Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld.
Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. vísir

Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna um fyrirhuguð kaup á TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar.

Breytingar sem samþykktar voru á búvörulögum í gær jafngilda stórslysi að mati framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Nú geti fyrirtæki sem skili milljarða hagnaði hagað sér eins og þeim sýnist án aðhalds. Við fjöllum um málið og ræðum við þingmann stjórnarandstöðunnar í beinni útsendingu.

Landspítalinn hefur ráðið um tuttugu nýja forstöðumenn. Flestir voru starfandi á spítalanum og færast ofar í skipuriti. Þetta er fjórða uppstokkunin á örfáum árum og áætlaður kostnaður er á þriðja hundrað milljónir króna.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Reykjanesskaganum þar sem til stendur að hækka varnargarða fyrir ofan Grindavíkurbæ og hittum ungan háskólanema sem fékk draumastarfið hjá Forlaginu eftir að hún hóf að fjalla um bækur á samfélagsmiðlinum TikTok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×