Japanskt fyrirtæki skiptir ungbarnableyjum út fyrir fullorðinsbleyjur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2024 07:14 Á meðan hver kona þarf að eignast 2,1 barn til að viðhalda þjóðinni gera áætlanir nú ráð fyrir að hver japönsk kona á barneignaraldri muni eignast 1,3 börn. Getty/Anadolu/David Mareuil Oji Holdings, fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu ýmissa pappírsvara, hefur tilkynnt að það hyggist hætta að framleiða bleyjur fyrir ungabörn og auka þess í stað framleiðslu sína á bleyjum fyrir fullorðna. Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar. Japan Frjósemi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Ákvörðun forsvarsmanna fyrirtækisins endurspeglar örar breytingar á aldurssamsetningu japönsku þjóðarinnar, þar sem mjög hefur dregið úr frjósemi og þjóðin verður sífellt eldri. Sala á ungbarnableyjum Oji Holdings hefur dregist saman um rúm 42 prósent frá árinu 2001 en meira en áratugur er liðinn frá því að fleiri fullorðinsbleyjur fóru að seljast í Japan en barnableyjur. Samkvæmt umfjöllun Guardian fæddust 758.631 barn í landinu árið 2023 en 1,6 milljón manna lést. Hlutfall barna undir 15 ára er nú aðeins 12 prósent af heildarfjölda íbúa en 30 prósent eru 65 ára og eldri. Spár gera ráð fyrir að fjöldi íbúa muni dragast saman úr 125 milljónum í dag í 88 milljónir árið 2065 en það er 30 prósent fækkun á 45 árum. Forsætisráðherrann Fumio Kishida segir um að ræða „tilvistarkreppu“ og hefur heitið auknum fjárhagslegum stuðningi við fjölskyldur með börn. Hinar ýmsu aðgerðir sem yfirvöld hafa gripið til til að hvetja fólk til barneigna virðast hins vegar hafa borið takmarkaðan árangur. Það er því ef til vill ekkert skrýtið að framleiðendur horfi frekar til þeirra aldurshópa þar sem mannfjölgunin er mest. Talsmaður Oji Holdings segir þannig að til viðbótar við að framleiða bleyjur fyrir fullorðna hyggist fyrirtækið einnig selja ýmsar hreinlætisvörur fyrir aldraða, til notkunar á hjúkrunarheimilum og víðar.
Japan Frjósemi Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent