Hvað ef það gýs nær höfuðborgarsvæðinu? Ingvi Gunnarsson, Sigrún Tómsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir og Daði Hafþórsson skrifa 26. mars 2024 07:01 Við höfum fylgst með hetjulegri baráttu fólks við náttúruöflin suður með sjó. Eðlilega hafa vaknað spurningar um hvort við hér á höfuðborgarsvæðinu séum klár í slaginn, skyldi fara að gjósa nær okkur. Hvað ef kæmi til eldsumbrota í Henglinum? Væri hægt að tryggja heimilum á höfuðborgarsvæðinu heitt vatn? Eru Gvendarbrunnar og þar með drykkjarvatnið okkar í hættu? Hvað ef? Lærum af Reykjanesskaganum Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu byggir á fleiri en einu vinnslusvæði þannig að heita vatnið sem við fáum í ofnana okkar kemur úr fleiri en einni átt. Algert heitavatnsleysi er því afar ólíklegt. Við erum samt meðvituð um að jarðhræringarnar á Reykjanesskaga gætu, ef horft er til áratuga og árhundraða, haft áhrif á auðlindasvæði og innviði Orkuveitunnar. Þess vegna erum við Orkuveitufólk að greina enn frekar alls konar hugsanlega framvindu, því við þurfum að vera við öllu búin og geta brugðist hratt við. Veðurstofa Íslands vinnur nú heildstætt hættumat fyrir höfuðborgarsvæðið m.t.t. eldgosa og jarðskjálftavár og er fulltrúi Orkuveitunnar með í þeim stýrihópi..Við fögnum þessari vinnu og mun hún vera mikilvægt innlegg inn í frekari greiningu á þeim þáttum starfseminnar sem kynnu að verða fyrir áhrifum. Algert heitavatnsleysi ólíklegt Á höfuðborgarsvæðinu kemur heita vatnið úr sex mismunandi jarðhitakerfum. Þrjú þessara kerfa – Nesjavellir, Hellisheiði og Hverahlíð – eru á Hengilssvæðinu og flokkast sem háhitasvæði. Þau er eldvirk og skaffa um helminginn af vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Hin kerfin sem við nýtum eru innan höfuðborgarsvæðisins sjálfs; lághitasvæðin í Laugarnesi og Elliðaárdal í Reykjavík og Reykjum og Reykjahlíð í Mosfellssveit. Þar eru líkur á eldgosum hverfandi. Samanlögð orkan sem við njótum frá þessum svæðum nálgast tvær Kárahnjúkavirkjanir. Svo orkurík er hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu. Það er því ljóst að heitavatnsframleiðsla fyrir höfuðborgarsvæðið hvílir á mörgum stoðum og ólíklegt að þær verði allar fyrir áföllum á sama tíma. Eldsumbrotin á Reykjanesskaga hafa sennilega engin áhrif á lághitasvæðin en hvort virknin smitist austur eftir gosbeltinu til Hengilsins er annað mál. Hvað með neysluvatnið okkar? Heilnæmt vatn er fólki lífsnauðsynlegt. Þess vegna er vatn og vatnsvernd alltaf í forgangi hjá okkur. Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, vinna kalt neysluvatn úr fjórum svæðum í Heiðmörk; Gvendarbrunnum, Jaðri, Myllulækjartjörn, og Vatnsendakrikum. Þrjú fyrstnefndu svæðin eru á neðra svæðinu svokallaða – rétt við Elliðavatn – en Vatnsendakrikar eru ofar í Heiðmörkinni. Bæði efra og neðra svæði geta hvort fyrir sig annað allri neysluvatnsþörf á veitusvæði Veitna á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti til skemmri tíma. Ef annað svæðið yrði óvinnsluhæft í jarðhræringum, t.d. vegna hraunrennslis, væri hægt að flytja alla vinnsluna yfir á hitt svæðið. Eldsumbrot á Reykjanesskaga gætu skapað margvíslega og misalvarlega hættu fyrir rekstur vatnstökusvæðanna. Alvarlegasta, en jafnframt ólíklegasta hættan er að innskotavirkni frá Krýsuvíkureldstöðinni spilli vatnsbólum í Heiðmörk. Annar möguleiki er að hraunrennsli frá Brennisteinsfjöllum fari yfir hluta af