Hera Björk segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2024 16:01 Hera Björk segir að henni hafi verið gerðar upp skoðanir, henni þyki framkoma Ísrael í garð Palestínu hræðileg og til skammar. Vísir/Hulda Margrét Hera Björk Þórhallsdóttir Eurovisionfari segir að sér hafi verið gerðar upp skoðanir í tengslum við viðtali sem hún átti við ísraelska Eurovision-miðilinn Euromix. Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“ Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira
Í frétt sem birtist vegna viðtalsins á Eurovsionfun.com er sagt að eftir Siliu Kapsis frá Kýpur hafi annar listamaður sem mun koma fram á Eurovision 2024 fundið kjark til að lýsa yfir skoðun sinni á framlagi Ísraels og lýst yfir mikilli hrifningu sinni á laginu Hurricane sem er í flutningi Eden Golan´s. Hafi Hera sagt að hún telji það mjög sterkt framlag. Vísir gerði grein fyrir þessu viðtali í gærkvöldi en það hafði þá þegar vakið sterk viðbrögð. Óvægin viðbrögð vegna viðtalsins Tónlistarmaðurinn Margrét Kristín Blöndal – Magga Stína – hefur til að mynda sagt að Hera geti ekki hamið hrifningu sína á framlagi Ísrael: „Hún fer alla leið í stuðningnum. Alla leið á siðferðilegan botninn og tekur Ísland með sér,“ segir Magga Stína á sinni Facebooksíðu. Aðrir sem hafa tjáð sig eru Illugi Jökulsson blaðamaður en hann vandar Heru ekki kveðjurnar um leið og hann vekur athygli á undirskriftasöfnun þar sem RÚV er hvatt til að draga Heru úr keppninni: „Sleikjugangur hennar í garð Ísraelsmanna var óþarfur (altso, hún kaus að segja þetta), óskiljanlegur, smekklaus, siðlaus og forkastanlegur. Að óska þess sérstaklega að Ísraelsmenn megi vera „öruggir“ þegar þeir eru í þann veginn að drepa 33.000. íbúann á Gasa (aðallega konur og börn), það er svo viðurstyggilegt að mann sundlar eiginlega.“ „Ég er á móti stríði“ Hera Björg hefur sent Vísi athugasemd vegna fréttarinnar en hún segir að orð sín hafi verið tekin úr samhengi: „Vegna frétta af viðtali sem sem tekið var í Madrid fyrir ísraelska bloggsíðu og mér hafa verið gerðar upp skoðanir um ástandið í Palestínu út af, þá vil ég koma eftirfarandi á framfæri svo enginn miskilningur sé um það,“ segir Hera Björk og heldur svo áfram: „Mér finnst framkoma Ísrael við Palentínsku þjóðina vera hræðileg og til skammar. Að börn þjáist finnst mér alltaf vera skelfilegt og hvað þá þegar heil þjóð þjáist eins og núna er staðan. Ég hef verið í Palestínu og hjálpað til við að fjármagna heimili fyrir munaðarlaus börn þar, svo ég hef séð með eigin augum hvernig hvernig er búið að fara með þetta fólk. Ég er á móti stríði. Ég kalla á eftir friði og er á móti því að fólk tali ekki saman og beiti ofbeldi.“
Eurovision Fjölmiðlar Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fleiri fréttir „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Sjá meira