„Við erum bara að djöflast í þessu, alla páskana og alla daga. En það er ekkert fréttnæmt,“ segir Heimir í samtali við Vísi.
Þjófar sem höfðu á þriðja tug milljóna króna á brott úr peningaflutningabíl í Hamraborg í Kópavogi að morgni mánudagsins 25. mars síðastliðins leika enn lausum hala. Heimir segir að eftir að lýst var eftir mönnunum tveimur hafi þokkalega mikið af ábendingum borist um málið og að unnið sé úr ábendingunum.
Peningarnir ófundnir
Hann segist ekkert geta sagt til um það hvort einhver sé grunaður um þjófnaðinn. Þá segir hann að fjármunirnir séu enn ófundnir.
„Við erum að skoða ýmsa möguleika og svo kannski þarf maður að fara til baka og skoða aðra möguleika. Það er það eina sem hægt er að segja.“