„Bróðir Trossards“ dæmir úrslitaleik Íslands gegn Úkraínu Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 13:30 Clement Turpin hefur dæmt marga stórleiki og verður með flautuna þegar Ísland eða Úkraína tryggir sér sæti á EM á þriðjudaginn. Getty/Stuart MacFarlane Hinn virti, franski dómari Clément Turpin mun sjá um að dæma úrslitaleik Íslands og Úkraínu um sæti á EM karla í fótbolta, í Póllandi á þriðjudagskvöld. Hann dæmdi víti á Ísland í leik við Úkraínu haustið 2016. Turpin er 41 árs og hefur þegar dæmt leiki á fjórum stórmótum; EM 2016 og 2021, og HM 2018 og 2022, eða alls níu leiki á stórmótum. Hann dæmir í frönsku 1. deildinni og hefur einnig dæmt fjölda leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Síðast dæmdi hann leik Arsenal og Porto í Meistaradeild Evrópu, þegar fjöldi fólks grínaðist með það að hann hlyti að vera bróðir Leandro Trossard, leikmanns Arsenal, því svo líkir væru þeir. UEFA appointed Trossard s twin brother as referee for Arsenal vs Porto. This should be Investigated by European Courts! pic.twitter.com/Rp51fPe05Q— City Chief (@City_Chief) March 12, 2024 Hann dæmdi einnig til að mynda úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum, þegar Real Madrid vann Liverpool 1-0. Dæmdi víti á Arnór Ingva Turpin sá um dómgæsluna síðast þegar Úkraína átti heimaleik við Ísland, í undankeppninni fyrir HM 2018. Sá leikur fór 1-1 eftir að Alfreð Finnbogason kom Íslandi snemma yfir en Andriy Yarmolenko jafnaði metin. Turpin dæmdi vítaspyrnu á Ísland tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, eftir brot Arnórs Ingva Traustasonar á Bohdan Butko, en Yevhen Konoplyanka skaut í stöngina úr vítinu. Hann dæmdi svo aftur leik hjá Úkraínu fyrir fimm árum, í markalausu jafntefli við Portúgal í undankeppni EM þar sem gula spjaldið fór aðeins einu sinni á loft. Turpin verður með franskt dómarateymi með sér og mun Jerome Brisard sjá um hlutverk myndbandsdómara. Leikurinn fer fram á Wroclaw-leikvanginum í samnefndri borg, á þriðjudag eins og fyrr segir, og hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Verði jafnt eftir 90 mínútur tekur við framlenging og svo mögulega vítaspyrnukeppni, þar til að annað liðið tryggir sér sæti á EM í Þýskalandi. Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15 „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Turpin er 41 árs og hefur þegar dæmt leiki á fjórum stórmótum; EM 2016 og 2021, og HM 2018 og 2022, eða alls níu leiki á stórmótum. Hann dæmir í frönsku 1. deildinni og hefur einnig dæmt fjölda leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Síðast dæmdi hann leik Arsenal og Porto í Meistaradeild Evrópu, þegar fjöldi fólks grínaðist með það að hann hlyti að vera bróðir Leandro Trossard, leikmanns Arsenal, því svo líkir væru þeir. UEFA appointed Trossard s twin brother as referee for Arsenal vs Porto. This should be Investigated by European Courts! pic.twitter.com/Rp51fPe05Q— City Chief (@City_Chief) March 12, 2024 Hann dæmdi einnig til að mynda úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu fyrir tveimur árum, þegar Real Madrid vann Liverpool 1-0. Dæmdi víti á Arnór Ingva Turpin sá um dómgæsluna síðast þegar Úkraína átti heimaleik við Ísland, í undankeppninni fyrir HM 2018. Sá leikur fór 1-1 eftir að Alfreð Finnbogason kom Íslandi snemma yfir en Andriy Yarmolenko jafnaði metin. Turpin dæmdi vítaspyrnu á Ísland tæpum tíu mínútum fyrir leikslok, eftir brot Arnórs Ingva Traustasonar á Bohdan Butko, en Yevhen Konoplyanka skaut í stöngina úr vítinu. Hann dæmdi svo aftur leik hjá Úkraínu fyrir fimm árum, í markalausu jafntefli við Portúgal í undankeppni EM þar sem gula spjaldið fór aðeins einu sinni á loft. Turpin verður með franskt dómarateymi með sér og mun Jerome Brisard sjá um hlutverk myndbandsdómara. Leikurinn fer fram á Wroclaw-leikvanginum í samnefndri borg, á þriðjudag eins og fyrr segir, og hefst klukkan 19:45 að íslenskum tíma. Verði jafnt eftir 90 mínútur tekur við framlenging og svo mögulega vítaspyrnukeppni, þar til að annað liðið tryggir sér sæti á EM í Þýskalandi.
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15 „Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01 „Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01 „Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00 Mest lesið Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn „Við eigum að skammast okkar“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur Körfubolti Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Fótbolti Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Handbolti Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Enski boltinn Tiger Woods sleit hásin Golf Fleiri fréttir „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Bayern og Inter ekki í miklum vandræðum að tryggja sig áfram Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Raphinha áfram í stuði þegar Barcelona fór örugglega áfram Skilur ekkert í gagnrýninni sem Mbappé fær Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal „Liðið sem vinnur í kvöld fer alla leið“ 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að Liverpool þurfi að spila besta leik tímabilsins til slá PSG út Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Ætla að vera fyrst til að græða pening á kvennamóti Bjartsýnn þrátt fyrir áfall: „Reyni bara að hlæja að þessu“ Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Fauk í leikmenn vegna fána Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Júlíus verður ekki bikarmeistari annað árið í röð Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Sjá meira
Full vél af fólki ætlar að koma Íslandi á EM Það seldist strax upp í sérstaka ferð Icelandair frá Íslandi til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn, fyrir þá Íslendinga sem vilja styðja strákana okkar í úrslitaleiknum við Úkraínu um sæti á EM í fótbolta. 24. mars 2024 11:15
„Kitlar Åge örugglega að kalla í Gylfa“ Gylfi Þór Sigurðsson var ekki kallaður í íslenska landsliðið fyrir mikilvæga verkefnið sem það stendur nú í. Liðið er einum leik frá EM-sæti. 24. mars 2024 08:01
„Það vita allir að mín þrenna er töluvert flottari en Alberts var ágæt líka“ „Við erum alls ekki hræddir við þá. Við vitum auðvitað að þeir eru með frábæra leikmenn. Það er ekki alltaf það sem skiptir máli og maður þarf að vera með frábært lið líka. Þeir áttu gríðarlega erfiðan leik á móti Bosníu sem er gott lið líka,“ segir Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem missti af leiknum gegn Ísrael á fimmtudaginn. 24. mars 2024 08:01
„Liðsheildin er það sem mun gera gæfumuninn“ „Það er búið að vera mjög góð stemning í liðinu og var það einnig fyrir Ísraelsleikinn,“ segir Guðlaugur Victor Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins. Liðið færir sig yfir til Wroclaw í Póllandi í dag og mætir Úkraínu á þriðjudagskvöldið. 24. mars 2024 07:00