Hvað er opið um páskana? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 15:41 Um páskana borða margir páskaegg. Vísir/Einar Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar. Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira
Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar.
Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sjá meira