Vilja að ríkið fjármagni sprungufyllingar fyrir hundruð milljóna Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. mars 2024 20:30 Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar vill að ríkið komi að fjármögnun viðgerða á sprungum í bænum. Vísir/Arnar Bæjaryfirvöld í Grindavík kalla eftir því að ríkið komi að fjármögnun sprungufyllinga og viðgerða í bænum. Verkefnið hleypur á hundruðum milljóna. Níu svæði hafa verið girt af í bænum eftir að niðurstöður úr jarðvegsrannsókn sýndu fram á holrými og hættur sem leynast neðanjarðar. Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira
Búið er að gefa út frumniðurstöður jarðkönnunar í Grindavík fyrir vesturhluta bæjarins og voru þær kynntar fyrir bæjarstjórn síðastliðinn þriðjudag. Þar voru tilgreind níu svæði þar sem eru vísbendingar um mögulega holrými á jarðsármælum sem verið er að skoða nánar. Bæjaryfirvöld í samvinnu við vettvangsstjórn lokuðu fyrir aðgengi að þessum svæðum. Þar á meðal eru tvær íbúagötur, Sunnubraut og Kirkjustígur. Þar voru í dag framkvæmdar álagsprófanir þar sem ekki vildi betur til en svo að jörðin gaf sig undan vinnuvél á Kirkjubraut. Engin slys urðu á fólki en atvikið þykir sýna hversu ótraust jörðin er. Hér má sjá holu í malbiki sem gaf sig undan vinnuvél við Kirkjustíg í Grindavík í dag. Vísir/Arnar Verkefnið sé rétt að byrja Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar segir næstu daga fara í frekari mælingar og í lok vikunnar muni líklega liggja fyrir hvort lokunum verði viðhaldið eða ekki. „En svo er náttúrulega verkefnið framundan að fara í mjög umfangsmiklar mótvægisaðgerðir á þessum stöðum,“ segir Atli Geir Júlíusson. Ljóst sé að Grindavíkurbær hafi enga burði til að standa fjárhagslega að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Það þarf að grafa sprungurnar upp, setja dúka, steypa eða einhverjar plötur. Það verkefni þarf að fjármagna af hálfu ríkisins. „Svo eigum við meira að segja eftir að fara yfir opnu svæðin, sem eru þá lóðirnar, leikskólalóðirnar, íbúðarhúsalóðir, gönguleiðir og fleira. Það er næsti fasi, þannig að þetta verkefni er bara rétt að byrja í raun og veru.“ Hann segir að ekki sé hægt að girða endalaust og því þurfi að vinna hratt að mótvægisaðgerðum. „Maður segir það ekki nógu oft að sveitafélagið mun ekki geta staðið undir þessum kostnaði, þetta mun kosta hundruð milljóna að minnsta kosti,“ segir Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssvið Grindavíkurbæjar. Á myndinni má sjá Víkurbraut og Dalbraut sem tengist Stamphólsgjá. Þar eru sterkar vísbendingar um holrými.VERKÍS Jarðsjásnið frá Kirkjustíg. Skuggarnir á myndinni sýna vísbendingar um holrými sem voru staðfestar með álagsprófunum í dag. VERKÍS Á Kirkjustíg og Vesturbraut eru vísbendingar um holrými á nokkrum stöðum. VERKÍS
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Fleiri fréttir Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Sjá meira