Íbúar á Seyðisfirði enn innilokaðir Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 13:44 Íbúar í Seyðisfirði hafa lengi kallað eftir bættum samgöngum yfir heiðina. Fjarðarheiði hefur verið lokuð síðastliðna fjóra daga og íbúar Seyðisfjarðar því verið innilokuð frá því á fimmtudag. „Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“ Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Fólk í vaktavinnu í álverinu kemst auðvitað ekki og þeir sem komu hingað yfir páskana sitja um kyrrt,“ segir Jón Halldór Guðmundsson aðalmaður í heimastjórn Seyðisfjarðar. „Þeir hafa opnað hinar leiðirnar hérna fyrir austan en það er alls óvíst hvenær þeir komast í Fjarðarheiðina. Vegagerðin talar um að þetta sé erfiðasta leiðin til að eiga við. Þetta er auðvitað í 600 metra hæð.“ Veðrið sé hins vegar búið að ganga niður að mestu leyti. „Það getur hins vegar verið mikill skafrenningur og slæmt skyggni. Svo liggur þessi snjór þannig að það þarf lítið til að það fari af stað flekaflóð.“ Þá sé farið að sjá á vöruúrvali kjörbúðarinnar. „Lítið um mjólkurvörur, brauð og ýmis konar ferskvöru,“ segir Jón Halldór. Óánægja ríkir með ástandið í bænum. „Það gengur ekki að vera fleiri daga innilokuð. Það er brýnt að fá Fjarðarheiðargöngin í gang.“ Göngin eru á samgönguáætlun en hafa hins vegar enn ekki farið í útboð þar sem þau eru vanfjármögnuð. „Okkur finnst þetta mjög erfitt, að vera svona lengi innilokuð. Við erum uggandi, því ef það kemur upp alvarlegt slys eða annað. Það er að vísu læknir hér en ef það er alvarlegt slys þá gera þeir ekki mikið.“
Múlaþing Færð á vegum Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira