„Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð sköllóttur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2024 13:01 Pedri þarf líklega litlar áhyggjur að hafa af hármissi. Líklegra virðist að hann raki sjálfur makkann af. Getty Spænska ungstirnið Pedri hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir stórkostlegt ár hans árið 2021. Meiðsli hafa strítt unga manninum sem er þess þó viss að hann verði enn að eftir áratug. Hann virðist þá ekki hræðast hármissi. Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi. Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira
Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi.
Spænski boltinn Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Sjá meira