Fótbolti

„Maður er bara að vona það besta“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jói Kalli vonast til að menn nái að jafna sig fyrir leikinn gegn Úkraínu.
Jói Kalli vonast til að menn nái að jafna sig fyrir leikinn gegn Úkraínu.

„Við notuðum daginn til að jafna okkur eftir átök gærkvöldsins, en auðvitað erum við mjög ánægðir með hafa unnið þennan leik svona sannfærandi,“ segir Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands á hóteli íslenska liðsins í Búdapest í gær.

Arnór Sigurðsson og Arnór Ingvi Traustason fóru báðir meddir af velli gegn Ísrael á fimmtudagskvöldið. Nú er ljóst að Arnór Sig verður ekki með gegn Úkraínu á þriðjudaginn kemur. Þá fór Willum Þór Willumsson einnig útaf í hálfleik í leiknum.

„Maður er bara að vona það besta með þessa stráka. Willum er alveg í fínu lagi en það er aðallega þessi tveir og síðan þurfum við að sjá og meta stöðuna á Jóhanni Berg og við þurfum bara að meta stöðuna hvernig þessir menn verða inn í leikinn á móti Úkraínu,“ sagði Jóhannes Karl áður en ljóst var að Arnór Sig yrði ekki með gegn Úkraínu.

Stefán Teitur Þórðarson er mættur út og mun koma inn í hópinn. Jóhannes segir að ekki sé búist við að þeir kalli fleiri leikmenn inn.

„Við vitum alveg hvað við fáum frá honum núna og það er flott að hann sé að koma inn í hópinn úr því að við lentum í þessum meiðslum.“

Klippa: Tveir leikmenn Íslands meiddust gegn Ísrael: Maður er bara að vona það besta


Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×