Körfubolti

Um „slags­málin“ í leik Utah og Hou­ston: „Er ungt og leikur sér“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
„Everybody was kung fu fighting. Those cats were fast as lightning,“ söng Carl Douglas á sínum tíma. Það átti ekki við hér.
„Everybody was kung fu fighting. Those cats were fast as lightning,“ söng Carl Douglas á sínum tíma. Það átti ekki við hér. Tim Warner/Getty Images

Leikur Houston Rockets og Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta er til umræðu í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins. Aðallega eru þó verið að ræða „slagsmálin“ sem orsökuðu að Kris Dunn og Jabari Smith Jr. voru báðir dæmdir í leikbann. Dunn fer í tveggja leikja bann en Jabari eins leikja.

„Það eru tveir leikmenn, Kris Dunn og Jabari Smith, sem eru á leiðinni í tveggja leikja bann. Það er baráttuandi í þessu Houston-liði, þeir eru alveg tilbúnir að láta finna fyrir sér,“ segir Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi á meðan myndefni úr leiknum byrjar að rúlla.

„Þetta er ungt og leikur sér,“ skýtur Sigurður Orri Kristjánsson inn í. Það á við í tilfelli Jabari Smith sem er aðeins tvítugur á meðan Dunn er þrítugur.

„Þetta er ójafn leikur, Kris Dunn er ekki hávaxinn á meðan Jabari Smith er hausnum hærri eða hátt í það,“ sagði Tómas Steindórsson og bætti svo við að það væri ákveðin „þykkt“ í Dunn.

„Það er hundur í Kris Dunn, hann er alltaf í einhverju. Búinn að harka, datt út úr deildinni og lætur finna fyrir sér. Svolítið aumt (e. weak) samt, 30 stigum undir í fyrri hálfleik,“ bætir Sigurður Orri við.

Klippa: Lögmál leiksins um slags­málin í leik Utah og Hou­ston: Er ungt og leikur sér

„Þeir taka dálítið þeytivinduna þegar þeir eru að slást þessir NBA-leikmenn. Eru svolítið hér,“ sagði Tómas og baðaði út höndunum eins og einstaklingur sem kann ekki að synda en er þó að gera sitt besta.

Í kjölfarið átti sér stað umræða hvort menn væru að reyna slá til annarra leikmanna með olnboganum eða framhandleggnum því þeir vilja alls ekki ná höggi með hnefanum.

Umræðuna í heild sinni má sjá í spilaranum ofar í fréttinni sem og í þætti kvöldsins sem sýndur er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×