Tuttugu milljóna hámark sett á einstaklinga Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 18:23 Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Vísir/Vilhelm Hver einstaklingur má að hámarki kaupa í Íslandsbanka fyrir tuttugu milljónir. Samkvæmt nýju frumvarpi um sölu bankans sem lagt hefur verið fyrir Alþingi verður áhersla lögð á að selja til einstaklinga, sem munu njóta forgangs við úthlutun. Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið. Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í frumvarpinu, sem finna má hér á vef Alþingis, segir að Þórdísi R. Kolbrúnu Gylfadóttur, fjármála og efnahagsráðherra, verði heimilt að selja eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka að fullu eða að hluta til, að fenginni heimild í fjárlögum. Það verði gert með útboði sem opið eigi að vera bæði almennum fjárfestum og fagfjárfestum. Íslandsbanki var að fullu í eigu ríkisins þar til hann seldi hluti til almennings og fjárfesta á árunum 2021 og 22. Eftir á ríkið 42,5 prósent í bankanum. Sjá einnig: Frumvarp um sölu á restinni af Íslandsbanka komið fram Við söluna verður tilboðsbókum svokölluðum skipti í tvo hluta. Tilboðsbók A og bók B og skal A hafa forgang við úthlutun hluta eftir útboðið en sá hluti snýr að sölu til einstaklinga. Tilboðsbók A á að taka við tilboðum á föstu verði sem verður meðalvirði hlutabréfa í Íslandsbanka síðustu fimmtán daga fyrir birtingu útboðslýsingarinnar. Hana á að birta að minnsta kosti tveimur dögum fyrir útboðið. Einstaklingum verður heimilt að gera tilboð frá hundrað þúsund krónum til tuttugu milljóna. Þá segir í frumvarpinu að verði eftirspurn meiri en framboð og skerða þurfi áskriftir eigi að gera það hlutfallslega en ekki eigi að skerða áskriftir niður fyrir tvær milljónir króna. Þegar kemur að tilboðsbók B verða tilboð umfram tuttugu milljónir heimil en söluverðið á að vera lægsta tilboðsverð sem nær heildarmagni útboðsins en þó ekki lægra en fasta verðið í tilboðsbók A. Skerðingar í B-bókinni eiga að vera á grundvelli tilboðsverðs. Það er að segja að lægstu tilboðin verði skert fyrst, nema annað reynist nauðsynlegt og þá á að skerða úthlutun hlutfallslega. Ekki verður tekið við tilboðum háðum fyrirvörum né tilboðum frá aðilum sem hafa verið með tilkynnta skortstöðu í Íslandsbanka síðustu þrjátíu daga fyrir útboðið.
Íslandsbanki Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Fjármálamarkaðir Tengdar fréttir Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Hefð fyrir sumargjöf í Íslandsbanka Formaður Starfsgreinasambandsins segir að betur hefði farið að Íslandbanki lækkaði vexti eða þjónustugjöld viðskiptavina en að gefa starfsfólki sínu rándýra sumargjöf. Bankinn hefur um árabil gefið öllu starfsfólki sínu gjafabréf í sumargjöf. 27. mars 2024 14:00
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30