vatnstökusvæðunum. Loks má hugsa sér að loftmengun frá eldgosum víðsvegar um Reykjanesskagann safnist fyrir í snjó á vatnstökusvæðum og berist í grynnstu holurnar okkar þegar snjórinn bráðnar. Vegna þessarar hættu settum við upp efnavöktunarbúnað hvorttveggja á efra og neðra svæðinu og hann sýnir okkur í rauntíma hver vatnsgæðin eru. Virkjanir við Hengilinn Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, rekur jarðhitavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði á Hengilsvæðinu. Hengilsvæðið er meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi og er Hengillinn sjálfur megineldstöð. Svæðið er auk þess virkt jarðskjálftasvæði. Áhættur tengdar jarðskjálftum og mögulegri eldvirkni voru því skilgreindar strax við byggingu virkjananna og þessum áhættum stýrt eftir megni. Virkjanirnar tvær nýta til raforku- og heitavatnsframleiðslu jarðhita á töluvert stóru svæði; í raun á mun stærra svæði en t.d. síðustu eldsumbrot í Henglinum náðu yfir. Rétt eins og Reykjanesskaginn hefur sýnt okkur skiptir höfuðmáli hvar eldgos kæmi upp því eldsumbrot á Hengilssvæðinu þyrftu alls ekki að þýða að orkuvinnslan stöðvaðist með öllu. Orka náttúrunnar er með viðbragðsáætlanir komi til eldgoss við virkjanirnar. Takmörkun á afhendingu á heitu vatni Kæmi samt til þess að hluti heitavatnsframleiðslu Veitna fyrir höfuðborgarsvæðið yrði óvirkur vegna eldsumbrota teljum við líklegt að það myndi einungis hafa áhrif á innan við helming framleiðslunnar á hverjum tíma. Ef það myndi gerast þegar notkunin er mest, í kuldakasti um hávetur, er sennilegt að fólk myndi finna fyrir afhendingarskorti. Þá myndum við gæta að því að dreifa heitu vatni jafnt um allt höfuðborgarsvæðið til að tryggja að húshitun yrði einhver alls staðar. Fyrir slíkar aðstæður er hitaveitan með viðbragðsviðmið þar sem heitu vatni er skammtað til hverfa. Skammtanir eða stýringar af þessu tagi myndu alltaf hafa það að markmiði að tryggja best viðkvæma starfsemi á borð við sjúkrahús og að verja sjálft dreifikerfi hitaveitunnar frá frostskemmdum. Húshitun væri alltaf í forgangi. Skerðingar á afhendingu á heitu vatni gætu einnig leitt til þess að húsnæði yrði í auknum mæli kynt með rafmagni. Stýra þyrfti álagi vegna rafhitunar á þau svæði sem myndu þola það best, en rafhitun yrði þó alltaf takmörkunum háð. Mikilvægt er að greina nánar hvort raforkuinnviðir ráði við stórfellda rafkyndingu á höfuðborgarsvæðinu komi til þess. Takmörkun á afhendingu á köldu vatni Ef til efnamengunar kæmi í vatnstökusvæðunum okkar í Heiðmörk væri samt hægt að nýta vatnið til annarra nota en til drykkjar. Gleymum ekki að vatnsveitan er eitt mikilvægasta tæki slökkviliðsins til dæmis. Hitaveituvatn uppfyllir í flestum tilfellum neysluvatnsviðmið. Þannig mætti kæla hitaveituvatn til drykkjar til skemmri tíma. Ef til þess kæmi að bæði vatnstökusvæði Veitna í Heiðmörk yrðu ónothæf er til staðar neyðaráætlun. Hún gerir ráð fyrir að kalt vatn yrði flutt frá vatnsbóli Orku náttúrunnar í Engidal við Hengilinn í gegnum heitavatnslögnina frá Hellisheiði. Þetta er aðgerð sem ekki yrði gripið til nema í algjörri neyð þar sem hún myndi eðli málsins samkvæmt fela í sér skerðingu á heitavatnsflutningi frá Hellisheiði. Takmörkun á afhendingu á rafmagni Höfuðborgarsvæðið er vel tengt við flutningskerfi rafmagns. Ef háspennulínur á Hellisheiði myndu fara úr rekstri myndu Suðurnesjalína og tengivirkið á Brennimel í Hvalfirði fæða