Þaulskipulögð aðgerð sem tók örfáar sekúndur Lovísa Arnardóttir, Jón Þór Stefánsson og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 26. mars 2024 12:05 Peningaflutningabílnum var lagt rétt fyrir framan svæðið þar sem dökkblái bíllinn sést á myndinni. Bíl þjófanna var bakkað upp að skottinu á peningaflutningabílnum, afturdyrnar brotnar upp og þjófarnir á bak og burt á innan við mínútu. Vísir/Vilhelm Tveir þjófar stálu töskum úr peningaflutningabíl Öryggismiðstöðvarinnar í Hamraborg í gær. Þjófnaðurinn virðist hafa verið þaulskipulagður og tók afar skamma stund. Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem nú er eftirlýstur, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum. Þegar þeir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu þeir að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Vídeómarkaðurinn er umboðsaðili fyrir Happdrætti háskóla Íslands á svæðinu. Tæmingin er samkvæmt heimildum einu sinni til tvisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Eigandi Vídeómarkaðarins tjáði fréttastofu í morgun að blaðamaður yrði að ræða við Öryggismiðstöðina eða Happdrætti Háskóla Íslands. Þá vísaði eigandi Catalinu á lögreglu. Engum fjármunum var stolið af Catalinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Blaðamaður Vísis ræddi við fjölmarga rekstaraðila í Hamraborginni á vettvangi í morgun. Enginn hafði orðið var við þjófnaðinn fyrr en lögregla mætti á svæðið. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar og sömuleiðis Happdrætti Háskóla Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Kópavogur Lögreglumál Fjárhættuspil Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu bökkuðu þjófarnir á Toyota Yaris-bíl, sem nú er eftirlýstur, á talsverðum hraða upp að bíl Öryggismiðstöðvarinnar og snarhemluðu. Síðan virðast þeir hafa brotist inn í bílinn í gegnum afturhurð með því að brjóta afturrúðu hans og tóku úr honum töskur sem fullar voru af peningum, og komu sér af vettvangi. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu inni á Catalinu að sækja peninga úr spilakössunum. Þegar þeir komu út nokkrum mínútum eftir að þjófnaðurinn átti sér stað uppgötvuðu þeir að brotist hafði verið inn í bílinn og töskunum stolið. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru samkvæmt heimildum fréttastofu við störf í Hamraborg að safna fjármunum frá fyrirtækjum sem reka spilakassa á svæðinu. Bæði eru spilakassar í Vídeómarkaðnum og á Catalinu. Vídeómarkaðurinn er umboðsaðili fyrir Happdrætti háskóla Íslands á svæðinu. Tæmingin er samkvæmt heimildum einu sinni til tvisvar í viku. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu gæti upphæðin verið í kringum tuttugu til þrjátíu milljónir. Eigandi Vídeómarkaðarins tjáði fréttastofu í morgun að blaðamaður yrði að ræða við Öryggismiðstöðina eða Happdrætti Háskóla Íslands. Þá vísaði eigandi Catalinu á lögreglu. Engum fjármunum var stolið af Catalinu samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Blaðamaður Vísis ræddi við fjölmarga rekstaraðila í Hamraborginni á vettvangi í morgun. Enginn hafði orðið var við þjófnaðinn fyrr en lögregla mætti á svæðið. Fréttastofa hefur gert ítrekaðar tilraunir til að ná í fulltrúa Öryggismiðstöðvarinnar og sömuleiðis Happdrætti Háskóla Íslands. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Kópavogur Lögreglumál Fjárhættuspil Peningum stolið í Hamraborg Tengdar fréttir Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44 Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21 Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Litasprengjur sem eyðileggja verðmæti í töskunum sem var stolið Öryggismiðstöðin segir að fjármunum sem var stolið úr bíl fyrirtækisins úr Hamraborginni í Kópavogi í gærmorgun hafi verið í sérhæfðum læstum verðmætatöskum. Töskurnar eru búnar litasprengjum sem eyðileggja verðmæti ef tilraun er gerð til þess að nálgast þau. 26. mars 2024 13:44
Lögreglan leitar að Toyotu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir dökkgráum Toyotu-bíl sem er af gerðinni Yaris, árgerð 2014. Skráningarnúmer bílsins er NMA 87. 25. mars 2024 14:21
Brutust inn í peningaflutningabíl og stálu milljónum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar tveggja þjófa, sem brutust inn í bifreið í Hamraborg í Kópavogi á tíunda tímanum í gærmorgun og stálu milljónum. Sérsveit var kölluð til eftir að tilkynnt var um innbrotið. 26. mars 2024 10:34