Birkir nær umspili en högg fyrir Íslendingana í Feneyjum Sindri Sverrisson skrifar 1. apríl 2024 15:14 Birkir Bjarnason með boltann í leik með Brescia sem berst um að komast upp í efstu deild á Ítalíu. Getty/Luca Rossini Birkir Bjarnason og félagar í Brescia eiga enn möguleika á að komast upp úr ítölsku B-deildinni í fótbolta í vor og þeir unnu mikilvægan 2-1 útisigur á Cosenza í dag. Birkir kom inn á sem varamaður í stöðunni 1-1, þegar hálftími var eftir, og skömmu síðar kom sigurmark Brescia en það var Nicolas Galazzi sem skoraði bæði mörk liðsins. Efstu tvö lið deildarinnar komast beint upp í A-deild en liðin í 3.-8. sæti fara í sex liða umspil um síðasta lausa sætið. Brescia er nú komið upp fyrir Sampdoria, í 7. sæti með 42 stig eftir 31 leik, en er sjö stigum á eftir næstu liðum og skammt á undan hópi liða sem einnig stefna á umspilið. Misstu frá sér næstefsta sætið Í Feneyjum urðu heimamenn í Venezia að sætta sig við 3-2 tap gegn Reggiana, eftir að hafa komist í 2-1, og þar með drógust þeir niður fyrir Como, í 3. sæti. Bjarki Steinn Bjarkason var í liði Venezia fram á 83. mínútu en landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson sat á varamannabekk liðsins allan tímann. Hjörtur Hermannsson kom sömuleiðis ekkert við sögu, og var raunar ekki einu sinni í leikmannahópi Pisa, þegar liðið vann dramatískan 4-3 sigur á Palermo eftir að hafa lent 3-2 undir þegar korter var eftir. Pisa er því með í baráttunni um sæti í umspilinu, með 40 stig eða aðeins tveimur stigum á eftir Birki og félögum í Brescia. Ari og Davíð í vörn Kolding Í Danmörku voru Ari Leifsson og Davíð Ingvarsson í liði Kolding sem gerði sitt þriðja jafntefli í röð, 1-1 gegn Hobro á útivelli. Liðin eru því jöfn að stigum með 34 stig í 5.-6. sæti næstefstu deildar Danmerkur, og eiga ekki möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina. Ítalski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Birkir kom inn á sem varamaður í stöðunni 1-1, þegar hálftími var eftir, og skömmu síðar kom sigurmark Brescia en það var Nicolas Galazzi sem skoraði bæði mörk liðsins. Efstu tvö lið deildarinnar komast beint upp í A-deild en liðin í 3.-8. sæti fara í sex liða umspil um síðasta lausa sætið. Brescia er nú komið upp fyrir Sampdoria, í 7. sæti með 42 stig eftir 31 leik, en er sjö stigum á eftir næstu liðum og skammt á undan hópi liða sem einnig stefna á umspilið. Misstu frá sér næstefsta sætið Í Feneyjum urðu heimamenn í Venezia að sætta sig við 3-2 tap gegn Reggiana, eftir að hafa komist í 2-1, og þar með drógust þeir niður fyrir Como, í 3. sæti. Bjarki Steinn Bjarkason var í liði Venezia fram á 83. mínútu en landsliðsmaðurinn Mikael Egill Ellertsson sat á varamannabekk liðsins allan tímann. Hjörtur Hermannsson kom sömuleiðis ekkert við sögu, og var raunar ekki einu sinni í leikmannahópi Pisa, þegar liðið vann dramatískan 4-3 sigur á Palermo eftir að hafa lent 3-2 undir þegar korter var eftir. Pisa er því með í baráttunni um sæti í umspilinu, með 40 stig eða aðeins tveimur stigum á eftir Birki og félögum í Brescia. Ari og Davíð í vörn Kolding Í Danmörku voru Ari Leifsson og Davíð Ingvarsson í liði Kolding sem gerði sitt þriðja jafntefli í röð, 1-1 gegn Hobro á útivelli. Liðin eru því jöfn að stigum með 34 stig í 5.-6. sæti næstefstu deildar Danmerkur, og eiga ekki möguleika á að komast upp í úrvalsdeildina.
Ítalski boltinn Danski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira