„Hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. mars 2024 22:32 Ásgeir Örn Hallgrímsson, þjálfari Hauka. vísir / pawel „Mér líður bara æðislega, geggjað að vinna og sérstaklega hérna í Kaplakrika. Það er alltaf eitthvað ‘extra motivation‘ að koma hingað, það er ekki spurning“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson sáttur á svip eftir þriggja marka sigur gegn FH í Kaplakrika. Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum. Haukar Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
Haukar unnu leikinn 28-31, frábær fyrri hálfleikur lagði grunninn að sigrinum en það var tvísýnt á köflum í seinni hálfleik hvort þeir myndu hafa þetta. „Strákarnir eiga algjörlega hrós skilið, hvernig þeir tækla verkefnin, mæta inn í leikina og allt sem þeir eru að gera. Þetta var hörkuleikur sem sveiflast fram og til baka en rosalegur karakter að ná að klára þetta.“ Þetta hljóta allir þjálfarar að vilja sjá, liðið mætir einbeitt til leiks, byrjar vel og gefst svo ekki upp þó á móti blási? „Mér finnst það. Það var alveg áskorun og við vissum það, það gekk allt upp hjá okkur í fyrri hálfleik, vörðumst vel og allt fór inn. Vissum að það kæmi kafli þar sem við yrðum ekkert frábærir, það varð reyndar full mikið fyrir mína parta að hleypa þeim yfir. En að ná sér aftur upp og svara því, mér fannst það bara helvíti gott karakters einkenni hjá mönnum.“ Haukar fóru með fimm marka forystu inn í hálfleik. Fyrri hálfleikur liðsins var frábær og nánast allt sem þeir gerðu gekk upp. FH mætti af krafti í seinni hálfleik og komst yfir á tímapunkti, en Haukarnir lögðu aldrei árar í bát og sýndu mikinn styrk með því að klára leik sem virtist vera að renna þeim úr greipum. „Mér fannst við svara vel, við byrjuðum í 5-1 en þurftum að falla niður og skipta mönnum út. Þetta var alveg erfitt, en ég fékk hellings framlag frá fullt af leikmönnum. Þeir sem komu inn á voru klárir, Aron var frábær, Össur mjög góður og Tjörvi, það er náttúrulega bara algjört gull að hafa svona reynslu í liðinu. Svakalega stór augnablik þar sem hann laumaði honum inn.“ Nú eru tveir leikir eftir af venjulegri deildarkeppni, Haukar mæta Selfossi næst og svo Fram. Þeir eru sem stendur í fimmta sæti en fari allt vel í næstu leikjum geta þeir endað í fjórða sæti. „Miðað við hvernig spilamennskan er þá erum við bara að reyna að klífa upp töfluna, einn leikur í einu og ekki hugsa of langt fram í tímann, þá fyrst fer allt í skrúfuna. Við erum bara að pæla í að vinna leiki og koma á siglingu inn í úrslitakeppnina, vitum hvað það er mikilvægt“ sagði Ásgeir Örn að lokum.
Haukar Olís-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira