„Algjör synd ef þeir fengju stemninguna í byrjun ekki vestur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2024 09:30 Það gæti skipt sköpum fyrir Vestra að komast sem fyrst á nýjan heimavöll sinn. vísir/diego Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson, sérfræðingar Stúkunnar, segja nauðsynlegt fyrir Vestra, nýliðana í Bestu deild karla, að komast sem nýjan heimavöll sinn. Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sjá meira
Vestra er spáð 10. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. Vestramenn enduðu í 4. sæti Lengjudeildarinnar í fyrra en unnu umspilið um sæti í Bestu deildinni. Framkvæmdir standa yfir á nýjum heimavelli Vestra á Ísafirði og óljóst er hvenær hann verður klár. „Þetta gæti sett smá strik í reikninginn fyrir þá, þannig að þeir þurfa að fara að skipta á leikjum og færa heimaleikina í annað sveitarfélag,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Stemmningin í byrjun, það yrði algjör synd ef þeir fengju hana ekki vestur, að nýta slagkraftinn í byrjun móts, þegar liðið er að hlaupa af sér hornin og þeir koma út eins og beljur að vori. Það yrði áfall ef þeir gætu ekki gert það á sínum heimavelli.“ Baldur hefur ágætis trú á Vestra í Bestu deildinni í sumar. „Það eru alveg 13-14 ágætis leikmenn þarna, fínir strákar og góðir í fótbolta. Þetta er alls ekki svo slæmt. Þeir hafa yfirleitt verið betri seinni hlutann. Haldist þetta í sumar geta þeir verið bjartsýnir en ég held líka að þeir séu meðvitaðir um að það þurfi allt að ganga upp til að þeir endi fyrir ofan strik í haust,“ sagði Baldur. Atli Viðar benti á að lið sem væru í fyrsta sinn í efstu deild féllu oftast beint aftur niður. „Sagan er ekki með þeim í liði hvað þetta varðar. Lið sem kemur upp í fyrsta sinn fellur nær undantekningarlaust aftur að hausti. Mér finnst pínulítið óðs manns æði að spá þeim einhverju öðru heldur en falli. En þeir eru svolítið einstakir sem nýliðar. Við sjáum svona verkefni ekki á hverju ári. Þetta er ofboðslega áhugavert og ofboðslega auðvelt að halda með þeim þannig að ég vona að það sé skemmtilegt sumar í vændum hjá Vestra og fyrir vestan,“ sagði Atli Viðar. Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla Vestri Besta sætið Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Býst við að hætta áður en VAR nær til Íslands Sjá meira