höfuðborgarsvæðið. Raforka til heimila yrði alltaf í forgangi í slíkum aðstæðum. Aukið rekstraröryggi Við vitum ekki hvenær gýs á Hengilssvæðinu, hvort það verði á okkar ævi, barna okkar eða barnabarna eða eftir enn fleiri kynslóðir? En þegar kemur til eldsumbrota í Henglinum er ljóst að mikilvægustu innviðir höfuðborgarsvæðisins verða í hættu. Orkuveitan vinnur að því alla daga að bæta rekstraröryggi til að tryggja afhendingu nauðsynlegra lífsgæða til allra, líka á erfiðum tímum. Þegar óviðráðanlegir atburðir eiga sér stað þurfum við að vera við öllu búin og vinna eftir fastmótuðum ferlum. Við erum að auka við ýmsan orkuforða sem við getum sótt í; að auka nýtingu núverandi lághitasvæða, auka afkastagetu í varmastöðvum í virkjunum Orku náttúrunnar og rannsaka ný lághitasvæði á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að hafa í huga í allri umræðu um eldgosavá að þessi nálægð við eldvirknina er forsenda þess að við njótum þessara gjöfulu auðlinda yfir höfuð. Háhitasvæðin treysta á síendurtekin kvikuinnskot sem varmagjafa og sprunguhreyfingar viðhalda virkum rennslisleiðum í kerfunum. Vatnsvinnslusvæðin treysta síðan á úrkomuna sem fellur í Henglinum og Bláfjöllum og öfluga grunnvatnsstrauma sem streyma um hraunin sem runnið hafa á síðustu árþúsundum í átt að höfuðborgarsvæðinu. Þannig geta náttúruöflin bæði gefið og tekið. Það er okkar sem samfélag að læra að lifa með þeim og vera viðbúin með viðbragðsáætlanir og mótvægisaðgerðir þegar í harðbakkann slær. Höfundar starfa hjá Orkuveitunni: Ingvi Gunnarsson forstöðumaður Auðlindastýringar, Rannóknir og nýsköpunSigrún Tómsdóttir Auðlindaleiðtogi vatns og fráveitu, Rannsóknir og nýsköpunHrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá VeitumDaði Hafþórsson, forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Við höfum fylgst með hetjulegri baráttu fólks við náttúruöflin suður með sjó. Eðlilega hafa vaknað spurningar um hvort við hér á höfuðborgarsvæðinu séum klár í slaginn, skyldi fara að gjósa nær okkur. Hvað ef kæmi til eldsumbrota í Henglinum? Væri hægt að tryggja heimilum á höfuðborgarsvæðinu heitt vatn? Eru Gvendarbrunnar og þar með drykkjarvatnið okkar í hættu? Hvað ef? Lærum af Reykjanesskaganum Hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu byggir á fleiri en einu vinnslusvæði þannig að heita vatnið sem við fáum í ofnana okkar kemur úr fleiri en einni átt. Algert heitavatnsleysi er því afar ólíklegt. Við erum samt meðvituð um að jarðhræringarnar á Reykjanesskaga gætu, ef horft er til áratuga og árhundraða, haft áhrif á auðlindasvæði og innviði Orkuveitunnar. Þess vegna erum við Orkuveitufólk að greina enn frekar alls konar hugsanlega framvindu, því við þurfum að vera við öllu búin og geta brugðist hratt við. Veðurstofa Íslands vinnur nú heildstætt hættumat fyrir höfuðborgarsvæðið m.t.t. eldgosa og jarðskjálftavár og er fulltrúi Orkuveitunnar með í þeim stýrihópi..Við fögnum þessari vinnu og mun hún vera mikilvægt innlegg inn í frekari greiningu á þeim þáttum starfseminnar sem kynnu að verða fyrir áhrifum. Algert heitavatnsleysi ólíklegt Á höfuðborgarsvæðinu kemur heita vatnið úr sex mismunandi jarðhitakerfum. Þrjú þessara kerfa – Nesjavellir, Hellisheiði og Hverahlíð – eru á Hengilssvæðinu og flokkast sem háhitasvæði. Þau er eldvirk og skaffa um helminginn af vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Hin kerfin sem við nýtum eru innan