„Ágætt að ég sleppi því bara að mæta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 22. mars 2024 21:05 Þorsteinn Halldórsson er spenntur fyrir komandi verkefni. Vísir/Ívar Þorsteinn Halldórsson tilkynnti í dag leikmannahóp kvennalandsliðs Íslands fyrir komandi leiki í undankeppni Evrópumótsins á næsta ári. Krefjandi verkefni er fram undan. Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Aðeins ein breyting er frá síðasta hópi er Ísland vann Serbíu í umspili í Þjóðadeildinni í febrúar. Þorstein fagnar því að hópurinn haldist en segir þó að valinu fylgi ávallt ákveðinn hausverkur. „Það fylgir því alltaf. Maður hefur úr fjölda leikmanna að velja og það er alltaf spurningum hvort maður eigi að gera breytingu eða taka inn nýja leikmenn, gefa einhverjum tækifæri eða eitthvað svoleiðis. En ég var sáttur hópinn síðast og taldi að þetta væri hópurinn sem ég vildi vinna með,“ Pólland og Þýskaland eru mótherjarnir í komandi leikjum og því krefjandi verkefni fram undan. „Þetta eru hörkulið og verða hörkuleikir. Auðvitað snýst þetta um hvernig við nálgumst þetta, hvað við gerum og hvernig við spilum. Við byrjum bara á Póllandi hérna heima og þurfum að undirbúa okkur vel og vera tilbúin til að fá góð úrslit. Markmiðið okkar númer eitt, tvö og þrjú er að vinna,“ segir Þorsteinn. Tekur úrslitaleikinn heima í stofu Sonur Þorsteins, Jón Dagur Þorsteinsson, spilaði leik Íslands við Ísrael í gær og vakti athygli á blaðamannafundi dagsins þegar hann gagnrýndi blaðamenn fyrir að greina ranglega frá því að víti hefði verið dæmt á soninn. „Það var svolítið fyndið að lesa þetta. Ég las nokkrar umsagnir um leikinn og allir sögðu að hann hefði fengið hann í hendina á sér en það var ekki raunin. Svo sem skipti það ekki máli, ég var bara að gantast með þetta á fundinum,“ segir Þorsteinn. En ætlar Þorsteinn út á leikinn við Úkraínu á þriðjudag? „Ég hef ekkert ákveðið það. Ég efast um það. Þeir unnu meðan ég var ekki þarna í gær þannig að það er ágætt að ég sleppi því bara að mæta, held ég,“ segir Þorsteinn léttur. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Landslið kvenna í fótbolta EM í Sviss 2025 Tengdar fréttir Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08 Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Schick stjarnan í sterkum sigri Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Sjá meira
Eina breytingin er að Fanney Inga kemur inn Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur valið landsliðshóp sinn fyrir fyrstu leiki íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins. 22. mars 2024 13:08