Kærir borgarstjóra fyrir að ráðast á son sinn á krakkamóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2024 16:15 Sergio Conceicao á hliðarlínunni með Porto liðinu í Meistaradeildinni. AP/Zac Goodwin Sérgio Conceicao, stjóri Porto, kom sér í fréttirnar eftir samskipti sín við Mikel Arteta á dögunum en um helgina var hann hins vegar að skapa usla á krakkamóti á Spáni. Conceicao er þó allt annað en sáttur með lýsingu spænsks borgarstjóra á atvikum málsins. Conceicao hefur gengið svo langt að kæra borgarstjórann vegna slagsmála eftir leik hjá níu ára börnum. Borgarstjórinn sagði frá því sem gerðist í viðtali við fjölmiðla og Porto þjálfarinn kom ekki vel út úr því. Borgarstjórinn sakaði Conceicao um það að slá dómara, hann sjálfan og spænska lögreglumenn. Conceicao brást við því að kæra borgarstjórann fyrir að hrinda syni sínum. Lögreglan staðfestir að það hafi verið lögð inn kæra. ESPN segir frá. O JOGO teve acesso ao vídeo, filmado da bancada, do momento em que Sérgio Conceição, acompanhado pelo filho Moisés, estão no relvado com o árbitro e o alcaide pic.twitter.com/3o0A3riClt— O Jogo (@ojogo) March 25, 2024 Sonurinn sem borgarstjórinn hrinti, var ekki að keppa á mótinu, en það var aftur á móti annar níu ára sonur Conceicao. Samkvæmt upplýsingum frá Porto þá strunsaði Conceicao inn á völlinn eftir leik til að spyrja dómarann um atvik. Atvik þetta gerði foreldra margra sorgmædda eftir að hafa horft upp á vonbrigðin í augum barna sinna eins og Porto orðar það í yfirlýsingu sinni. Um leið og Conceicao fór inn á völlinn þá átti borgarstjórinn, Manuel Barroso að nafni, að hafa hrint einum syni hans. Conceicao segist hafa stigið á milli og passað upp á það að borgarstjórinn réðist ekki aftur á son hans. Atvikið náðist á mynd og er hér fyrir ofan. Níu ára lið Porto var að spila í Ganafote barnamótinu en þar mætast krakkalið frá mörgum þjóðum í Evrópu. Portúgalski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira
Conceicao hefur gengið svo langt að kæra borgarstjórann vegna slagsmála eftir leik hjá níu ára börnum. Borgarstjórinn sagði frá því sem gerðist í viðtali við fjölmiðla og Porto þjálfarinn kom ekki vel út úr því. Borgarstjórinn sakaði Conceicao um það að slá dómara, hann sjálfan og spænska lögreglumenn. Conceicao brást við því að kæra borgarstjórann fyrir að hrinda syni sínum. Lögreglan staðfestir að það hafi verið lögð inn kæra. ESPN segir frá. O JOGO teve acesso ao vídeo, filmado da bancada, do momento em que Sérgio Conceição, acompanhado pelo filho Moisés, estão no relvado com o árbitro e o alcaide pic.twitter.com/3o0A3riClt— O Jogo (@ojogo) March 25, 2024 Sonurinn sem borgarstjórinn hrinti, var ekki að keppa á mótinu, en það var aftur á móti annar níu ára sonur Conceicao. Samkvæmt upplýsingum frá Porto þá strunsaði Conceicao inn á völlinn eftir leik til að spyrja dómarann um atvik. Atvik þetta gerði foreldra margra sorgmædda eftir að hafa horft upp á vonbrigðin í augum barna sinna eins og Porto orðar það í yfirlýsingu sinni. Um leið og Conceicao fór inn á völlinn þá átti borgarstjórinn, Manuel Barroso að nafni, að hafa hrint einum syni hans. Conceicao segist hafa stigið á milli og passað upp á það að borgarstjórinn réðist ekki aftur á son hans. Atvikið náðist á mynd og er hér fyrir ofan. Níu ára lið Porto var að spila í Ganafote barnamótinu en þar mætast krakkalið frá mörgum þjóðum í Evrópu.
Portúgalski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Orðinn mjög þreyttur á flakkinu Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ Aftur leggur Jóhann Berg upp og fjarlægist fall Sjá meira