höfuðborgarsvæðisins sjálfs; lághitasvæðin í Laugarnesi og Elliðaárdal í Reykjavík og Reykjum og Reykjahlíð í Mosfellssveit. Þar eru líkur á eldgosum hverfandi. Samanlögð orkan sem við njótum frá þessum svæðum nálgast tvær Kárahnjúkavirkjanir. Svo orkurík er hitaveita Veitna á höfuðborgarsvæðinu. Það er því ljóst að heitavatnsframleiðsla fyrir höfuðborgarsvæðið hvílir á mörgum stoðum og ólíklegt að þær verði allar fyrir áföllum á sama tíma. Eldsumbrotin á Reykjanesskaga hafa sennilega engin áhrif á lághitasvæðin en hvort virknin smitist austur eftir gosbeltinu til Hengilsins er annað mál. Hvað með neysluvatnið okkar? Heilnæmt vatn er fólki lífsnauðsynlegt. Þess vegna er vatn og vatnsvernd alltaf í forgangi hjá okkur. Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, vinna kalt neysluvatn úr fjórum svæðum í Heiðmörk; Gvendarbrunnum, Jaðri, Myllulækjartjörn, og Vatnsendakrikum. Þrjú fyrstnefndu svæðin eru á neðra svæðinu svokallaða – rétt við Elliðavatn – en Vatnsendakrikar eru ofar í Heiðmörkinni. Bæði efra og neðra svæði geta hvort fyrir sig annað allri neysluvatnsþörf á veitusvæði Veitna á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti til skemmri tíma. Ef annað svæðið yrði óvinnsluhæft í jarðhræringum, t.d. vegna hraunrennslis, væri hægt að flytja alla vinnsluna yfir á hitt svæðið. Eldsumbrot á Reykjanesskaga gætu skapað margvíslega og misalvarlega hættu fyrir rekstur vatnstökusvæðanna. Alvarlegasta, en jafnframt ólíklegasta hættan er að innskotavirkni frá Krýsuvíkureldstöðinni spilli vatnsbólum í Heiðmörk. Annar möguleiki er að hraunrennsli frá Brennisteinsfjöllum fari yfir hluta af vatnstökusvæðunum. Loks má hugsa sér að loftmengun frá eldgosum víðsvegar um Reykjanesskagann safnist fyrir í snjó á vatnstökusvæðum og berist í grynnstu holurnar okkar þegar snjórinn bráðnar. Vegna þessarar hættu settum við upp efnavöktunarbúnað hvorttveggja á efra og neðra svæðinu og hann sýnir okkur í rauntíma hver vatnsgæðin eru. Virkjanir við Hengilinn Orka náttúrunnar, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, rekur jarðhitavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði á Hengilsvæðinu. Hengilsvæðið er meðal stærstu háhitasvæða á Íslandi og er Hengillinn sjálfur megineldstöð. Svæðið er auk þess virkt jarðskjálftasvæði. Áhættur tengdar jarðskjálftum og mögulegri eldvirkni voru því skilgreindar strax við byggingu virkjananna og þessum áhættum stýrt eftir megni. Virkjanirnar tvær nýta til raforku- og heitavatnsframleiðslu jarðhita á töluvert stóru svæði; í raun á mun stærra svæði en t.d. síðustu eldsumbrot í Henglinum náðu yfir. Rétt eins og Reykjanesskaginn hefur sýnt okkur skiptir höfuðmáli hvar eldgos kæmi upp því eldsumbrot á Hengilssvæðinu þyrftu alls ekki að þýða að orkuvinnslan stöðvaðist með öllu. Orka náttúrunnar er með viðbragðsáætlanir komi til eldgoss við virkjanirnar. Takmörkun á afhendingu á heitu vatni Kæmi samt til þess að hluti heitavatnsframleiðslu Veitna fyrir höfuðborgarsvæðið yrði óvirkur vegna eldsumbrota teljum við líklegt að það myndi einungis hafa áhrif á innan við helming framleiðslunnar á hverjum tíma. Ef það myndi gerast þegar notkunin er mest, í kuldakasti um hávetur, er sennilegt að fólk myndi finna fyrir afhendingarskorti. Þá myndum við gæta að því að dreifa heitu vatni jafnt um allt höfuðborgarsvæðið til að tryggja að húshitun yrði einhver alls staðar. Fyrir slíkar aðstæður er hitaveitan með