Skagamenn geta unnið fyrsta titil sinn í meira en tvo áratugi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2024 14:46 Arnór Smárason og liðsfélagar hans í ÍA fagna því að sigra Lengjudeildina 2023. Hafliði Breiðfjörð Breiðablik tekur á móti ÍA í kvöld í úrslitaleik Lengjubikars karla í knattspyrnu en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport 5 byrjar klukkan 19.00. Blikar unnu Þór Akureyri í undanúrslitum en Skagamenn unnu Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Val í vítakeppni í hinum undanúrslitaleiknum. Blikar þekkja það vel að vinna titla á síðustu árum en það er komið langt síðan Skagamenn unnu síðast titil. ÍA-liðið hefur reyndar unnið B-deildina tvisvar á síðustu sex árum þar af í fyrrasumar en það telst nú ekki til stærri titlana sem eru Íslandsmeistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og deildarbikarmeistaratitilinn. Það eru liðin rúm tuttugu ár síðan Skagamaður lyfti einum af þessum þremur bikurum en það gerði Gunnlaugur Jónsson eftir sigur Skagamanna í bikarúrslitaleiknum 2003. ÍA vann þá 1-0 sigur á FH á Laugardalsvellinum og Garðar Gunnlaugsson skoraði eina markið á 78. mínútu. Skagamenn hafa unnið þessa þrjá titla alls þrjátíu sinnum (18 Íslandsmeistaratitlar + 9 bikarmeistaratitlar + 3 deildarbikarmeistaratitlar) en þetta er lengsta einstaka biðin eftir titli upp á Akranesi. Það eru liðin tæp 21 ár síðan Skagamenn unnu síðast þennan bikar sem keppt er um í kvöld. ÍA vann deildarbikarmeistaratitilinn vorið 2003 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleiknum. ÍA og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli en Skagamenn unnu 4-2 í vítakeppni. Þórður Þórðarson varði tvær vítaspyrnur Keflvíkinga í vítakeppninni og hafði einnig varið víti í leiknum sjálfum. Gunnlaugur Jónsson tók þá líka við bikarnum í leikslok en sá úrslitaleikur fór fram á Valbjarnarvelli 9. maí 2003. Hann er ekki til lengur. Síðan þá hafa Skagamenn ekki unnið titil en þeir endurheimtu sæti sitt í Bestu deildinni með sannfærandi sigri í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Blikar unnu síðast deildarbikarinn árið 2015, þá í annað skiptið í sögu félagsins. Breiðablik vann þá 1-0 sigur á KA í úrslitaleik og skoraði Ellert Hreinsson sigurmarkið. Arnór Sveinn Aðalsteinsson tók við bikarnum sem fyrirliði Blika. Arnór Sveinn er enn að spila með Blikum en er ekki fyrirliði liðsins. Lengjubikar karla ÍA Breiðablik Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira
Leikurinn hefst klukkan 19.15 en útsendingin á Stöð 2 Sport 5 byrjar klukkan 19.00. Blikar unnu Þór Akureyri í undanúrslitum en Skagamenn unnu Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Val í vítakeppni í hinum undanúrslitaleiknum. Blikar þekkja það vel að vinna titla á síðustu árum en það er komið langt síðan Skagamenn unnu síðast titil. ÍA-liðið hefur reyndar unnið B-deildina tvisvar á síðustu sex árum þar af í fyrrasumar en það telst nú ekki til stærri titlana sem eru Íslandsmeistaratitilinn, bikarmeistaratitilinn og deildarbikarmeistaratitilinn. Það eru liðin rúm tuttugu ár síðan Skagamaður lyfti einum af þessum þremur bikurum en það gerði Gunnlaugur Jónsson eftir sigur Skagamanna í bikarúrslitaleiknum 2003. ÍA vann þá 1-0 sigur á FH á Laugardalsvellinum og Garðar Gunnlaugsson skoraði eina markið á 78. mínútu. Skagamenn hafa unnið þessa þrjá titla alls þrjátíu sinnum (18 Íslandsmeistaratitlar + 9 bikarmeistaratitlar + 3 deildarbikarmeistaratitlar) en þetta er lengsta einstaka biðin eftir titli upp á Akranesi. Það eru liðin tæp 21 ár síðan Skagamenn unnu síðast þennan bikar sem keppt er um í kvöld. ÍA vann deildarbikarmeistaratitilinn vorið 2003 eftir sigur á Keflavík í úrslitaleiknum. ÍA og Keflavík gerðu 1-1 jafntefli en Skagamenn unnu 4-2 í vítakeppni. Þórður Þórðarson varði tvær vítaspyrnur Keflvíkinga í vítakeppninni og hafði einnig varið víti í leiknum sjálfum. Gunnlaugur Jónsson tók þá líka við bikarnum í leikslok en sá úrslitaleikur fór fram á Valbjarnarvelli 9. maí 2003. Hann er ekki til lengur. Síðan þá hafa Skagamenn ekki unnið titil en þeir endurheimtu sæti sitt í Bestu deildinni með sannfærandi sigri í Lengjudeildinni á síðustu leiktíð. Blikar unnu síðast deildarbikarinn árið 2015, þá í annað skiptið í sögu félagsins. Breiðablik vann þá 1-0 sigur á KA í úrslitaleik og skoraði Ellert Hreinsson sigurmarkið. Arnór Sveinn Aðalsteinsson tók við bikarnum sem fyrirliði Blika. Arnór Sveinn er enn að spila með Blikum en er ekki fyrirliði liðsins.
Lengjubikar karla ÍA Breiðablik Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Fleiri fréttir Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Sjá meira