Halldór Garðar: Þetta var fyrir alla Keflvíkinga Andri Már Eggertsson skrifar 23. mars 2024 18:20 Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, lyfti VÍS-bikarnum Vísir/Hulda Margrét Keflavík vann Tindastól í úrslitum VÍS-bikarsins 79-92. Keflavík lenti mest 14 stigum undir en fagnaði að lokum þrettán stiga sigri. Halldór Garðar Hermannsson, fyrirliði Keflavíkur, var í skýjunum með bikarmeistaratitilinn. „Þetta var ólýsanlegt og ég er enn þá að melta þetta. Djöfull var þetta gaman,“ sagði Halldór Garðar í samtali við Vísi eftir leik. Halldór Garðar var mjög ánægður með hugarfarið í leiknum þar sem Keflavík hætti ekki þrátt fyrir að hafa lent fjórtán stigum undir. „Við hættum aldrei. Það skipti ekki máli hvort við vorum fjórtán stigum undir eða yfir. Við spiluðum okkar leik og enduðum sem sigurvegarar.“ „Við höfum verið að gera þetta í vetur. Sama hvað staðan er þá höldum við alltaf áfram. Ég veit að þetta er klisja en við vorum að spila okkar leik. Mér fannst við vera að flýta okkur of mikið þar sem við viljum vera skynsamir og þegar við fórum að taka góð skot þá small þetta.“ Keflavík spilaði frábæra vörn síðustu fimmtán mínúturnar þar sem Tindastóll gerði aðeins átján stig. „Við vorum að frákasta mjög vel. Það var það sem var að ganga illa hjá okkur síðustu tuttugu og fimm mínúturnar. Um leið og við stoppuðum sóknarfráköst þeirra þá læstum við vörninni.“ Halldór Garðar er fyrirliði Keflavíkur og aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að lyfta bikarnum sagði hann að það hafi verið ólýsanlegt. „Það var ólýsanlegt. Ég er ekkert eðlilega þakklátur og þetta var fyrir alla þessa Keflvíkinga,“ sagði Halldór Garðar að lokum. Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
„Þetta var ólýsanlegt og ég er enn þá að melta þetta. Djöfull var þetta gaman,“ sagði Halldór Garðar í samtali við Vísi eftir leik. Halldór Garðar var mjög ánægður með hugarfarið í leiknum þar sem Keflavík hætti ekki þrátt fyrir að hafa lent fjórtán stigum undir. „Við hættum aldrei. Það skipti ekki máli hvort við vorum fjórtán stigum undir eða yfir. Við spiluðum okkar leik og enduðum sem sigurvegarar.“ „Við höfum verið að gera þetta í vetur. Sama hvað staðan er þá höldum við alltaf áfram. Ég veit að þetta er klisja en við vorum að spila okkar leik. Mér fannst við vera að flýta okkur of mikið þar sem við viljum vera skynsamir og þegar við fórum að taka góð skot þá small þetta.“ Keflavík spilaði frábæra vörn síðustu fimmtán mínúturnar þar sem Tindastóll gerði aðeins átján stig. „Við vorum að frákasta mjög vel. Það var það sem var að ganga illa hjá okkur síðustu tuttugu og fimm mínúturnar. Um leið og við stoppuðum sóknarfráköst þeirra þá læstum við vörninni.“ Halldór Garðar er fyrirliði Keflavíkur og aðspurður hvernig það hafi verið fyrir hann að lyfta bikarnum sagði hann að það hafi verið ólýsanlegt. „Það var ólýsanlegt. Ég er ekkert eðlilega þakklátur og þetta var fyrir alla þessa Keflvíkinga,“ sagði Halldór Garðar að lokum.
Keflavík ÍF VÍS-bikarinn Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira