðmundsdóttir fiskaði fjögur af þeim vítum og skoraði einnig fjögur mörk. Matea Lonac, markvörður KA/Þórs, varði fimm skot í fyrri hálfleik og svo níu í þeim síðari, þar á meðal víti og dauðafæri úr hraðaupphlaupum og gegnumbrotum. Hjá Fram endaði Steinunn Björnsdóttir markahæst með sjö mörk og stóð einnig vörnina vel í fyrri hálfleik. Hvað gekk illa? Upphafskafli leiksins hjá KA/Þór var herfilegur, enda fékk liðið á sig 11 mörk í röð. Færanýting og markvarsla hjá Fram í síðari hálfleik var ekki upp á marga fiska og voru þeir þættir í leik liðsins sem buðu KA/Þór upp í dans á lokakafla leiksins. Hvað gerist næst? Nú er deildarkeppninni í Olís-deild kvenna lokið. Nú tekur við úrslitakeppnin um Íslandsmeistaratitilinn. Þar sem Fram endaði í öðru sæti deildarinnar, þá situr liðið hjá í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og er því með öruggt sæti inn í undanúrslitin. Tímabilinu er endanlega lokið hjá KA/Þór og mun liðið leika í Grill 66-deildinni næsta haust. Einar Jónsson: „Því miður hafði ég rétt fyrir mér“ Einar Jónsson, þjálfari FramVísir/Hulda Margrét „Það má alveg segja að þessi leikur súmmeri upp tímabilið hjá okkur. Við getum verið alveg ógeðslega góðar. Það var á kafla hér í fyrri hálfleik þar sem við bara vorum sturlaðar en svo erum við ógeðslega lélegar í seinni hálfleik, bara því miður,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, beint eftir leik. „Ég hamraði alveg hrikalega á þessu í hálfleik og ég veit bara líka að þetta KA/Þórs lið er bara ólseigar. Þær bara gefast aldrei upp. Ég sagði við þær í hálfleik að þetta snýst um að halda haus og vera agaðar og einbeittar í því sem við erum að gera þá klárum við þetta, ef ekki þá verður þetta algjört vesen. Því miður hafði ég rétt fyrir mér, ég hafði ekkert sérstaklega góða tilfinningu í hálfleik, ég verð bara að viðurkenna það. Ég náði ekki að koma því nægilega vel til skila, það er ljóst.“ Hefur þetta eitthvað að segja upp á framhaldið að gera? „Þetta segir svo sem ekki neitt, ekki annað en það en að svona ákveðnir þættir sem við þurfum að hamra á. Þrátt fyrir að KA/Þór hafi komið mjög sterkt inn í seinni hálfleikinn, ég meina þá förum við með urmul af dauðafærum. Þetta eru ekkert fiffty-fiffty færi, þetta eru bara hundrað prósent dauðafæri. Þetta feldi okkur gegn ÍBV í síðasta leik. Við vorum að spila frábærlega á köflum gegn ÍBV en ef þú klúðrar tíu dauðafærum þá áttu ekkert skilið með að vinna leikinn. Þetta er einn þáttur sem við verðum að laga og við höfum verið að hamra á þessu í allan vetur.“ Fram lýkur tímabilinu í öðru sætinu á eftir deildarmeisturum Vals. „Þetta er stórkostlegur árangur sem við höfum náð í vetur, að ná öðru sætinu. Við erum búin að vera stefna að þessu svona frá áramótum þegar okkur fannst við vera að fara í rétta átt og miklar framfarir á liðinu. Við ætluðum okkur að reyna að berjast um þetta annað sæti og ég er ógeðslega ánægður með liðið að hafa náð að klára það. Það leit ekki út fyrir það að við værum að fara berjast um toppsætin í minnsta kosti í sumar og í haust. Mér finnst þetta stórkostlegur árangur. Nú er úrslitakeppnin eftir og við ætlum okkur að berjast um Íslandsmeistaratitilinn, það er ekkert flóknara en það. En við eigum eftir að mæta frábærum liðum.“ Með því að enda í öðru sæti er Fram laust við að þurfa að leika í umspili um það að komast í undanúrslitaeinvígi um Íslandsmeistaratitilinn. Liðið fær því hvíld, en skiptir það máli? „Ef við hefðum ekki fengið pásu þá hefði ég sagt að þetta væri frábært að fá þessa leiki. En eins og núna þá fáum við pásu þá segi ég að það er frábært að fá pásu og geta bara aðeins blásið. Við erum með nokkra meidda leikmenn sem við getum tjaslað saman og æft vel fyrir þetta. Alveg sama hvað hefði gerst þá hefði ég bara snúið því á jákvæðan hátt. Þetta snýst bara um viðhorf, ekki hvort þetta sé gott eða slæmt,“ sagði Einar að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti