„Við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2024 11:42 Hlíðarfjall trekkir að og Akureyri iðar af lífi. Vísir/Tryggvi Akureyri iðar af lífi og fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Hlíðarfjall á síðustu dögum. Aðstæður í fjallinu eru með góðu móti, enda segir rekstrarstjóri skíðasvæðisins ekki hægt að kvarta þegar nýr snjór fellur í brekkurnar. Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“ Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
Um páska er ekki óvinsælt að nýta fríið til að skella sér á skíði. Oft verður Hlíðarfjall á Akureyri þar fyrir valinu hjá ferðalöngum. Rekstrarstjóri fjallsins segir fjölda fólks hafa þotið um hlíðar fjallsins í páskafríinu. „Það er búið að vera góð aðsókn hjá okkur, þetta hafa verið svona 2.000 til 2.500 manns núna síðustu daga, og fullt af fólki á leiðinni uppeftir núna, þannig að þetta lítur vel út,“ segir Stefán Gunnarsson, rekstrarstjóri í Hlíðarfjalli. Á þriðja þúsund manns á dag teljist nokkuð góður fjöldi í fjallinu. „Við ráðum vel við allt upp undir svona 3.000 til 3.200 manns, þannig að þetta er bara mjög gott. Það eru ekkert mjög langar raðir og fólk nær að skíða og skemmta sér.“ Hvernig eru aðstæður til skíða eða brettaiðkunar? „Aðstæður eru bara mjög góðar. Það snjóar reyndar dálítið hér núna og snjóaði í nótt og mikið af nýjum snjó í brekkunum. Það er gott færi en veðrið gæti verið skemmtilegra til útivistar. En við vælum ekki þegar við fáum nýjan snjó.“ Líf og fjör Starfsfólki hafi tekist að hafa allar brekkur opnar, þó útlit sé fyrir að Fjallkonan, nýja stólalyftan, verði lokuð í dag vegna ísingar. Allt annað verði þó opið í dag. Von sé á fjölda fólks í fjallið í dag og á morgun. „Annar í páskum er svo yfirleitt frekar rólegur hjá okkur. Þá er utanbæjarfólkið á leiðinni heim, en engu að síður verður opið hér,“ segir Stefán. Er bærinn fullur af aðkomumönnum núna? „Bærinn er bara fullur af fólki og líf og fjör alls staðar, sýnist mér.“
Akureyri Skíðaíþróttir Skíðasvæði Tengdar fréttir „Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fleiri fréttir Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Sjá meira
„Þetta er dagurinn til að skella sér á skíði“ Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu að sögn framkvæmdastjóra. Hann býst hins vegar við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta. 29. mars 2024 11:01