viðbragðsviðmið þar sem heitu vatni er skammtað til hverfa. Skammtanir eða stýringar af þessu tagi myndu alltaf hafa það að markmiði að tryggja best viðkvæma starfsemi á borð við sjúkrahús og að verja sjálft dreifikerfi hitaveitunnar frá frostskemmdum. Húshitun væri alltaf í forgangi. Skerðingar á afhendingu á heitu vatni gætu einnig leitt til þess að húsnæði yrði í auknum mæli kynt með rafmagni. Stýra þyrfti álagi vegna rafhitunar á þau svæði sem myndu þola það best, en rafhitun yrði þó alltaf takmörkunum háð. Mikilvægt er að greina nánar hvort raforkuinnviðir ráði við stórfellda rafkyndingu á höfuðborgarsvæðinu komi til þess. Takmörkun á afhendingu á köldu vatni Ef til efnamengunar kæmi í vatnstökusvæðunum okkar í Heiðmörk væri samt hægt að nýta vatnið til annarra nota en til drykkjar. Gleymum ekki að vatnsveitan er eitt mikilvægasta tæki slökkviliðsins til dæmis. Hitaveituvatn uppfyllir í flestum tilfellum neysluvatnsviðmið. Þannig mætti kæla hitaveituvatn til drykkjar til skemmri tíma. Ef til þess kæmi að bæði vatnstökusvæði Veitna í Heiðmörk yrðu ónothæf er til staðar neyðaráætlun. Hún gerir ráð fyrir að kalt vatn yrði flutt frá vatnsbóli Orku náttúrunnar í Engidal við Hengilinn í gegnum heitavatnslögnina frá Hellisheiði. Þetta er aðgerð sem ekki yrði gripið til nema í algjörri neyð þar sem hún myndi eðli málsins samkvæmt fela í sér skerðingu á heitavatnsflutningi frá Hellisheiði. Takmörkun á afhendingu á rafmagni Höfuðborgarsvæðið er vel tengt við flutningskerfi rafmagns. Ef háspennulínur á Hellisheiði myndu fara úr rekstri myndu Suðurnesjalína og tengivirkið á Brennimel í Hvalfirði fæða höfuðborgarsvæðið. Raforka til heimila yrði alltaf í forgangi í slíkum aðstæðum. Aukið rekstraröryggi Við vitum ekki hvenær gýs á Hengilssvæðinu, hvort það verði á okkar ævi, barna okkar eða barnabarna eða eftir enn fleiri kynslóðir? En þegar kemur til eldsumbrota í Henglinum er ljóst að mikilvægustu innviðir höfuðborgarsvæðisins verða í hættu. Orkuveitan vinnur að því alla daga að bæta rekstraröryggi til að tryggja afhendingu nauðsynlegra lífsgæða til allra, líka á erfiðum tímum. Þegar óviðráðanlegir atburðir eiga sér stað þurfum við að vera við öllu búin og vinna eftir fastmótuðum ferlum. Við erum að auka við ýmsan orkuforða sem við getum sótt í; að auka nýtingu núverandi lághitasvæða, auka afkastagetu í varmastöðvum í virkjunum Orku náttúrunnar og rannsaka ný lághitasvæði á höfuðborgarsvæðinu. Mikilvægt er að hafa í huga í allri umræðu um eldgosavá að þessi nálægð við eldvirknina er forsenda þess að við njótum þessara gjöfulu auðlinda yfir höfuð. Háhitasvæðin treysta á síendurtekin kvikuinnskot sem varmagjafa og sprunguhreyfingar viðhalda virkum rennslisleiðum í kerfunum. Vatnsvinnslusvæðin treysta síðan á úrkomuna sem fellur í Henglinum og Bláfjöllum og öfluga grunnvatnsstrauma sem streyma um hraunin sem runnið hafa á síðustu árþúsundum í átt að höfuðborgarsvæðinu. Þannig geta náttúruöflin bæði gefið og tekið. Það er okkar sem samfélag að læra að lifa með þeim og vera viðbúin með viðbragðsáætlanir og mótvægisaðgerðir þegar í harðbakkann slær. Höfundar starfa hjá Orkuveitunni: Ingvi Gunnarsson forstöðumaður Auðlindastýringar, Rannóknir og nýsköpunSigrún Tómsdóttir Auðlindaleiðtogi vatns og fráveitu, Rannsóknir og nýsköpunHrefna Hallgrímsdóttir, forstöðumaður hitaveitu hjá VeitumDaði Hafþórsson, forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar