Bein tveggja ára drengs sem hvarf komin í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 07:35 Þessi mynd er ekki af þorpinu sem um ræðir heldur annarri þorpaþyrpingu í frönsku Ölpunum. Getty Bein tveggja ára drengs sem hvarf sporlaust í frönsku smáþorpi síðasta sumar hafa komið í leitirnar. Rannsókn á málinu stendur nú yfir þar sem ekki liggur fyrir hvað henti drenginn. Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira