Mætum á Austurvöll á morgun Sigmar Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 07:31 Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Fíkn Viðreisn Alþingi Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Það er góðra gjalda vert að heilbrigðisráðherra hafi skipað tvo starfshópa til að bregðast við fíknivandanum. Annar hópurinn á fjalla um skaðaminnkun og skila af sér fljótlega. Hinn hópurinn á að uppfæra stefnu stjórnvalda í málaflokknum en stefnan sem var í gildi rann út árið 2020. Sú vinna á að skila sér í haust. Mjög gott og þarft. Mér finnst hins vegar brýnt að benda á að þrátt fyrir að beðið sé eftir niðurstöðum liggur alveg fyrir að sumt getum við gert strax. Við gætum stofnað tíu starfshópa til viðbótar og þeir myndu allir komast að þeirri niðurstöðu að það sé algerlega ótækt að þau meðferðarrými sem við eigum í dag séu ekki keyrð á fullum afköstum. Þannig er staðan núna. Sjúkrahúsið Vogur er ekki að nýta öll rýmin sem þar eru. Og það stefnir líka í að meðferðarstöðin Vík þurfi að loka í sumar. Þetta er vegna fjárskorts eins og vel þekkt er. Starfshópur sem skilar af sér í haust mun ekki leysa þetta og á meðan þjáist veikt fólk og sumir deyja. Svo einfalt og sorglegt er það. Þótt ótal margt hafi breyst til batnaðar gagnvart viðhorfi almennings og stjórnmálanna gagnvart þessum sjúkdómi er enn óskaplega langt í land. Aukin skilningur, velvilji og fögur fyrirheit duga skammt ef fjármagni er skammtað úr hnefa og úrræðin of fá og einhæf. Þessu þurfum við að breyta og það er sameiginlegt verkefni fjölskyldna, atvinnulífs, sveitarfélaga og ríkisins. Sameiginlegt verkefni okkar allra. Og við verðum að skilja að þótt markmiðið sé að bjarga mannslífum og veita fólki sjálfsagða heilbrigðisþjónustu, að fjármagni sem varið er þetta risavaxna verkefni mun skila sér til baka og rúmlega það. Afleidd áhrif af sjúkdómnum á samfélagið allt eru nefnilega svo mikil að kostnaður hríslast um öll kerfin okkar og alla anga samfélagsins. Það er svo dýrt að gera of lítið. Nýstofnuð samtök aðstandenda og fíknisjúkra hafa látið til sín taka á síðustu mánuðum. Þar er farvegur fyrir baráttu sem vonandi skilar sér í raunverulegum umbótum. Síðdegis á morgun verður þess krafist á Austurvelli, fyrir tilstuðlan samtakanna, að ríkisstjórnin hlusti á neyðaróp þeirra sem eiga um sárt að binda vegna sjúkdómsins. Þess er krafist að SÁÁ, Hlaðgerðarkot, Krýsuvík og Frú Ragnheiður fái það fjármagn sem til þarf í rekstur þeirra. Einnig að samið verði við SÁÁ þannig að viðhaldsmeðferð vegna ópíóðafíkn verði að fullu greidd af ríkinu. Þá er þess krafist að Foreldrahús geti haldið sínum rekstri áfram en það er eina opna úrræðið fyrir foreldra með börn í fíknivanda. Ég vona að við sjáum okkur sem flest fært að mæta á Austurvöll á morgun klukkan 16. Málefnið þolir enga bið því fólk deyr á biðlistum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun