Íslenski boltinn

Breiða­blik gerði jafn­tefli við úr­vals­deildar­lið frá Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Byrjunarlið dagsins.
Byrjunarlið dagsins. Breiðablik

Breiðablik gerði 2-2 jafntefli við þýska efstu deildarliðið Köln í vináttuleik á Spáni. Breiðablik er í miðjum undirbúning fyrir komandi tímabil í Bestu deild karla á meðan Köln er að undirbúa sig fyrir lokasprettinn í þýsku deildinni.

Köln er í bullandi fallbaráttu en liðið er með aðeins 18 stig að loknum 26 umferðum, sjö stigum frá öruggu sæti þegar átta umferðir eru eftir. 

Þýska liðið stillti þó upp nokkuð sterku liði og kom Faride Alidou, lánsmaður frá Eintracht Frankfurt, Þjóðverjunum yfir eftir aðeins tíu mínútna leik. Kristinn Steindórsson jafnaði metin fyrir Breiðablik og staðan 1-1 í hálfleik.

Þegar stundarfjórðungur lifði leiks kom hinn 19 ára gamli Damion Downs þýska liðinu yfir á nýjan leik en Benjamin Stokke, norski framherjinn í liði Breiðabliks, jafnaði metin ekki löngu síðar. Fleiri mörk voru ekki skoruð og 2-2 jafntefli niðurstaðan.

Breiðablik hefur leik í Bestu deild karla þann 8. apríl þegar FH kemur í heimsókn á Kópavogsvöll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×