Tilbrigðin um enda lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar 28. mars 2024 14:01 Það hafa verið deilur af og til í ýmsum löndum heims og nú á Íslandi um rétt mannvera til að ákveða sjálfar hvenær líf þeirra endi. Auðvitað viljum við ekki að yngri kynslóðir tapi lífsgleðinni og endi það frá allskonar vanrækslu foreldra og samfélags. Ástand sem hugsanlega stafar frá of miklum og erfiðum hugsunum og vanhæfni með tilfinningar, sem og neyð til að basla við lífið vegna viðhorfa stjórnvalda. Það er þó auðvitað bara ein hlið á þessu með lífið. Eins og til dæmis hvar og hvernig af hverju mörg líf enda, sem einstaklingurinn hefur ekki kosið. En er frá sjúkdómum eða slysum. Ég man eftir að fara með föður mínum að sjá föður sinn liggja sjálfum sér og öðrum gagnslaus í nokkrum stofnunum sem gamall maður sem átti enga von um lengra líf eftir. En áður en hann tapaði öllum skilningarvitum hafði hann verið í einkastofu á Landakoti. Þá var hann í hrókasamræðum til sinnar látnu eiginkonu sem hann saknaði mikið. Samræður sem allir nálægt heyrðu. Hann þráði hana og það liggur í augum uppi að hann hefði frekar vilja sleppa dvölinni í þessum gagnslausa líkama farartækisins, sem hann hafði verið í um átta áratugi eða svo. Hann gat ekki talað lengur eða bjargað sér á annan hátt. Og þó að hann hafi verið prestur þegar hann virkaði, efast ég um að hann hefði samþykkt að vera látinn fá slíkt ferli á ævikvöldinu. Hann var færður á milli stofnana í því vonlausa ástandi með reglulegu millibili. Þarna stóðum við um stund í þessum stuttu heimsóknum sem voru mest vegna tryggðar sonarins og horfðum á semi-dáinn líkama sem hafði bara ekki náð að ljúka allri orkunni úr taugakerfum líkamans, til að sálin gæti farið þangað sem hún vildi. Það trúa ekki nærri allir lengur á að það sé til Guð sem sé barnapía og ákveði þetta. En æ fleiri eru að vakna til þess að það er skapari og sköpun sem skaffa margt til, ekki bara okkar mannkyns á jörðu heldur kannski líka þar sem mannkyn gæti verið á öðrum plánetum? Heldur er val um svo margt opið. Við sjáum það í fréttum á hverjum degi. Og við sem búum í samfélagi margra milljóna lærum meira um ljóta vilja manna og stundum kvenna sem ég hef enga trú á að Guð hafi ákveðið. Nú á dögum íhaldssamra stjórnmálaflokka er það á hreinu að þeir einstaklingar vilja frekar leggja stórar upphæðir inn á reikninga vina sinna, en að setja þær inn í hin miklu og kostnaðarsömu heilbrigðiskerfi. Hvað þá að þau væru ánægð með að halda semi dauðum líkömum í rúmum stofnana í ótal ár og það af ótta við að Guð væri ekki hress með það að þeir sem hafa þráð að fá hvíldina fái hana. Og að það væri skilningur starfsfólks stofnana fyrir slíka einstaklinga sem eigi enga von um gæða tilveru að nú sé nóg komið af að tóra í stað þess að lifa. Við erum að sjá leiðtoga tveggja landa á jörðu vera í lagi með að drepa þegna með önnur trúarbrögð, eða af því að Pútin vill græðgast yfir að eignast Ukrainu og ætlar ekki að stoppa frekar en leiðtogi Ísraels, eða um árið Assaud leiðtogi Sýríu og þannig mætti lengi telja um valdagræðgi geðsjúkra einstaklinga sem voru og eru endalaust í slíku af sínum eigingjörnu hugmyndum um völd. Þess vegna er það grimmt sjónarhorn að vilja neita gömlu fólki sem veit að þeim getur ekki batnað. Líf þeirra er komið á þessa stoppistöð að halda þeim taka upp rúm á stofnun. Einstaklingar sem vilja ekki vera í þeim kringumstæður lengur og vilja fá að yfirgefa lífið á sínum eigin forsendum og tíma. Svo að í þeim tilfellum þyrfti að vera svigrúm fyrir starfsfólk stofnana sem vita að viðkomandi einstaklingur vilji fá að skipuleggja enda lífs síns á virðulegri hátt, en að bara bíða si svona, í sorglegu ástandi. Stundum eru engir ættingjar nálægt, eða sum fullorðin börn hafa dáið á undan þeim eða flutt til annars lands. Og svo framvegis. Sumir hafa aldrei eignast börn. Þau eiga kannski eitthvað sem þau vilja sjá um hvert fari áður en þau fari. Og vilja sjá sjálf um að skipuleggja hvernig jarðarför þeirra eigi að verða. Svo af hverju eru einhverjir að sjá það gegn vilja skapara? Það virðist vera meira frá eigingirni en kærleika. Það virðist vera flótti í þeim við þann hluta tilverunnar sem telja að þessir einstaklingar verði „Að bíða eftir grænu ljósi frá Guði“ til að láta síðasta andardráttinn fara. Þegar það er trúlega ekkert nema sú staðreynd að sá síðasti andardráttur þeirra komi þegar öll kerfi líkamans eru uppurinn og getur ekki andað lengur. Eftir því sem árin líða er það augljóst að það er meira þessi valdaþörf í aðilum trúar-bragða að vilja halda í þessa hugsun, en að það hafi nokkuð að gera með kærleika. Gyðingur er þessa dagana að njóta þess að drepa þúsundir í þeirri ætlun að reyna að útrýma nágrannaþjóð og drepa fólk sem hefur alls ekki viljað deyja. Ef mannúð væri það sem trúar aðilar settu markmið sín á. Þá værum við ekki með þetta ósamræmi í heiminum um líf og dauða. Hvað er þá í gangi í þeim einstaklingum sem hvorki þora né þola öðrum að vita hvenær tími þeirra sé að koma til að sleppa úr jarðlífinu. Hvað er þá gegn því að þau sem hafi lifað fullu lífi fái að taka þessa ákvörðun sjálf um að stimpla út? Eða þau sem eru með ólæknandi og erfitt ástand. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Geðheilbrigði Trúmál Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það hafa verið deilur af og til í ýmsum löndum heims og nú á Íslandi um rétt mannvera til að ákveða sjálfar hvenær líf þeirra endi. Auðvitað viljum við ekki að yngri kynslóðir tapi lífsgleðinni og endi það frá allskonar vanrækslu foreldra og samfélags. Ástand sem hugsanlega stafar frá of miklum og erfiðum hugsunum og vanhæfni með tilfinningar, sem og neyð til að basla við lífið vegna viðhorfa stjórnvalda. Það er þó auðvitað bara ein hlið á þessu með lífið. Eins og til dæmis hvar og hvernig af hverju mörg líf enda, sem einstaklingurinn hefur ekki kosið. En er frá sjúkdómum eða slysum. Ég man eftir að fara með föður mínum að sjá föður sinn liggja sjálfum sér og öðrum gagnslaus í nokkrum stofnunum sem gamall maður sem átti enga von um lengra líf eftir. En áður en hann tapaði öllum skilningarvitum hafði hann verið í einkastofu á Landakoti. Þá var hann í hrókasamræðum til sinnar látnu eiginkonu sem hann saknaði mikið. Samræður sem allir nálægt heyrðu. Hann þráði hana og það liggur í augum uppi að hann hefði frekar vilja sleppa dvölinni í þessum gagnslausa líkama farartækisins, sem hann hafði verið í um átta áratugi eða svo. Hann gat ekki talað lengur eða bjargað sér á annan hátt. Og þó að hann hafi verið prestur þegar hann virkaði, efast ég um að hann hefði samþykkt að vera látinn fá slíkt ferli á ævikvöldinu. Hann var færður á milli stofnana í því vonlausa ástandi með reglulegu millibili. Þarna stóðum við um stund í þessum stuttu heimsóknum sem voru mest vegna tryggðar sonarins og horfðum á semi-dáinn líkama sem hafði bara ekki náð að ljúka allri orkunni úr taugakerfum líkamans, til að sálin gæti farið þangað sem hún vildi. Það trúa ekki nærri allir lengur á að það sé til Guð sem sé barnapía og ákveði þetta. En æ fleiri eru að vakna til þess að það er skapari og sköpun sem skaffa margt til, ekki bara okkar mannkyns á jörðu heldur kannski líka þar sem mannkyn gæti verið á öðrum plánetum? Heldur er val um svo margt opið. Við sjáum það í fréttum á hverjum degi. Og við sem búum í samfélagi margra milljóna lærum meira um ljóta vilja manna og stundum kvenna sem ég hef enga trú á að Guð hafi ákveðið. Nú á dögum íhaldssamra stjórnmálaflokka er það á hreinu að þeir einstaklingar vilja frekar leggja stórar upphæðir inn á reikninga vina sinna, en að setja þær inn í hin miklu og kostnaðarsömu heilbrigðiskerfi. Hvað þá að þau væru ánægð með að halda semi dauðum líkömum í rúmum stofnana í ótal ár og það af ótta við að Guð væri ekki hress með það að þeir sem hafa þráð að fá hvíldina fái hana. Og að það væri skilningur starfsfólks stofnana fyrir slíka einstaklinga sem eigi enga von um gæða tilveru að nú sé nóg komið af að tóra í stað þess að lifa. Við erum að sjá leiðtoga tveggja landa á jörðu vera í lagi með að drepa þegna með önnur trúarbrögð, eða af því að Pútin vill græðgast yfir að eignast Ukrainu og ætlar ekki að stoppa frekar en leiðtogi Ísraels, eða um árið Assaud leiðtogi Sýríu og þannig mætti lengi telja um valdagræðgi geðsjúkra einstaklinga sem voru og eru endalaust í slíku af sínum eigingjörnu hugmyndum um völd. Þess vegna er það grimmt sjónarhorn að vilja neita gömlu fólki sem veit að þeim getur ekki batnað. Líf þeirra er komið á þessa stoppistöð að halda þeim taka upp rúm á stofnun. Einstaklingar sem vilja ekki vera í þeim kringumstæður lengur og vilja fá að yfirgefa lífið á sínum eigin forsendum og tíma. Svo að í þeim tilfellum þyrfti að vera svigrúm fyrir starfsfólk stofnana sem vita að viðkomandi einstaklingur vilji fá að skipuleggja enda lífs síns á virðulegri hátt, en að bara bíða si svona, í sorglegu ástandi. Stundum eru engir ættingjar nálægt, eða sum fullorðin börn hafa dáið á undan þeim eða flutt til annars lands. Og svo framvegis. Sumir hafa aldrei eignast börn. Þau eiga kannski eitthvað sem þau vilja sjá um hvert fari áður en þau fari. Og vilja sjá sjálf um að skipuleggja hvernig jarðarför þeirra eigi að verða. Svo af hverju eru einhverjir að sjá það gegn vilja skapara? Það virðist vera meira frá eigingirni en kærleika. Það virðist vera flótti í þeim við þann hluta tilverunnar sem telja að þessir einstaklingar verði „Að bíða eftir grænu ljósi frá Guði“ til að láta síðasta andardráttinn fara. Þegar það er trúlega ekkert nema sú staðreynd að sá síðasti andardráttur þeirra komi þegar öll kerfi líkamans eru uppurinn og getur ekki andað lengur. Eftir því sem árin líða er það augljóst að það er meira þessi valdaþörf í aðilum trúar-bragða að vilja halda í þessa hugsun, en að það hafi nokkuð að gera með kærleika. Gyðingur er þessa dagana að njóta þess að drepa þúsundir í þeirri ætlun að reyna að útrýma nágrannaþjóð og drepa fólk sem hefur alls ekki viljað deyja. Ef mannúð væri það sem trúar aðilar settu markmið sín á. Þá værum við ekki með þetta ósamræmi í heiminum um líf og dauða. Hvað er þá í gangi í þeim einstaklingum sem hvorki þora né þola öðrum að vita hvenær tími þeirra sé að koma til að sleppa úr jarðlífinu. Hvað er þá gegn því að þau sem hafi lifað fullu lífi fái að taka þessa ákvörðun sjálf um að stimpla út? Eða þau sem eru með ólæknandi og erfitt ástand. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar