Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Breiðablik 96-80 | Stjarnan sá um sitt en það dugði þeim ekki Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. apríl 2024 21:00 Ægir Þór keyrir á Árna Elmar. Árni fór meiddur af velli í fyrri hálfleik og kom ekki meira við sögu. vísir / anton brink Stjarnan vann öruggan 96-80 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Subway deildar karla. Því miður fyrir Stjörnuna dugði það þeim ekki til að tryggja sæti í úrslitakeppninni. Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan endaði því í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppninnar. Það var löngu orðið ljóst fyrir leik að Breiðablik væri fallið úr deildinni. Annað en ánægjuna að skemma fyrir Stjörnunni hafði liðið ekki upp á neitt að spila í kvöld. Það sást strax frá upphafi, Blikarnir skemmtu sér í sókninni með þriggja stiga skotum og einstaklingsáhlaupum en lögðu lágmarks orku í varnarleikinn, brutu mikið af sér og eltu fráköst af lítilli ákefð. Stjarnan átti aðeins erfitt í upphafi en fann fljótt taktinn og vann upp sextán stiga forystu áður en fyrsta leikhluta lauk. Gjugg-Í-Borgvísir / anton brink Annar leikhlutinn bauð svo upp á meira af því sama, hraðinn var mjög mikill en varnarleikurinn lítill, eins og sást á stöðutöflunni þegar liðin gengu til búningsherbergja, 55-40 Stjörnunni í vil. Stjörnumenn gáfu ekkert eftir þegar komið var út í seinni hálfleikinn og herjuðu á gestina af mikilli ákefð. Breiðablik jók varnarmetnaðinn ekki mikið og Stjarnan gekk fagmannlega frá leiknum. Það varð Stjörnunni svo ljóst undir lok leiks að liðið ætti ekki lengur möguleika á úrslitakeppni, andrúmsloftið í Umhyggjuhöllinni þyngdist verulega og leikurinn fjaraði út með litlum látum, 16 stiga Stjörnusigur að endingu. Afhverju vann Stjarnan? Skyldusigur og nánast fyrirfram ákveðið. Breiðablik lagði lítinn metnað í varnarleikinn í kvöld og steinlá fyrir betra liði. Hverjir stóðu upp úr? Antti Kanervo lék sér að lömbunum, 17 stig, þar af fjórir þristar. Júlíus Orri var sterkur sjötti maður og skilaði góðu framlagi. Í liði Breiðabliks átti Sölvi Ólason nokkrar skemmtilegar körfur. Hrós á alla sem komu inn undir lokin líka, héldu lífi þó spennan væri lítil í leiknum. Antti Kanervo átti góðan leik og skilaði 17 stigumvísir / anton brink Hvað gerist næst? Breiðablik er fallið úr efstu deild og leikur í 1. deild á næsta ári. Tímabili Stjörnunnar er sömuleiðis lokið en þeir fá annað tækifæri á næsta tímabili. „Auðvitað er ömurlegt að falla“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. vísir / anton brink „Auðvitað er ömurlegt að falla og þetta er í fyrsta sinn sem ég fell með lið. Við vissum alveg fyrir tímabil að þetta yrði erfitt. Það er verið að setja lítinn pening í þetta, ódýrt, ungt og reynslulítið lið. Þetta var bara erfitt“ sagði Ívar Ásgrímsson að leiknum, og tímabilinu öllu, loknu. Breiðablik byrjaði leikinn ágætlega en það fjaraði fljótt út hjá þeim. „Við vorum að reyna að loka teignum. Antti fór illa með okkur, hitti vel og var ákveðinn. Við vorum með unga stráka á honum og hann fór kannski svolítið illa með þá. Síðustu fjórar mínútur í fyrsta leikhluta erum við alveg skelfilegir, við skorum ekki í einhverjar 4-5 mínútur, þar fer leikurinn. Fyrir utan þær mínútur var jafnræði með liðunum.“ Ívar lætur nú af störfum sem þjálfari liðsins. Hann vonar að ungir leikmenn liðsins haldi áfram að gera vel fyrir félagið. „Ég verð ekki áfram. Ég vona bara að allir þessir ungu strákar haldi áfram og ég efa það ekki, nema einhverjir fari erlendis. Þeir eiga eftir að klára unglingaflokkinn, vonandi vinnum við titil þar eins og í fyrra.“ Hvað tekur við hjá honum er óljóst enn sem komið er. „Ekkert ákveðið. Lækka forgjöfina í golfi til að byrja með, svo sjáum við bara til“ sagði Ívar léttur í bragði að lokum. Subway-deild karla Stjarnan Breiðablik
Stjarnan vann öruggan 96-80 sigur á Breiðabliki í lokaumferð Subway deildar karla. Því miður fyrir Stjörnuna dugði það þeim ekki til að tryggja sæti í úrslitakeppninni. Höttur tapaði gegn Álftanesi og Stjarnan endaði því í 9. sæti deildarinnar, utan úrslitakeppninnar. Það var löngu orðið ljóst fyrir leik að Breiðablik væri fallið úr deildinni. Annað en ánægjuna að skemma fyrir Stjörnunni hafði liðið ekki upp á neitt að spila í kvöld. Það sást strax frá upphafi, Blikarnir skemmtu sér í sókninni með þriggja stiga skotum og einstaklingsáhlaupum en lögðu lágmarks orku í varnarleikinn, brutu mikið af sér og eltu fráköst af lítilli ákefð. Stjarnan átti aðeins erfitt í upphafi en fann fljótt taktinn og vann upp sextán stiga forystu áður en fyrsta leikhluta lauk. Gjugg-Í-Borgvísir / anton brink Annar leikhlutinn bauð svo upp á meira af því sama, hraðinn var mjög mikill en varnarleikurinn lítill, eins og sást á stöðutöflunni þegar liðin gengu til búningsherbergja, 55-40 Stjörnunni í vil. Stjörnumenn gáfu ekkert eftir þegar komið var út í seinni hálfleikinn og herjuðu á gestina af mikilli ákefð. Breiðablik jók varnarmetnaðinn ekki mikið og Stjarnan gekk fagmannlega frá leiknum. Það varð Stjörnunni svo ljóst undir lok leiks að liðið ætti ekki lengur möguleika á úrslitakeppni, andrúmsloftið í Umhyggjuhöllinni þyngdist verulega og leikurinn fjaraði út með litlum látum, 16 stiga Stjörnusigur að endingu. Afhverju vann Stjarnan? Skyldusigur og nánast fyrirfram ákveðið. Breiðablik lagði lítinn metnað í varnarleikinn í kvöld og steinlá fyrir betra liði. Hverjir stóðu upp úr? Antti Kanervo lék sér að lömbunum, 17 stig, þar af fjórir þristar. Júlíus Orri var sterkur sjötti maður og skilaði góðu framlagi. Í liði Breiðabliks átti Sölvi Ólason nokkrar skemmtilegar körfur. Hrós á alla sem komu inn undir lokin líka, héldu lífi þó spennan væri lítil í leiknum. Antti Kanervo átti góðan leik og skilaði 17 stigumvísir / anton brink Hvað gerist næst? Breiðablik er fallið úr efstu deild og leikur í 1. deild á næsta ári. Tímabili Stjörnunnar er sömuleiðis lokið en þeir fá annað tækifæri á næsta tímabili. „Auðvitað er ömurlegt að falla“ Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks. vísir / anton brink „Auðvitað er ömurlegt að falla og þetta er í fyrsta sinn sem ég fell með lið. Við vissum alveg fyrir tímabil að þetta yrði erfitt. Það er verið að setja lítinn pening í þetta, ódýrt, ungt og reynslulítið lið. Þetta var bara erfitt“ sagði Ívar Ásgrímsson að leiknum, og tímabilinu öllu, loknu. Breiðablik byrjaði leikinn ágætlega en það fjaraði fljótt út hjá þeim. „Við vorum að reyna að loka teignum. Antti fór illa með okkur, hitti vel og var ákveðinn. Við vorum með unga stráka á honum og hann fór kannski svolítið illa með þá. Síðustu fjórar mínútur í fyrsta leikhluta erum við alveg skelfilegir, við skorum ekki í einhverjar 4-5 mínútur, þar fer leikurinn. Fyrir utan þær mínútur var jafnræði með liðunum.“ Ívar lætur nú af störfum sem þjálfari liðsins. Hann vonar að ungir leikmenn liðsins haldi áfram að gera vel fyrir félagið. „Ég verð ekki áfram. Ég vona bara að allir þessir ungu strákar haldi áfram og ég efa það ekki, nema einhverjir fari erlendis. Þeir eiga eftir að klára unglingaflokkinn, vonandi vinnum við titil þar eins og í fyrra.“ Hvað tekur við hjá honum er óljóst enn sem komið er. „Ekkert ákveðið. Lækka forgjöfina í golfi til að byrja með, svo sjáum við bara til“ sagði Ívar léttur í bragði að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum