Gagnrýnin í garð Haaland hafi verið „ósanngjörn og algjört bull“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. apríl 2024 18:30 Erling Braut Haaland var í strangri gæslu gegn Arsenal síðastliðinn sunnudag. Visionhaus/Getty Images Sperkspekingurinn Chris Sutton, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Blackburn Rovers og Chelsea, segir að gagnrýni Roy Keane í garð norska framherjans Erling Braut Haaland hafi verið „ósanngjörn og algjört bull.“ Keane sparaði ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn eftir markalaust jafntefli Manchester City og Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn sunnudag. Þar sagði Keane meðal annars að þrátt fyrir að Haaland væri einn sá allra besti í heiminum fyrir framan markið þá þætti honum getustig framherjans í almennum leik vera á pari við leikmann í D-deild. Fyrrverandi framherjinn Chris Sutton, sem á sínum tíma lék fyrir lið á borð við Blackburn Rovers, Chelsea og Celtic, segir gagnrýni Keane á hendur Haaland hins vegar vera ósanngjarna. „Þetta var algjört bull og ósanngjarnt í garð Haaland,“ sagði Sutton í samtali við BBC í morgun. „Það hafa allir verið að lofa William Saliba og Gabriel [varnarmönnum Arsenal] allt tímabilið. Þegar Stefan Ortega [markvörður Manchester City] er að senda langar sendingar á Haaland þá eru þeir tveir líklega þeir bestu í að vinna í kringum snertinguna frá framherja. Þeir eru virkilega klókir í sínum varnarleik.“ „Hefði Haaland getað verið sterkari? Hefði hann getað verið klókari og hefði hann getað gert hlutina betur? Klárlega. En stundum mætirðu frábærum varnarmönnum, sem Saliba og Gabriel voru á sunnudaginn,“ bætti Sutton við. „Þeir geta verið svo nálægt sóknarmanninum af því að þeir vita alltaf að hinn kemur í hjálpina. Það er það sem gerir þetta svo erfitt fyrir Haaland og svo er þetta ekki það sem Haaland var keyptur til Manchester City til að gera.“ Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira
Keane sparaði ekki stóru orðin frekar en fyrri daginn eftir markalaust jafntefli Manchester City og Arsenal í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar síðastliðinn sunnudag. Þar sagði Keane meðal annars að þrátt fyrir að Haaland væri einn sá allra besti í heiminum fyrir framan markið þá þætti honum getustig framherjans í almennum leik vera á pari við leikmann í D-deild. Fyrrverandi framherjinn Chris Sutton, sem á sínum tíma lék fyrir lið á borð við Blackburn Rovers, Chelsea og Celtic, segir gagnrýni Keane á hendur Haaland hins vegar vera ósanngjarna. „Þetta var algjört bull og ósanngjarnt í garð Haaland,“ sagði Sutton í samtali við BBC í morgun. „Það hafa allir verið að lofa William Saliba og Gabriel [varnarmönnum Arsenal] allt tímabilið. Þegar Stefan Ortega [markvörður Manchester City] er að senda langar sendingar á Haaland þá eru þeir tveir líklega þeir bestu í að vinna í kringum snertinguna frá framherja. Þeir eru virkilega klókir í sínum varnarleik.“ „Hefði Haaland getað verið sterkari? Hefði hann getað verið klókari og hefði hann getað gert hlutina betur? Klárlega. En stundum mætirðu frábærum varnarmönnum, sem Saliba og Gabriel voru á sunnudaginn,“ bætti Sutton við. „Þeir geta verið svo nálægt sóknarmanninum af því að þeir vita alltaf að hinn kemur í hjálpina. Það er það sem gerir þetta svo erfitt fyrir Haaland og svo er þetta ekki það sem Haaland var keyptur til Manchester City til að gera.“
Enski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Sjá meira